Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 40
Hjálparlyfta fyrir lamaða
Samstarf félaganna Multiple Sclerosis
Sosiety og Canadian Paraplegic Associa-
tion hefur leyst þann vanda að koma frú
Marie Hansen, 505 Taylor Street, Saska-
toon, út úr húsinu hennar og inn í það
aftur.
Frú Hansen er haldin dularfullri löm-
unarverki, sem nefnist multiple sclerosis.
Fyrir 5 árum var hún ötul bóndakona í
Saskatoon. Þá tók lamandi veiki, sem
læknavísindin átta sig ekki á, að breiðast
um neðri hluta líkama hennar. Maður
hennar seldi jörð sína, og f jölskyldan flutti
til Saskatoon. Þar var unnt að stunda frú
Hansen. Innan þriggja ára var hún sett í
hjólastól, og henni huguð þar vist til ævi-
loka, nema því aðeins að vísindin fyndu
allt í einu undursamlega lækningu.
Erfiðast er fyrir lamað fólk að kom-
ast upp og ofan stiga. Frú Hansen býr á
efri hæð í tvíbýlishúsi. Maður hennar hef-
ur tvisvar sinnum legið í sjúkrahúsi vegna
meiðsla í baki. Síðara skiptið þurfti hann
að láta gjöra á sér aðgerð, og varð hon-
um því ómögulegt að lyfta konu sinni og
stólnum upp og ofan stigaþrepin.
Frú Bessie Sweet, formaður Multiple
Sclerosis Society í Saskatoon ræddi málið
við Don Faygen frá Canadian Paraplegic
Association. En hann bar málið undir H.
Hiebert, vélameistara í Fort Qu’Appelle.
Hiebert lagði hugann í bleyti, og með ráð-
um og atbeina Mc Faygen bjó hann til
lyftu, sem lætur frú Hansen komast upp
og niður frá dyrum sínum, niður í garð-
inn og upp aftur.
Lyftan er smíðuð úr steypujárni og
mjög einföld. Stólnum er hjólað á pall. Þar
eru að framan tvær vængjahurðir með ör-
yggjum, svo að þær opnist ekki af tilvilj-
un. Umhverfis stólinn og sjúklinginn eru
stálgrindur. Lyftunni er rennt upp og nið-
ur tvennar stálgrindur á stálkaðli, sem
gengur frá stórri trissu efst til annarrar
minni neðst.
Fyrst þegar lyftan var sett upp, þurfti
að koma henni á stað með handafli. En
Hansen er hugkvæmur eins og flestir
bændur og hleypti á rafstraumi frá vél
með einum þriðja hestafls. Nú lætur Han-
sen lyftuna síga og stíga á 27 sekúndum.
Árangurinn af þessari framkvæmd er sá,
að frú Hansen kemst út á grasflötina fyrir
framan húsið, og fer í ökuferðir miklu oft-
ar en áður, meðan svo erfitt var að kom-
ast inn og út úr húsinu.
Hiebert vélameistari hefur síðan smíð-
að aðra lyftu í Saskatchewan, og hyggst
leggja fyrir sig í stórum stíl að framleiða
slíkar lyftur. Vinnur hann að nýjum upp-
drætti. Lyfta frú Hansen kostaði 189 doll-
ara, og greiddi Muliple Sclerosis Society
fyrir hana.
Það mun ekki aðeins vera nægur mark-
aður fyrir framleiðslu hans, heldur munu
þúsundir lamaðra sjúklinga njóta góðs af.
I Canada aðeins eru 2500 multiple sclerosis
sjúklingar. Og engan órar fyrir því, hve
mörg sjúkdómstilfelli hafa ekki enn leitt
til lömunarstigsins. Þessum sjúkdómi er
sem sé þannig farið, að menn geta gengið
með hann um hríð áður en hann gjörir
vart við sig.
Á. G. þýddi úr kanadisku blaði.
40 SJÁLFSBJÖRG