Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Qupperneq 42
Snorri Gunnlaugsson:
FALINN ELDIIH
Einar lítur út um gluggann
enn er sama hnðarmuggan.
Nú er sveitin öll í eyði
undir köldum fannahjúp.
sem hylur bæði hraun og núp.
Fram til vorsins hreina heiði
hugurinn mœlir tímans djúp.
Ennþá styttir stuttan daginn,
stœkkar skaflinn kringum bæinn.
Hann, sem eldinn kynda kunni,
konu og barna ástúð fékk,
leysti margan leyndan hlekk.
Fram að gömlu félhellunni
föstum skrefum bóndinn gekk.
Er sem blikni innsta þráin,
eldurinn er löngu dáinn.
Enn þó vetur hœkki hrannir
hugurinn á sumarblœ,
sálin mörg og friðhelg frœ.
Bœtist nú við aðrar annir
eldinn sækja á nœsta bœ.
Þegar leið á drottins daginn,
dundi hríðin yfir bœinn,
eins og brimskafl œgilegur
yfir hvélfdist lítinn bát.
Nú dugði ekki fum né fát.
Þegar hverfur varða og vegur,
verður að hafa á öllu gát.
Einar lagði út í bylinn,
ekki verður karlinn skilinn
af okkur, sem áldrei reynum
átök, sem í gleymsku bar
töframáttur tœkninnar.
Við erum kannski í ýmsu greinum
eftirbátar þsss, sem var.
Höggin drap hann þrjú á þilið.
Það var bara á einn veg skilið.
Einhver hlaut þar úti að vera
örþrota i slikum byl,
hér sá ekki handaskil.
En gott skal hverjum gesti bera,
gefa hugans sólaryl.
Einar gekk þó ekki í bæinn.
Eldinum hann smeygði laginn
inn í káldann klakabarminn,
kraumar glóð í tegldum bauk,
eimyrjan að augum rauk,
sem mœndu út í myrkan daginn.
Mjallrokan í sporin fauk.
Hríðin eykst og harðna tökin,
hvergi skjól og fennt er vökin.
Skálmar karl með skrefum vænum,
skyggnum huga fram á leið.
Vetrarmyrkrið magnar seið.
Heima í kálda heiðarbænum
hljóð og döpur kona beið.
42 SJÁLFSBJÖRG