Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Qupperneq 8

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Qupperneq 8
Margrét Margeirsdóttir: Þar má aldrei verða stöðnun né deyfð Síðara misseri alþjóðaárs fatlaðra stendur nú yfir og senn líður að lokum þess. Það er því eðlilegt að staldra við og hugleiða lítil- lega hvar á veginum við er- um stödd í Ijósi þeirrar reynslu, sem komin er af starfi ALFA-nefndar. Hér er ekki ætlunin að leggja einhlítt mat á gildi þess starfs, sem hefur verið unnið á árinu né heldur meta árangur þess. Hvort tveggja er að ennþá er slíkt ekki tímabært og í öðru lagi er það þess eðlis að enginn einn mælikvarði verður tekinn góður og gildur af heildinni. Hver og einn fellir sinn dóm um árangur starfsins að ár- inu loknu. Eitt af meginverkefnum ALFA-nefndar á ári fatlaðra hefur verið að beita sér fyrir margþættu kynningar- og upplýsingastarfi um mál- efni fatlaðra. Óhætt er að fullyrða að það sem af er árinu hefur farið fram meiri og víðtækari umræða og kynning en nokkru sinni fyrr. Komið hefur skýrt í Ijós mikill áhuga meðal almenn- ings um að fræðast um mál- efni fatlaðra og leggja þeim lið. Þannig hafa fjölda marg- ir aðilar víðsvegar um land- ið svo sem félög og samtök, klúbbar og skólar leitað til ALFA-nefndar til að fá fyrir- lesara eða upplýsingar um málefnið. Ennfremur hafa margir aðilar tekið það sem verkefni að standa fyrir ýmiskonar kynningu, bæði með sýning- um og ráðstefnum, með beinni eða óbeinni aðstoð ALFA-nefndar. Fjölmiðlar hafa einnig sýnt þessum mál- um mikinn áhuga og komið miklum fróðleik á framfæri. En ástæðan fyrir því að kynningarstarfið er sérstak- lega dregið hér fram er í fyrsta lagi til að benda á góðar undirtektir almennings og þann hljómgrunn, sem málefnið á í hugum fólks og í öðru lagi að undirstrika mikilvægi upplýsinga- og kynningarstarfs í baráttunni fyrir bættum kjörum fatl- aðra. Þar má aldrei verða stöðnun né deyfð, slíkt starf þarf sífellt að vera í gangi og vonandi verður áframhald á því um ókomin ár. Kynn- ingar- og upplýsingastarf getur haf t mikil áhrif í þá átt að breyta hugarfari fólks og stuðla að jákvæðu almenn- ingsáliti. Staðreynd er, að í hverju þjóðfélagi er hluti heildarinn- ar fólk með fötlun af einu eða öðru tagi. Svo hefur ávallt verið og mun verða. Þess vegna þarf uppbygg- ing þjóðfélagsins að miðast við þessa staðreynd og því þarf að taka tillit til þarfa allra þegnanna á hvaða sviði sem er. Málefni fatlaðra eru með öðrum orðum samfélagslegt viðfangsefni sem verður að leysa með skipulegum að- gerðum stjórnvalda í sam- vinnu við hagsmunasamtök fatlaðra. Málefni fatlaðra eiga að tengjast og samtvinn- ast því skipulagi sem gildir á hinum ýmsu sviðum í þjóð- félaginu almennt hverju sinni og þróast samhliða. Þetta á við um uppeldi fatlaðra barna, kennslu og þjálfun, 6 SJÁLFSBJÖRG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.