Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Qupperneq 10

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Qupperneq 10
Vikar Davíðsson: Skiptiheimsóknir Á s.l. sumri var tekinn upp þráðurinn frá 1979 um ferða- mannaskipti milli Sjálfs- bjargarfélaga og félaga fatl- aðra í Noregi. Að þessu sinni fóru tveir 30 manna hópar til Noregs og jafnmargir Norð- menn komu til íslands í tveimur hópum. Fyrirkomulag þessara ferða var með nokkuð öðr- um hætti en 1979. Hóparnir voru fleiri og smærri og fé- lagsdeildirnar tóku nú meiri þátt í undirbúningi og fram- kvæmd.Með þessu móti komu störfin á fleiri herðar og „fyrirtækið“ varð ekki eins viðamikið og þegar um fjór- um sinnum stærri hóp var að ræða. Sennilega er þetta heppilegri leið en áður var farin. Fyrri hópurinn, sem til Noregs fór, var á veg- um Sjálfsbjargarfélaganna í Reykjavík, Suðurnesjum, Ár- nessýslu og Vestmannaeyj- um. Hópurinn dvaldi í Tele- mark í Suður-Noregi frá 27. júní til 11. júlí. Búið var á litlu, notalegu hóteli, Skien- Sportell, í bænum Skien. Hótel þetta hentar vel fötl- uðum, og er mjög þægilegt að fara um það á hjólastól- um. Farið var í margar skoð- unarferðir um héraðið út frá þessum samastað. Móttökur allar og fyrirgreiðsla var frá- bærlega góð af hendi heima- manna og verður ferðin áreiðanlega öllum þátttak- endum lengi minnisstæð. Félagar frá Telemark dvöldust hér á landi frá 18. til 31. júlí. Félagsdeildir Sjálfsbjargar á fyrrgreind- um stöðum sáu um móttökur þeirra. Síðari íslenski hópurinn dvaldi í Þrændalögum frá 11. til 25. júlí, og ferðaðist um það hérað. Sá hópur var á vegum Sjálfsbjargarfélag- anna á Norðurlöndum. Ferð sú tókst líka ágætlega og rómar fólk mjög móttökur frænda okkar í Þrændalög- um. Þrændir dvöldu á Norð- urlandi frá 20. júní til 4. júlí. í þessu greinarkorni er ekki áformað að segja ferða- sögur þessara ferða, til þess er hvorki tími né tækifæri, heldur aðeins benda á nauð- syn slíkra ferða fyrir félaga Sjálfsbjargar. Við, sem fötluð erum, ber- um að sjálfsögðu í brjósti sömu löngun og aðrir menn til að ferðast, sjá eigin aug- um ókunn lönd og kynnast framandi þjóðum, en höfum því miður færri tækifæri til þess en æskilegt væri. — Almennar ferðaskrifstofur henta okkur síður, þar sem þær eru ekki skipulagðar með þarfir fatlaðra í huga, og kostnaður auk þess flest- um öryrkjum óviðráðanleg- ur. Út frá þessu sjónarmiði einu, er því ærin ástæða til að efna til slíkra ferða. Annað megin markmið er að efla kynni manna af mis- munandi þjóðernum. Menn komast í tengsl við fólk, sem á við svipuð vandamál að glíma, og kynna sín eigin sjónarmið. Slík kynni víkka sjóndeildarhringinn og gera einstaklinginn hæfari í lífs- baráttunni, þar að auki leiðir þetta oft og einatt til vináttu, sem varað getur ævilangt. Æskilegt væri að halda áfram þessum gagnkvæmu heimsóknum og koma þeim á breiðari grundvöll ef unnt reyndist. 8 SJALFSBJ ÖRG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.