Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Side 22

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Side 22
Boð frá Noregi Það var í september 1980 að hér á landi var staddur Nils Böe meðstjórnandi í Norges Handicapforbund (Landssambandi fatlaðra í Noregi). Mér gafst kostur á að hitta Nils og bar fundum okkar saman í Sjálfsbjargarhús- inu. Þar bauðst hann til að kanna hvort mögulegt væri að komast inn í lýðháskóla í Noregi, þó svo að skólarnir hefðu hafist fyrir mánuði. Nils Böe er þekktur fyrir allt annað en að svæfa þau mál, sem hann tekur að sér og svo fór einnig nú. Viku seinna fékk ég skeyti til staðfestingar því að ég væri orðinn nemandi við Svanvík lýðháskóla og ætti að mæta þar eftir tvo daga. Skólinn liggur á landa- mærum Rússlands og Noregs og fannst mér það bara gera för mína til Noregs ennþá meira spennandi. Það var tekið mjög vel á móti mér þegar ég kom til Svanvíkur, enda Norðmenn góðir heim að sækja og ekki spillti það fyrir að vera ís- lendingur. í Svanvíkur lýðháskóla eru fimm höfuðdeildir, félags- deild, íþróttadeild, tónlistar- deild, hússtjórnarsvið og að- fararnám fyrir búnaðarskóla. Eina af framantöldum deild- um verður nemandinn að velja, valdi ég félagssvið. Lýðháskólar í Noregi eru byggðir upp með það fyrir augum að þroska einstakl- inginn og láta hann njóta sín eins vel og unnt er, burt séð frá hvaða menntun fólk hefur fyrir. Þess vegna var mjög lærdómsríkt að vera þátttakandi í svona skóla- haldi og finna þá ábyrgð, sem við nemendurnir þurftum sameiginlega að bera. 1 skólanum líðst engum að 20 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.