Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Síða 24

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Síða 24
Helga Sigur jónsdóttir: „Mér hefur alltaf þótt gaman að vinna” „Móðir mín var einstök kona. Hún var aldrei í nein- um vafa um það hvað ég ætti að gera. Hún vildi að ég færi í skóla, en ég man að hinar konurnar voru að ráðleggja henni hvað hún ætti að gera við „aumingjann". Já, það var svolítil tilhneiging til að kalla fatlaða menn aumingja en sjálfsagt átti það ekki að vera í niðrandi merkingu." Það er Vikar Davíðsson sem segir þetta þegar við ræðum saman um líf og starf hans sjálfs, sem hefur verið lamaður á fótum frá 10 mán- aða aldri, og um málefni fatl- aðra almennt. Og svo sannar- lega hefur aumingja-spáin ekki ræst á Vikari, því að hann hefur öll sín 57 ár „lif- að lífinu lifandi" meðal þeirra sem ganga heilfættir og tekið þátt í daglegum störfum og rekstri þjóðfé- lagsins sem hann er hluti af. Rétt eins og hver annar. Vikar fæddist á Patreks- firði og ólst þar upp í stór- um systkinahópi, næst yngst- ur 7 systkina. Föður sinn missti hann þegar hann var aðeins sex ára en móðir hans var ein af þessum f jölmörgu íslensku konum sem ekkert var ómáttugt. Hún kom öll- um börnunum til manns og hún kunni að ala upp fatlaða drenginn þannig, að hann öðl- aðist það sjálfstraust og and- legan styrk sem hverjum og einum er nauðsynlegur til að standast áföll lífsins. „Já, æskuheimili mitt var gott og hefur mótað mig mik- ið og kannski ekki síður þetta litla sjávarþorp og féiagarnir þar. Ég var aldrei látinn finna að ég væri eitthvað öðruvísi. Ég var alltaf með í leikjum og ef ég komst ekki með af sjálfsdáðum þá var ég tekinn á „langabak“ og borinn. Vikar lauk prófi frá Versl- unarskóla íslands og fór að því búnu að vinna hjá Sjóvá. Þar vann hann í 19 ár en brá sér þá vestur og gerðist hótel- stjóri í Bjarkarlundi á sumr- in en vann hjá Kaupfélagi Króksfjarðarness á veturna. — Síðan lá leiðin aftur til Reykjavíkur og s.l. 15 ár hef- ur Vikar unnið hjá ístaki. Þar vinnur hann við launaút- reikninga og fleira sem lýtur að starfsmannahaldi. „Er eins konar tengiliður milli fyrirtækisins og starfsfólks“, segir hann. Hann er giftur 22 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.