Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Side 25

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Side 25
Viðtal við Vikar Davíðsson Ólínu Sæmundsdóttur og eiga þau einn son. Eins og sjá má er þetta ósköp venjuleg ævisaga al- þýðumanns. En hefur þetta ekki verið erfitt? Hvernig er það fyrir fatlaðan mann að lifa lífinu innan um ófatlaða? „Það er í fyrsta lagi alveg nauðsynlegt fyrir fatlaða að vera innan um ófatlaða en ekki hópaðir sér. Ég veit ekki hvað það er að ganga sem betur fer. Ég tel að það sé betra fyrir lamaðan mann að hafa aldrei þekkt hvað það er, þá á maður auðveldara með að sætta sig við hlut- skipti sitt. En maður lærir smátt og smátt að þekkja sínar takmarkanir. Unglings- árin voru erfiðust, man ég. Fatlaður maður á samt sín tækifæri og misjöfn tækifæri rétt eins og hver annar og það veltur einnig á honum eins og öðrum að nýta þau tækifæri. Að vísu berast þau ekki í sama mæli upp í hend- ur honum eins og ófötluðum, en lífið er nú einu sinni svo að það færir manni ekki lukkuna á silfurfati. Þar sitja allir nokkurn veginn við sama borð.“ Vikar er ákaflega félags- lyndur maður og hefur verið mikilvirkur í félagsstörfum. „Ekki þó í málefnum fatl- aðra fyrr en á síðustu ár- um“, segir hann, „til þess hef ég verið of upptekinn af sjálfum mér. Hins vegar hef ég mikið starfað í Barð- strendingafélaginu, en nú ætla ég að helga mig meira starfinu í Sjálfsbjörg." Hann segir mér síðan laus- lega frá fyrstu samtökum fatlaðra og telur að aðstæð- ur þeirra hafi breyst mjög til hins betra á umliðnum 20—25 árum fyrir atbeina þessara félagssamtaka. „Ætli ekki megi segja að fatlaðir hafi verið utangarðsmenn áður,“ segir Vikar, og það er ekki fyrr en þeir taka mál- in í eigin hendur að sam- félagið fer að verða ögn manneskjulegra. Það tók langan tíma að vekja athygli á því að við erum eins og annað fólk, en hagsmuna- barátta okkar er aðeins að byrja og hún mun raunar engan endi taka. Við höfum ekki náð neinu marki, síður en svo, við verðum þvert á móti að gæta þess að halda því sem áunnist hefur og halda því áfram.“ SJÁLFSBJÖRG 23

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.