Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Qupperneq 27

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Qupperneq 27
* A löglegum hraða Hún lá þarna undir sæng- inni jafn steinsofandi og venjulega þegar ég vakti hana í sunnudagsmatinn. Ég þaut að rúminu og reif sængina ofan af krakkanum og öskra: „Drullaðu þér í matinn“. Unglingurinn glennti upp augun og horfði á mig í mik- illi forundran. „Hægan, pápi. Hvað geng- ur nú á?“ Þá rann af mér móðurinn og ég segi: „Ókei, ókei. Það fór í bak- lás hjá mér.“ Síðan var sest að snæðingi og það var ekki fyrr en kom- ið var að súpunni, að bragð- laukarnir í mér tóku til starfa. Eftir matinn þurfti ég í bæinn. Ég er ekki vanur að star- blína á hraðamælinn í bíln- um. Ég gerði þetta einu sinni og það voru alltaf einhver vandræði í kringum mig. „Svakalegur draugur ertu, pabbi“, sögðu krakkarnir í aftursætinu. „Þú tefur um- ferðina". „Ég keyri á löglegum há- markshraða“, svaraði ég full- ur af löghlýðni og eðlislægum þráa. Og lét mig ekki. Einu sinni var kunningi minn með mér í bílnum og þá var foyrjað að flauta og taka fram úr. „Af hverju keyrir þú ekki hraðar?“ sagði kunningi minn. „Ég er á löglegum hraða“, urraði ég. „Satt segirðu“, sagði kunn- ingi minn. „En þegar þú verður drepinn á þessum lög- lega hraða þínum, þá verð- urðu jafn steindauður þó að þú sért í rétti“. Þetta datt mér í hug þeg- ar ég var á leiðinni í bæinn og gatan sem ég keyrði var hvorki ein eða tvær akrein- ar vegna snjóa. Það var langt síðan ég hafði glápt á hraðamælinn. Ég hafði vaniö mig á að fylgja umferðinni og skapa ekki umferðaröngþveiti . . . Kannski blundar í mér svo- lítil lífshræðsla eftir allt saman. Nú lít ég á mælinn og hann stendur á 70. Og ég heyri ískur aftan við mig. Það er ekki beinlínis hált á götunni, en hann er samt nærri kominn í mig. Nú missi ég aftur stjórn á mér þennan daginn. Og ég leggst á flautuna, en það geri ég aldrei annars á hverju sem gengur. Og vinurinn fyrir aftan mig leggst líka á flautuna. Hádegissjokkið kemur nú alla leið upp á yfirborðið og ég stíg á bremsuna og stoppa. Þvæli mér út úr bílnum og er tilbúinn með ræðuna. „Djöfulsins morðingjarn- ir“, ætla ég að segja og ýmis- legt fleira. En hann tekur engan séns og er kominn í framdrifið og öslar upp í skaflinn og framúr. Á heimleiðinni er ég enn að hugsa um það sama: „Er það ekki beinlínis morð að djöflast áfram í umferðinni með skynlausri taugaveiklun. Eða er það kannski bara tilraun til manndrápa. Kannski að bílstjórum landsins verði þetta ekki ljóst fyrr en þeir koma að auðu rúmi bama sinna einhvern daginn eftir að einhver þeirra þurfti að vinna inn nokkrar sekúndum í umferðinni." Hrafn Sœmundsson. SJÁLFSBJÖRG 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.