Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Síða 39

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Síða 39
Heimsókn grænlenskra öryrkja í ágústmánuði síðast liðn- um dvöldu hér á landi um hálsmánaðarskeið, þrír Grænlendingar í boði Fram- kvæmdanefndar Alþjóðaárs fatlaðra, til þess að kynna sér málefni og starfsemi fatl- aðra hér á landi. í Grænlandi eru félög fatl- aðra fámenn, dreifð og ein- angruð. Samvinna þeirra í milli hefur engin verið þar til í sumar að þau stofnuðu með sér landssamtök. Fram að þeim tíma var ekki einu sinni vitað hvar félög voru starfandi. Stofnfundinn sóttu tólf fulltrúar víðsvegar af landinu og auk þess komu til fundarins þrír fulltrúar landssamtaka fatlaðra í Dan- mörku. Bodil Petersen, einn gest- anna okkar, á sæti í hinni nýkjörnu landssambands- stjórn. Hún kvað það ætl- un stjómarinnar að bjóða styrktarfélögum vangefinna til samvinnu, enda veitti ekki af að sameina kraftana, ekki síst með svo fámennri þjóð. Á fundinum var meðal annars rætt um bágborið at- vinnuástand fatlaðra í Græn- landi og mikil áhersla lögð á skipulegar og raunhæfar aðgerðir í þeim efnum. Þremenningarnir heimsóttu ýmsa staði hér, meðal ann- ars Reykjalund, Grensás- deild, Bjarkarás og Sjálfs- bjargarhúsið, en þar bjuggu gestirnir meðan á heimsókn- inni stóð. Við íslendingar árnum þeim allra heilla í framtíðarstarfi. Ó.R. Grænlensku gestirnir. Talið frá vinstri: Najarak Mikaelsen, Föbe Nathansen, Bodil Pedersen. Þær eru allar frá K’akortok (Julianeháb). SJÁLFSBJÖRG 37

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.