Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Side 7
Viðtal
Þórdís og Richard með afastráknum Davíð Smára.
mér svo bréf frá stjórn kaupfé-
lagsins þar sem sagði að ég
þyrfti ekki að mæta aftur til
vinnu.
Kominn með
töluu, en...
Árið 1960 byrjaði ég að vinna á
Skattstofunni og var þar í 12 ár.
Þegar ég byrjaði var Skatt-
stofan í kjallara en flutti svo
upp á 3. hæð í lyftulausu húsi.
Þá naut ég aðstoðar Reynis
Mássonar frænda míns og
starfsmanna hans en Reynir
var verslunarstjóri í fyrirtæki
skammt frá Skattstofunni. Ég
kom við þar á leiðinni í vinnu
og þeir trilluðu mér upp þessar
rúmlega 40 tröppur sem ég
þurfti að fara til að komast í
vinnuna. Svona gekk þetta til í
allmörg ár.
Meðfram vinnunni á Skatt-
stofunni tók ég að mér að ger-
ast umboðsmaður fyrir trygg-
ingafélög. Fyrst hafði ég
umboð fyrir Vátryggingafé-
lagið en það fór á hausinn. Þá
tók ég að mér umboð fyrir
Almennar tryggingar og gegni
því enn. Árið 1972 þurfti ég að
liggja á spítala á annan mánuð
og að þeirri dvöl lokinni ákvað
ég að fara ekki aftur á Skatt-
stofuna heldur helga mig
umboðinu fyrir Almennar
tryggingar. Síðan hef ég sinnt
því hér heim og haft mikið að
gera. Félagið á verulega hlut-
deild í tryggingum hér í Eyjum
og ég á hér marga góða og
trausta viðskiptavini.
Ekki alls fyrir löngu lét
félagið mig fá tölvu til umráða
svo ég er í beinu sambandi við
móðurtölvuna í Reykjavík. Ég
er nú ekki alveg orðinn sáttur
við hana ennþá en það hlýtur
að koma.“
Upp á lond...
Þau Þórdís og Richard hafa
lagt fram sinn skerf til fjölg-
unar mannkynsins. Árið 1958
eignuðust þau Hlyn og sex
árum síðar fæddist Þorgeir sem
býr hjá þeim. Hlynur býr í
eigin íbúð Eyjum og er búinn
að gera þau að afa og ömmu.
„Það er mikil lukka að hafa
svona grallaraspóa hjá sér,“
segir Richard um afastrákinn
og stoltið leynir sér ekki.
Þórdís starfar nú sem matráðs-
kona í athvarfi sem rekið er í
grunnskólanum.
En því er nú þannig varið að
þegar viðtal er tekið við fólk
sem búið hefur lengi í Vest-
mannaeyjum kemur fyrr eða
síðar að spurningunni: Hvað
varð um þig í gosinu? Og vitan-
lega er þá átt við eldgosið á
Heimaey sem hófst í janúar
1973.
“Þetta hafði verið kyrrlátt
kvöld og Þórdís, sem hafði
verið í afmælisveislu, var
nýsofnuð þegar við vorum
vakin og sagt að það væri farið
að gjósa. Við urðum ekki mjög
bangin, okkur fannst það fjar-
stæðukennt að eldur ógnaði
bænum. Við litum út um glugg-
ann og sáum eldhafið í austri,
vöktum síðan drengina og
fórum út. Þá blasti við okkur
eldurinn og í loftinu var
sífelldur hvinur. Við fórum í
bát eins og aðrir og sátum þar
eins og illa gerðir hlutir á leið-
inni til Þorlákshafnar.
I Þorlákshöfn var vel tekið á
móti okkur og systir mín og
mágur fóru með okkur til
Hafnarfjarðar þar sem þau
bjuggu. Við fengum svo að láni
íbúð við Miklubraut sem
Ólafur Árnason hjá Al-
mennum tryggingum átti. Þar
vorum við í nokkra mánuði eða
þangað til íbúðin var seld.
Þaðan fórum við í Sæviðar-
sund, í frekar óhentuga íbúð
og vorum þar fram á árið 1974.
Loks lentum við í Viðlaga-
sjóðshúsi í Garðabæ og það var
leiðinlegasti hluti landvistar-
innar. Hverfið sem húsið var í
var að byggjast upp á þessum
tíma, allt sundurgrafið, ekkert
SJÁLFSBJÖRG 5