Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Qupperneq 12
Félagsmál
“Það hefur verið breytilegt.
Fyrst hafði ég mikinn áhuga á
skólamálum, svo tók ég skorpu
í húsnæðismálunum og ferli-
málin hafa alltaf brunnið á mér
eins og öðrum fötluðum. Núna
er það heimilishjálpin og heim-
ilishjúkrunin sem ég er upptek-
inn af enda verður það væntan-
lega eitt af höfuðmálunum í
starfi samtaka fatlaðra á næstu
árum ásamt ferlimálunum.
Það er mjög brýnt að byggja
upp þessa þjónustu um allt
land enda er það bæði hag-
kvæmt fyrir þjóðfélagið og
betra fyrir einstaklinginn að
hann geti verið sem Iengst í
eigin húsnæði en þurfi ekki að
fara á stofnun. Af því er ótrú-
legur sparnaður, bara í dag-
gjöldum þótt ekki sé talað um
annað. Stofnanirnar munu
eflaust hafa einhverju hlut-
verki að gegna áfram en það er
stefna okkar að úr því verði
dregið. Hins vegar er nauðsyn-
legt að stuðla að frekari upp-
byggingu sem gerir fólki kleift
að búa á eigin heimilum.
Það væri heldur ekki vanþörf
á átaki í ferlimálunum. Manni
gremst það oft á ferðinni um
landið að ein trappa eða mynd-
arlegur þröskuldur skuli koma
í veg fyrir að maður komist
leiðar sinnar. Stundum hefur
mér dottið í hug að réttast væri
að vera með litla steypuhræri-
vél í skottinu og skella rennu
upp að þröskuldum. Það er
víða svo lítið sem þarf að gera
og einungis hugsunarleysi sem
veldur að það er ekki gert.
Ef grannt er skoöað eru ferli-
málin mál allra. Það er hags-
munamál jafnt fyrir fatlaða,
barnafólk, þá sem slasast og
eldra fólk að geta komist leiðar
sinnar áfallalaust. Vel aðgengi-
legt þjóðfélag er tvímælalaust
öllum til hagsbóta."
/ átt oð
jafnrétti
- Nú er oft kvartað yfir daufu
félagslífi hjá fötluðum sem í
öðrum félagasamtökum.
“Vissulega hefur dofnað
svolítið yfir félagslífinu en það
er að ákveðnu leyti eðlileg
þróun. Við höfum náð árangri í
starfi okkar. Fyrir ekki mjög
mörgum árum var þetta eini
félagsskapurinn sem stóð
fötluðum til boða. Nú fá fatl-
aðir fleiri tilboð og það er ekki
lengur sama þörfin, td. fyrir
skemmtanahliðina á félags-
starfinu. Fatlaðir eru meira úti
í þjóðfélaginu og það á eftir að
breytast enn meira.
Þegar ég byrjaði í Sjálfs-
björgu voru haldin nokkur böll
á ári og þau vel sótt. Nú sækja
fatlaðir þessi almennu böll eins
og hverjir aðrir.
Þörfin hefur því breyst og
við höfum ekki náð að fylgja
þróuninni eftir. Við erum
dálítið föst í þeim áherslum
sem lagðar voru fyrir 10-15
árum. Áherslurnar og starfs-
hættirnir þurfa að þróast. Við
þurfum að taka upp aukið sam-
starf við önnur félagasamtök
og opna okkar samtök fyrir
öðrum, til dæmis ófötluðum
áhugamönnum sem hingað til
hafa einungis getað verið
styrktarfélagar. Nú mega
félögin veita ófötluðum kosn-
ingarétt og kjörgengi í nefndir
en ekki í stjórn. Með þessu
móti færumst við smám saman
í átt að því jafnrétti sem við
höfum verið að berjast fyrir.
Æskilegt væri að auka sam-
starfið við önnur félög fatlaðra,
td. Þroskahjálp. Jafr.framt því
þyrfti að auka samvinnu fatl-
aðra úti um landið. Það er
nauðsynlegt í fámennum
byggðarlögum því með sam-
stöðunni verður auðveldara að
ná fram stefnumálunum, td. í
heimilishjálpinni og heim-
ahjúkruninni. Það ersameigin-
legt áhugamál Sjálfsbjargar og
Félags eldri borgara og ég bind
vonir við samstarf þessara
félaga."
Ekkert leyniuopn,
ogþó...
- Hefurðu eitthvað leynivopn
uppi í erminni til að eflafélags-
starfið?
“Ef svo væri myndi ég ekki
segja þér frá því, leynivopn
verða að vera leynileg ef þau
eiga að koma að gagni. Án
gríns þá vil ég að við reynum að
þróa starfið í hóflegum
stökkum. Við eigum að láta
tímann vinna með okkur svo
menn missi ekki fótanna.“
- í fyrra var rœtt um sér-
framboð fatlaðra, er það enn til
umræðu?
“Það er í sjálfu sér ekki úti-
lokað. Það ræðst af því hversu
vel okkur tekst að ná málum
okkar fram. Við höfum fram-
boð í bakhöndinni og umræðan
frá í fyrra er ekki dauð. Við
munum skoða það fyrir næstu
kosningar, svo fremi þær verði
ekki strax í haust.
Það er hins vegar stefna sam-
taka fatlaðra að vinna málstað
okkar stuðning innan flokk-
anna enda er það í anda sam-
skipunarstefnunnar sem við
aðhyllumst. Sérframboð ræðst
af því hvernig það gengur,“
sagði Jóhann Pétur Sveinsson.
- ÞH
10 SJÁLFSBJÖRG