Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Síða 15

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Síða 15
- Pú œtlar þá að verða skáld eða gagnrýnandi. “Eg veit nú ekki hvað verður,“ segir hún og brosir breitt. „En ég ætla að halda áfram að yrkja og svo gæti farið að ég gæfi út ljóðabók. Eg er komin með svo mörg.“ - Um hvað yrkir þú helst? “Um lífið.“ - Og hvað finnst þér um það? “Mér finnst það gott, það er gaman að lifa.“ - Þetta hljóta þá að vera bjartsýnisljóð. “Já, flest, en þó ekki alveg öll.“ Una, starfsstúlka á Reykja- lundi, spyr hvort hún eigi ekki að ná í ljóðin og sýna mér. Við játum því bæði og að vörmu spori er Una komin með blaða- bunka. Þar eru allmörg Ijóð og Menntamál leikrit í einum þætti sem heitir Vinir. Það var leikið á kvöld- vöku á Reykjalundi ekki alls fyrir löngu. Önnur stúlka, Eva, sem hefur kynnst Ásdísi á Reykja- lundi ætlar að aðstoða hana í skólanum í vetur. Og það leyndi sér ekki að Ásdís er spennt fyrir því að spreyta sig á málunum í MH næstu vetur. - ÞH Ásdís Jenna lét blaöamann fá bunka af Ijóðum í nesti úr heimsókninni að Reykja- lundi og gaf blaðinu góðfús- legt leyfi til að birta það sem óskað væri eftir. Við lestur Ijóðanna sést að Ásdís á marga strengi í sínu hljóð- færi. Stundum er hún glöð og full af ást á iífinu, stundum veltir hún fyrir sér stöðu sinni og samskiptum við annað fólk og eins og sést á fyrsta Ijóðinu sem ort er á sumardaginn fyrsta í vor á hún sér líka drauma. Ég á mér draum Mig dreymir á daginn hvar sem égfer að ég verði að berjast fyrir fatlaða og alla þá sem geta ekki barist sjálfir. Ég vil trúa að erfiðleikarnir séu til að sigrast á þeim. Það er gott að geta hugsað og lesið ogfundið hamingjuna í lífinu með góðum vinum. Fuglarnir á sjónvarpsnetinu Nú er kominn vetur meðfrosti og hríð ég horfi út um gluggann og séfuglana sitja á sjónvarpsnetinu þeir syngja ekki lengur þeim er kalt og þeir eru svangir ég ætla að biðja bróður minn að setja korn í lófa sinn og gefa fuglunum en fyrst verður hann að reka burtu kettina sem ætla að étafuglana. Ég hugsa... Ég hugsa eins og þið En þið vitið það ekki Ég get ekki sagt ykkur það Þið skiljið mig ekki Ég reyni að tala við ykkur En þið horfið bara á mig ogfarið Sumardagurinn fyrsti Bíddu við og hlustaðu Ég œtla að segja þérfréttir Sumarið er að koma Réttu fram lófana og sólin gefur þér geislana sína sem erufulliraf hjartahlýju og birtu Ég vildi... Ég vildi geta gengið afhverju ekki? einu sinni á ári - bara einu sinni Góði Guð er ég að borga skuld mína frá öðru lífi? Get ég aðeins fengið að ganga einn dag? SJÁLFSBJÖRG 13

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.