Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Side 16

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Side 16
Legg mikið upp úr mannlegum samskiptum Rœtt uið Stefán Sigurualdason semfatlaðist illa en er að komast áfœtuma aftur og œtlar í nám Viðtal: Einar Hjörleifsson Á Grettisgötu í Reykjavík býr ungur maður, Stefán Sig- urvaldason, ásamt vinkonu sinni, Rut Agnarsdóttur. Stefán gengur við tvo armstafi, er fatlaður einsog kallað er. Slíkt telst tæplega til tíðinda lengur, því hin síðari ár eru fatlaðir farnir að sjást æ víðar í þjóðfélag- inu, á götum og torgum, skemmtistöðum og á útivistar- svæðum. En hvað er þá sérstakt við þennan mann? - Ég heyri stundum talað um þig Stefán, sem gangandi krafta- verk. Hverju scetir það? “Ég lenti í slysi fyrir sjö árum, nánar tiltekið 10. októ- ber 1981. Ég var þá að koma ofan úr Skíðaskáia í Hvera- dölum ásamt félaga mínum. Bíllinn fór útaf í beygjunni við Kolviðarhól og endaði utan vegar eftir að hafa farið þrjár veltur. Ég var líkamlega meðvit- undarlaus í 5 vikur, og hálfu ári seinna man ég fyrst eftir mér. Þangað til er mér sagt að ég hafi varla munað neitt frá degi til dags. Ég fór svo að segja í fósturstellingu, var mjög veik- ur. Um tíma fékk ég næringu gegnum magaslöngu. Á stuttum tíma léttist ég um helming, fór alveg niður í 38 kíló.“ Rut bætir því við, að andlit Stefáns hafi allt afmyndast, því kalkið hvarf úr líkamanum með þvaginu, og hann gat ekk- ert borðað. „En þá tóku for- eldrar mínir rétta stefnu og fóru að dæla í mig bætiefnum frá Marteini Skaftfells,“ segir Stefán. “Þegar fjölskyldan sá, hvernig ástandið var,“ segir Rut, „var haldinn fundur í eld- húsinu og rætt, hvað til bragðs skyldi taka. Þau höfðu heyrt utan að sér, að draga ætti slöngu út um magann, þareð hér væri um vonlaust tilfelli að ræða. Mjólk var fryst í litla ten- inga og Stefán sleikti þá síðan upp til agna. Á hverjum degi bjó móðir Stefáns til mauk úr kjöti og grænmeti og bætti út í það vítamínum og bætiefnum. 14 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.