Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Síða 17

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Síða 17
Faðir hans fór svo á hverju kvöldi með tvær krukkur af maukinu og mataði hann á þessu allt kvöldið“. „Sjálfur man ég ekkert“,segir Stefán. Hálft onnoð ár á Grensásdeild “Ég fékk þjálfun á Borgarspít- alanum og naut þar góðs af því að kunna ýmsar æfingar. Ég stundaði nefnilega íþróttir áður en ég slasaðist. Svo fór ég á Grensásdeildina (Endurhæf- ingardeild Borgarspítalans) rétt fyrir jólin 1981. Þar var ég í eitt og hálft ár og þar urðu mestu framfarirnar. Fyrsta æfingin var að rétta annan handlegginn, sem var fastur vegna spasma." “Það er eins gott, að Stefán man ekkert, því það heyrðust í honum öskrin út um allt húsið“, segir Rut. „Á Grensás- deild byrjaði ég að tala,“ heldur Stefán áfram. „Man reyndar fyrst eftir mér um mánaðamótin mars/apríl. Tal og minnisþjálfunin var þá farin að bera árangur. Ég man, að við notuðum það, sem helst var í fréttum daginn áður við minn- isþjálfunina. Þegar ég fór af Grensási í lok júní 1983, var ég í hjólastól, þar sem aðeins þurfti að nota hægri hendina. Ég held ég hafi fengið fyrsta léttvigtarstólinn, en núna eru þeir orðnir algeng- ir. Síðan var ég á Reykjalundi í 5 vikur. Það var skemmtilegt og hressandi, sérstaklega þótti mér gaman að vera úti. Ég brá mér á hestbak á hverjum degi, stundaði sund og var í almennri sjúkraþjálfun. Eftir það var ég í sumarbúðum í Þýskalandi í 15 daga og flutti beint í Sjálfs- bjargarhúsið, þegar heim kom. Og nú er ég að flytja þaðan.“ Stefán hefur búið í Sjálfsbjargarhús- inu að undanförnu og oft notfært sér Ferðaþjónustu fatlaðra. Leiðin upp á uið - Hvernig finnst þér að flytja afstofnun í eigin íbúð? “Það er hluti af leiðinni uppá við, að vilja lifa eðlilegu lífi á öllum sviðurn." - Hvernig tilfinning fylgir því að lifa í vernduðu umhverfi? Er óþœgilegt að hafa allt í kringum sig starfsfólk, sem ræður yfir ákveðnum þáttum í lífi manns? “Ég hafði ekki neina þörf fyrir verndað umhverfi, þurfti ekki alla þá þjónustu, sem veitt var. Eftir stuttan tíma gat ég bjargað mér sjálfur á flestan hátt. Reyndar ætla ég ekki að setja mig á háan hest, því ég gat ekki búið á öðrum stað en þessum, sem er sá staður í kerf- inu, sem ætlaður er fólki eins og mér.“ - Fannst þér fyrirhöfn að vera sjálfstœður í vernduðu umhverfi? Viðtal “Nei, maður heldur því eins nærri og fötlun manns býður uppá.“ - Þekkirðufólk, semferhina leiðina, þ.e. inn í verndað umhverfi? “Já, það geri ég, og það eru alltaf gildar ástæður fyrir því. Ef fatlaður maður lendir t.d. í skilnaði, þarf hann stundum að búa í vernduðu umhverfi um tíma af praktískum ástæðum.“ Ailtaf uerið trúoður - Hvar ertu staddur núna, Stefán? “Ég er kominn á hækjur og er að æfa mig að ganga hækju- laus. Ég æfi mig t.d. á grasi, en það er nógu óslétt til þess að gefa mismunandi jafnvægis- punkta. Á andlega sviðinu stunda ég ýmsar æfingar, svo sem námstækniæfingar og því um líkt. Ég ætla í skóla í haust, Tölvuskóla Verslunarskólans, sem tekur eitt og hálft ár, en áður ætla ég á tveggja vikna námskeið í Starfsþjálfun fatl- aðra“. Það eru líklega engar ýkjur að segja, að fáir hefðu trúað því að Stefán myndi ná slíkum árangri í endurhæfingunni. Á bak við liggur þrotlaus vinna. En voru þá einhverjir þættir í skapferli Stefáns, sem hjálp- uðu honum yfir erfiðustu hjall- ana? “Já, ég er mjög ákveðinn og hef sterkan vilja, nokkuð sem fólk talar kannski fremur um sem frekju. Þetta hjálpaði mér mikið, auk þess sem ég þekkti inn á lífið, kunni ýmsar æfingar úr íþróttum og var í góðu lík- amlegu ástandi fyrir slysið. Heilsufæði og bæriefni komu að miklu gagni og síðast en ekki síst er það „hönd guðs“. SJÁLFSBJÖRG 15

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.