Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 23
Nicaragua
Fransisco og kona hans fyrir utan heimili sitt.
Sólfrœði er
„mjúkrfag
Angelica félagsráðgjafi sagði
mér frá endurhæfingu og eftir-
fylgd. Unnið er í þverfaglegu
teymi, en í því eru auk félags-
ráðgjafa, náms- eða atvinnu-
ráðgjafi, sálfræðingur, sjúkra-
þjálfi og læknir. Þrír úr
hópnum fara svo reglulega út á
land til að hitta fjölskyldur
vistmanna að máli, hjálpa fólki
við útvegun atvinnu að lokinni
endurhæfingu og styðja við
bakið á þeim fyrsta kastið.
Angélica tók dæmi um upp-
gjafahermann, sem hefur mik-
inn áhuga á því að læra skó-
smíði. Verið er að leita að
manni í héraðinu, sem vill taka
hann í læri og sóst eftir fyrir-
greiðslu ýmissa fjöldasamtaka
í því sambandi.
Silvía, sem er sálfræðingur
kvað starf sitt einkum felast í
samtölum við sjúklingana og
fjölskyldur þeirra. Hún sagðist
veita mörg einstaklingsviðtöl,
þar eð fötlunin væri oft á tíðum
mikið áfall fyrir einstaklinginn
og tilfinningaviðbrögð því
sterk. Hún leggur áherslu á
heimsóknir til fjölskyldnanna,
þar sem reynt er að fást við
breytingar, sem óhjákvæmi-
lega verða á daglegu lífi þeirra.
Eg spurði Silviu að því, hvers
vegna næstum allir sál-
fræðingar í Nicaragua væru
konur. Hún hló við og sagði að
karlremban (,,machismo“)
hefði sitt að segja. Þar eð sál-
fræðin væri „mjúkt“ fag og
hefði með tilfinningar að gera,
væri hún yfirleitt talin vera á
yfirráðasvæði konunnar.
Freddy, piltur um tví-
tugt, labbaði með mér um spít-
alann. Hann kom hingað fyrir
ári eftir að hafa lent á jarð-
sprengju. Freddy missti annan
fótinn fyrir neðan hné og hinn
margbrotnaði. Hér dvaldi
hann um 8 mánuði. Daginn
eftir að hann útskrifaðist af
spítalanum var hann svo ráð-
inn til að sinna frístundamálum
vistmanna. Á ferð okkar um
húsið stansaði hann oft til þess
að heilsa fólki og kom þá einatt
með uppörvandi athugasemdir.
Starfsþjálfun
En hvað tekur við eftir endur-
hæfinguna? Flestir sjúkling-
anna snúa aftur til heimahér-
aða sinna og sumum þeirra
tekst að útvega atvinnu eða
starfsþjálfun. Nokkrir komast
síðan að á starfsþjálfunarstöð,
SJALFSBJÖRG 21