Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 24

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 24
Nicaragua Vinnangöfgar manninn Fatlaðir hafa ekki sömu tækifæri á vinnumarkaðnum og þeir, sem ófatlaðir teljast. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, leggur áherslu á, að starfskraftar fatl- aðra nýtist þjóðfélaginu sem best. Stefna samtakanna í at- vinnumálum fatlaðra er þessi: • Fatlaðir eigi kost á þeim störfum á almennum vinnu- markaði, sem henta þeim. • Tryggt verði að allt atvinnu- húsnæði sé aðgengilegt fötluðum. • Fatlaðir eigi, ef þörf krefur, kost á sérstökum stuðnings- manni, þegar þeir hefja störf á almennum vinnumarkaði. • Fatlaðir, sem ekki eiga kost á vinnu á almennum vinnu- markaði, geti fengið vinnu á vernduðum vinnustöðum og/ eða í verndaðri vinnuaðstöðu á almennum vinnustöðum. • Á vernduðum vinnustöðum fari jafnframt fram starfs- þjálfun fatlaðra, sem auki möguleika þeirra til að kom- ast út á almennan vinnu- markað. • Atvinnuleit og atvinnumiðlun fyrir fatlaða verði stóraukin og henni komið á fót þar sem hún er ekki til staðar. • Atvinnumál fatlaðra verði kynnt atvinnurekendum sem mest og best, svo þeir séu meðvitaðir um stöðu fatlaðra í atvinnulífinu. Úr stefnuskrá Sjálfsbjargar sem kennd er við byltingarhetj- una Gaspar Garcia Laviana. Stöðin liggur í einu úthverfi Managua, „Villa Libertad“. Þar er pláss fyrir eitthundrað manns, sem allflestir búa á staðnum. Fólkið kemur úr öllum landshlutum og margir koma beint hingað af endur- hæfingarspítalanum. Einnig koma nokkrir eftir samtöl við starfsfólk stöðvarinnar, sem fer reglulega í heimsóknir út á landsbyggðina. Dvölin á starfsþjálfunarstöð- inni er sambland af verklegri þjálfun og félagssálfræðilegri endurhæfingu. Þar fer fram þjálfun í trésmíði, fatasaumi og sníðavinnu, rafvirkjun, raf- eindafræði og útvarpsvirkjun. Þörfin er brýn og framboð á þjálfun í engu samræmi við eftirspurn. Umsækjendur þurfa að vera hreyfihamlaðir og á aldrinum 15-35 ára. Ef þeir hafa atvinnu eða félags- legar ástæður þeirra eru að öðru leyti góðar, eru litlir möguleikar á því að komast að. Þeim, sem eiga kost á þjálfun í heimahéraði, er einnig vísað frá. Alhliða læknisfræðilegt, verklegt og sálfræðilegt mat ræður því í hvaða grein menn komast að, en á hverju verk- stæði eru milli 15 og 20 manns. Að gerofólk sjálfbjarga Þetta er eina stofnunin sinnar tegundar í landinu fyrir hreyfi- hamlaða, en aðrar stöðvar sinna starfsþjálfun blindra og heyrnarskertra. INSSBI, sem er nokkurs konar tryggingar- stofnun þeirra Nicaragua- manna, greiðir kostnaðinn af starfseminni og veitir þeim, sem vilja starfa sjálfstætt, nauðsynleg lán fyrir tækjum og tólum. Dvalartíminn er afar ein- staklingsbundinn, allt frá níu mánuðum upp í tvö og hálft ár. Á meðan á dvölinni stendur vinna nemendur flest húsverk, þvo af sér föt og gera hreint, til þess að þeir verði sjálfbjarga í daglega lífinu. En það eru ýmsir þröskuldar í veginum. Rafmagnsverk- stæðið verður t.d. lagt niður, eftir að næsti hópur útskrifast. Þegar ég spurði talsmann nemenda, hverju það sætti, útskýrði hann fyrst rækilega hin neikvæðu áhrif viðskipta- banns Bandaríkjanna og stríðsins við kontraskæruliða. Síðan nefndi hann skort á vara- hlutum, efni og tækjum, sem að mestu má rekja til þessara þátta. Kennslugögn eru líka af skornum skammti, en það gerir námfúsum nemendum erfitt um vik að svala fróðleiksþörf sinni. Reyndar er til í dæminu, að erlendar gjafir nýtist ekki sem best. Rafmagnstæki frá Evrópu löndum ganga t.d. fyrir 220 voltum, en hér er spennan 110 volt. Of dýrt er að setja upp spennubreyta og setja upp nýjar lagnir, svo tækin liggja ónotuð. Samuinna fatlaðra í atuinnulífi En hvað verður svo um þá, sem ljúka námi? Sumir fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur. Fransisco er dæmi um þetta. Hann er ungur maður, sem býr í miðborg Managua ásamt konu sinni og níu mánaða barni. Húsakynnin eru ekki beint glæsileg á íslenskan mæli- kvarða, þessi þriggja manna 22 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.