Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 27

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 27
Útgáfa Bæklingar um atvinnumál fatlaðra Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út tvo bæklinga um atvinnumál fatlaðra. Bera þeir heitin Við viljum vinna og Út að vinna. Þá hefur ráðuneytið einnig látið gera myndband um sambýli fatlaðra á íslandi. Bæklingurinn Út að vinna er ætlaður fötluðum sem velta því fyrir sér að fara út á vinnu- markaðinn. í honum eru upp- lýsingar um það hvernig fatl- aðir skuli snúa sér í atvinnuleit, um réttindi þeirra og skyldur, laun og bætur, Ferðaþjónustu fatlaðra, öryrkjavinnu og verndaða vinnustaði. Loks eru í bæklingnum nokkur heimilis- föng hjá stofnunum og samtök sem geta orðið fötluðum að liði í atvinnuleitinni. Bæklingurinn Við viljum vinna ber undirtitilinn: Góð ráð til þeirra sem hafa manna- forráð. Hann er því ætlaður stjórnendum fyrirtækja. Eins og í hinum bæklingnum hefur þessi að geyma upplýsingar um það hvernig stjórnendur eiga að snúa sér í því að ráða fatlaða til starfa sem þeim henta. Einnig eru ýmsar ábendingar, td. um það hvernig hægt er að sækja um styrki frá hinu opinbera til að gera breytingar á tækjum eða húsum svo þau henti fötluðum. Myndbandið sem áður er nefnt lýsir sambýli fatlaðra í Víðihlíð, Reykjavík, Hafnar- firði, á Akureyri og Selfossi. Sýndar eru svipmyndir úr lífi íbúanna og sagt frá þeirri aðstöðu sem boðið er upp á. Það var fyrirtækið Sýn hf. sem gerði myndbandið en félags- málaráðunytið, nánar tiltekið deild málefna fatlaðra, annast útlánþess. Síminner91-25000. Útgáfuefni um húsnæðis- og vistunarmál Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra hefur á undanförnum mánuðum átt þátt í útgáfu tveggja bæklinga um húsnæðis- mál. Annar bæklingurinn nefnist Ný viðhorf og fjallar hann um námsstefnu sem haldin var í fyrrahaust á vegum vinnu- og dvalarheimilisins að Hátúni 12 - Sjálfsbjargarhússins. Birt eru erindi sem Theodór A. Jónsson, Margrét Margeirs- dóttir og Guðrún Ögmunds- dóttir fluttu um hlutverk og starfsemi Sjálfsbjargarhússins og annarra stofnana fyrir fatl- aða. Það var landssambandið sem gaf þennan bækling út. Hinn bæklingurinn kom út á vegum átta almannasamtaka sem hafa stofnað með sér sam- ráðshóp um húsnæðismál. Samtök þessi eru auk Sjálfs- bjargar: Öryrkjabandalag íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, Stúdentaráð Háskóla íslands, Bandalag íslenskra sérskólanema, Sam- tök aldraðra, Búseti - lands- samband húsnæðissamvinnu- félaga og Leigjendasamtökin. Bæklingurinn ber heitið Þak yfir höfuðið og dregur nafn sitt af yfirskrift ráðstefnu sem hóp- urinn efndi til í fyrrahaust en þar var fjallað um félagslegar íbúðabyggingar. Það sem fram kom á þeirri ráðstefnu er stofn- inn í bæklingnum, td. er þar að finna drög að frumvarpi til laga um nýskipan félagslega íbúða- bygginga á íslandi sem hópur- inn hefur samið. Báða þessa bæklinga má nálgast með því að snúa sér til skrifstofu Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, Hátúni 12, Reykjavík. Síminn er 91- 29133. SJÁLFSBJÖRG 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.