Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 31

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 31
Snæbjörn Þórðarson, formaður Sjálfsbjargar á Akureyri: Ekki lengur spuming um líf eða dauða Það var komið fram í október 1958 þegar boðað var til stofnfundar Sjálfsbjargar á Akureyri. Þar hefur löngum verið blómlegt starf og svo er enn, þótt félagslífið mætti vera líflegra. Eða svo segir núverandi formaður, Snæ- björn Þórðarson, sem jafn- framt starfar hjá félaginu. “Við erum að gangsetja plastprentsmiðju sem við keyptum nýlega. Hún hét AKO-pokinn en við köllum hana AKO-plast. Við erum búin að kaupa vélar frá Taiwan og erum að byrja. Fyrirtækið var í eigu SIS og gekk fremur illa. Var því kennt um að það vantaði prentvél til að prenta á plastpokana. Nú erum við búin að kaupa prentvél og ætlum að snúa þróuninni við. Við erum bjartsýn á að reksturinn gangi vel.“ Það kemur sér eflaust ekki illa fyrir hið nýja fyrirtæki að Snæbjörn er lærður prentari og hefur unnið lengi sem slíkur í prentsmiðjum Akureyrar. Hann hefur gegnt formennsku í félaginu um fimm ára skeið og segir að félagsstarfið sé frekar dauft. “Það er erfitt að fá fólk til að mæta á fundi. Félaginu tekst ekki að höfða til ungs fólks, það er mikið af eldra fólki í félaginu. Þetta er sama þróun og í verkalýðsfélögunum. Eftir því sem meira vinnst því minna er að sameinast um. Hjá fötluðum eru mörg baráttumál komin á góðan rekspöl. Þetta er ekki lengur spurning um líf eða dauða. Þetta er tímanna tákn og við því verður að bregðast með því að finna annað form á félags- starfinu. Þar er engin patent- lausn til og fatlaðir eru engu síður en aðrir hrjáðir af tíma- leysi.“ - Sjálfsbjörg er með all umfangsmikinn rekstur á Akureyri, er það ekki rétt? “Jú, við rekum plastiðjuna Bjarg sem er verndaður vinnu- staður og framleiðir ýmislegt til raflagna. Bjarg er til húsa að Bugðusíðu en þar reisti félagið stórhýsi á árunum 1978-80. Auk Bjargs og AKO-plasts er þar ein fullkomnasta endur- hæfingarstöð landsins þar sem boðið er upp á bylgjur, nudd ofl. Loks tókum við í notkun í marsmánuði sl. nýtt íþróttahús sem við byggðum við hliðina á eldra húsinu. Það var byggt með látum og í bjartsýni og verður bara að koma í ljós hvort dæmið gengur upp. Árið 1984 var heildarskipu- lagi á starfi fatlaðra breytt. Við þá breytingu má segja að félög fatlaðra hafi misst frumkvæðið til svæðisstjórna en orðið að einskonar þrýstihópum. Það er til dæmis mun erfiðara fyrir Félagsmál okkur að safna fé til fram- kvæmda en áður. Fyrir breyt- inguna gátum við safnað fé og fengið styrki og lán á móti frá hinu opinbera svo fjárhæðin þrefaldaðist. Nú er þetta breytt og fjárstuðningur hins opin- bera rennur allur í gegnum Framkvæmdasjóð fatlaðra sem hefur mátt þola mikinn niður- skurð. Þessar breytingar höfðu í för með sér að við höfum fengið lítið fé úr Framkvæmdasjóði fatlaðra. Samt sem áður afréðum við að byggja 400 fer- metra íþróttahús, skipta því upp í fjóra sali og leigja þá út fyrir veggjabolta. Með því móti vonumst við til að fá inn fyrir byggingarkostnaði.“ - Hvernig hefur þessi rekstur gengið? “Hann hefur gengið ágæt- lega og ég á von á að svo verði áfram. Að vísu eigum við í æ harðari samkeppni við inn- fluttar plastvörur svo Bjarg er í dálítilli klemmu. Við njótum styrkja við reksturinn sem er þannig að hallinn á rekstri Bjargs og endurhæfingarstöðv- arinnar, sem er alltaf einhver, SJÁLFSBJÖRG 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.