Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Side 36
Smásaga
hugmynd um það, það sem þú áttir í eldhús-
skápunum.
Matur hvarf úr kæliskápnum þínum, ekki
gast þú séð það...
Samt sem áður... Stundum skeði ýmislegt
skemmtilegt.
Éins og til dæmis kvöldið sem þú rakst þig í
bjölluna þína þegar við elskuðumst... Og
starfsfólkið kom til að athuga hvað þig vanhag-
aði um...
Eða þegar þú afpantaðir ferðaþjónustu fatl-
aðra og það gleymdist að skrá það...
Þá vorum við líka í rúminu.
En tilfinningin að vera vöktuð og alltaf undir
eftirliti er mér mjög erfið. Ég er óvön að þiggja
hjálp eins og þú gerir, alveg óundirbúin því
hversu þú ert háður öðrum í þínu daglega lífi.
Ég brynjaði mig harðri skel og hélt starfs-
fólkinu frá mér. Til að bjarga því sem bjargað
varð af viðkvæmu einkalífi okkar og sjálfsvirð-
ingu minni.
Þú, ástin mín, varst alveg miður þín vegna
þess að ástmey þín gat ekki afborið herbergi
þitt og sambýliseldhúsið þitt sem heimili og
fólkið sem gerði líf þitt óbærilegt. Ekki gast þú
valið milli tveggja aðstæðna sem voru þér svo
mikils virði.
En, ástin mín, ekki getur barn alist upp hjá
þér...
í litlu eins herbergis íbúðinni þinni. Alls 23
fermetrar... Þú getur varla snúið þér við í
hjólastólnum þar.
Þú færð ekkert að vita... Guð, ástin mín,
hvað á ég að gera?
Sólin birtist aftur og vermir gæsahúðina
mína. Það er kuldi innra með mér. Sé að vagn-
inn stansar við Kungsporttorgið og enn fleiri
farþegar bætast við. Loftið í vagninum þyngist
og mér líður illa og ég vildi gjarnan fara út og
ganga upp eftir Avenyn.
En ég geri það ekki, ég sit áfram inniklemmd
í sæti mínu.
Stirð og hrædd.
Hrædd við hvað?
Sólin skín og speglar sig í trúlofunarhring
mínum.
Ég ber hann með stolti. Með öllu því stolti
sem sá sem elskar getur. En jafnvel blikið í risp-
uðu gullinu virðist vera óheillaboði.
Hvað óttast ég?
Að verða vísað á bug og verða einmana aftur?
Eins og þú? Að fá ekki að finna mjúka snert-
ingu við húð annarrar manneskju?
Hugsa sér að vera þvegið dag hvern af ein-
hverjum með hrjúfa plasthanska. Kalda og
hrjúfa. Mig langaði til að öskra, þegar þú sagðir
mér frá því.
Mig langaði líka til að öskra þegar þú sagðir
mér með grátstafinn í kverkunum frá því að á
ráðningarskrifstofunni hefðir þú, þú... verið
beðinn að vera þolinmóður, þar sem þú værir
svo erfitt tilfelli.
Þú með próf sem félagsráðgjafi. Góðan vitn-
isburð. Engin reynsla úr atvinnulífinu.
Ég grét hljóðum tárum, þegar þú sökkst
niður í ólýsanlegt þunglyndi af því þú hafðir
ekkert starf sem gaf lífi þínu innihald.
Ég grét niður í koddann á nóttunni, þegar þú
gast ekki sofnað án þess að taka töflur, bað til
guðs að hann gæfi þér aftur sjónina sem hann
stal frá fallegu augunum þínum, þegar þú varst
ellefu ára, ég bað til guðs að hann leiðrétti það
sem hann gerði heila þínum, þegar þú lást með-
vitundarlaus vegna súrefnisskorts.
Astin mín, hvað get ég gert?
Vagninn stoppar nú á Avenyn og ég flýti mér
að standa upp og brýst áfram fram eftir vagnin-
um. Ég kem að dyrunum og stíg út og anda
djúpt að mér, frjáls. Svitinn rennur niður eftir
baki mínu og lófar mínir eru rakir. Ég sé
hvernig vagninn hristist upp Avenyn og beygir í
átt að Berzeligötu og Korsvegi. Ég sný mér í átt
að Götatorgi og sé að vatnið sprautast kringum
Poseidon. Nei, ég hef ekki tíma til að standa
þarna og fylgjast með umferðinni. Ég fer fram
hjá nokkrum útiveitingastöðum og finn hvernig
fólk horfir á eftir mér.
Það fer taugatitringur af hræðslu niður eftir
baki mínu.
Ég er hrædd vegna framtíðar minnar.
Framtíðar okkar.
Þú spurðir mig eina nótt, ástin mín, þegar við
vorum heit og syfjuð, hvort ég vildi verða lífs-
förunautur þinn.
Það vildi ég.
Það vil ég ennþá.
En ég vil ekki að barn okkar alist upp hjá
aðeins öðru okkar, vegna þess að ekki eru til
íbúðir úti í bæ þar sem þú getur fengið þá
aðstoð sem þú þarfnast allan sólarhringinn,
íbúð sem myndi gera okkur kleyft að lifa eðli-
legu fj ölskyldulífi.
Ég kæri mig ekki um að neinn frá félagsmála-
34 SJÁLFSBJÖRG