Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Side 40
Tölvumál
d) skrá upplýsingar um ráð-
stefnur og námskeið á þessu
sviði.
í dag eru til ýmis hjálpartæki
sem byggja á nýtækni og létt
geta fötluðu fólki tilveruna.
Tölvan getur lesið texta og
skilað honum frá sér með
„gervitali“. Því miður er þessi
búnaður ekki ennþá til fyrir
íslenskt mál, en unnið er að
gerð íslensks „talgervils“ og
mun hann verða mikil búbót
fyrir blinda og sjónskerta.
Fyrir blinda eru einnig á
markaði blindraletursskjáir
(BRAILLE), en þeir gera-
blindum, sem kunna blindra-
letur, kleift að nýta sér kosti
tölvutækninnar. Einnig er hægt
að fá prentara sem prenta
blindraletur.
Nú er á boðstólum ýmiss
hug- og vélbúnaður til að
stækka texta á tölvuskj á þannig
að sjónskertir geta nýtt sér
tölvutæknina einnig má hér
nefna lestrar-skjái fyrir sjón-
skerta, en með þeim má stækka
upp letrið þannig að sjón-
skertir geti lesið það.
Einföld tölva með „mótaldi“
getur hjálpað þeim heyrnar-
lausu, og þeim sem á erfitt um
mál, að hafa samskipti við
umheiminn, bæði gegnum
síma og svo beint við viðmæl-
anda gegnum að skrifa á skjá-
inn eða prentara. Hér á landi
eru í notkun svokallaðir
„TEXTA-símar“, en með
þeim geta heyrnarlausir haft
samskipti sín á milli eða við
heyrandi.
Fyrir þroskahefta er til ýmis
vél- og hugbúnaður til að auð-
velda þeim samskipti við tölvur
og rétt er hér að nefna að unnið
er að gerð táknmáls-hugbún-
aðar (BLISS-máls) hér á landi
og eru miklar vonir bundnar
við þennan búnað.
Hjólastólar í dag byggja
þónokkuð á tölvutækni og
gerir það mikið fötluðum oft
kost á að hreyfa sig um og kom-
ast í samband við umheiminn,
einnig má fá búnað á stólana
svo hægt er að stjórna tölvu
beint með stjórntækjum
stólsins.
Að lokum er rétt að minnast
á að mikið er til af mismunandi
rofum til að auðvelda fötluðum
að nýta sér tölvur og tölvustýrð
hjálpartæki.
A vegum Norrænu nefndar-
innar um málefni fatlaðra er
unnið að ýmsum verkefnum
tengdum tölvum og fötlun og
vil ég hér nefna styrkveitingar
til ýmissa verkefna og upp-
byggingu gagnabanka yfir hug-
búnað, sem nýtist fötluðum og
er í notkun á Norðurlöndum.
Tölvumiðstöð fatlaðra er
ljúft og skylt að veita aðstoð
við fatlaða, aðstandendur
þeirra, stofnanir og aðra um
val á hentugum búnaði, mögu-
leikum á lánum eða styrkjum
til kaupanna auk annarrar
fyrirgreiðslu.
í haust mun Tölvumiðstöðin
standa fyrir námskeiðum fyrir
aðstandur fatlaðra, sem hafa
tölvur til umráða, í notkun
búnaðarins. Fyrsta námskeiðið
verður seinni hlutann í sept-
ember og er það grunnnám-
skeið í notkun BBC-tölva.
Námskeiðið er haldið í sam-
vinnu við Japís og verða þátt-
takendur um átta talsins. Inn-
ritun er hafin hjá Tölvumið-
stöðinni. Til að hægt sé að meta
þörfina á slíkum námskeiðum,
þá þurfum við að heyra frá
ykkur sem fyrst.
Miðstöðin er nú til húsa hjá
Hjálpartækjabankanum í
nýbyggingu við Sjálfsbjargar-
húsið, Hátúni 12, 105 Reykja-
vík og síminn er 689494.
Allir þurfa
þak yfir
höfuðið
Sjálfsbjörg, landssamband fatl-
aðra vill að ALLIR geti sjálfir
ráðið því hvar og í hverskonar
húsnæði þeir búa. Húsnæði þarf
að vera þannig úr garði gert að
fólk geti búið í því frá vöggu til
grafar, þó svo að það fatlist ein-
hverntíma á lífsleiðinni.
Jafnt fatlaðir sem ófatlaðir
eiga heima í almennum íbúða-
hverfum. öll höfum við ein-
hverjar sérþarfir sem ber að
uppfylla. Því verður að gera þá
kröfu til þjóðfélagsins að það
þjóni hagsmunum allra þegna
sinna.
Endurhæfing fatlaðra og
koma þeirra til arðbærrar vinnu
og lífs er oft bundin því að geta
snúið til baka til þjóðfélags sem
hægt er að komast um án hindr-
ana.
Þeir kostir, sem boðið er upp á
í húsnæðismálum, verða að ýta
undir sjálfstætt líf hins fatlaða
einstaklings. Jafnframt verður
að tryggja, að nauðsynleg þjón-
usta sé veitt.
Kjarni stefnu Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra i
þessum málaflokki felst í hug-
takinu „blöndun". Með blöndun
er átt við að fatlaðir eigi heima
innan um ófatlaða. til þess að
þetta megi takast verður að upp-
fyila ákveðnar kröfur:
• húsnæði verður að vera
aðgengilegt
• skipulag þarf að vera í lagi
• grundvallarþjónusta þarf að
vera fyrir hendi
• sjálfsákvörðunarréttur ein-
staklingsins verður að sitja í
fyrirrúmi.
Úr stefnuskrá
Sjálfsbjargar
38 SJÁLFSBJÖRG