Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 42

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 42
Ferlimál Þessa snjöllu lausn á aðgengi fatlaðra í tröppum er að finna í Vancouver í Kanada. heild, og leiðir það oft til yfir- stýrðra viðbragða í hina áttina eða til fegrandi yfirskins. Afleiðing slíkra viðbragða er sá ótölulegi og ólýsanlegi fjöldi einangrunarstofnana fyrir fatl- aða, aldraða og aðra, sem sjá má um allt, gegnandi þjóð- hagslega hagkvæmu hlutverki og berandi vott um skilvirka, mannlega forsjá gagnvart öllum þjóðfélagsþegnum. Við höfum sko tök á hlutunum. Rangor forsendur Þetta „að vilja hafa tök á hlutunum" er þegar rangur hugsanagangur, ef menn vilja hanna mannvirki fyrir fatlaða, því að hann gengur út frá eftir- farandi forsendum: 1. Fatlaðir hafa sérþarfir. 2. Við, hinir ófötluðu, vitum manna best, hverjar þessar sérþarfir eru og hvernig þeim skuli mætt. Því byggjum við heimili fyrir fatlaða eða, þegar best lætur, íbúðir fyrir fatlaða, þar sem allir fatlaðir geta búið í sátt og samlyndi. 3. Hinir fötluðu vilja láta ala önn fyri sér. Ef þeir nú kysu miklu fremur, að við sköpuðum þeim (hinar bygg- ingarlegu) forsendur, til þess að þeir gætu séð um sig sjálfir, litum við sennilega á það sem móðgun og van- þakklæti. 4. Hinum fötluðu ber að sýna þakklæti. Hversu fráleitur þessi hugs- anagangur er, verður hverjum og einum þegar ljóst, ef sett er annað orð í stað orðsins „fatl- aður“ hér að ofan, t.d. „arki- tekt“. Þá mundi sama klausan hljóða á þessa leið: 1. Arkitektar hafa sérþarfir. 2. Við, sem ekki erum arki- tektar, vitum manna best, hverjar þessar sérþarfir eru og hvernig þeim skuli mætt. Því byggjum við heimili fyrir arkitekta eða, þegar best lætur, íbúðir fyrir arki- tekta, þar sem allir arki- tektar geta búið í sátt og samlyndi. 3. Arkitektar vilja láta ala önn fyrir sér. Arkitektar, sem vilja fá að sjá um sig sjálfir, yrðu álitnir vanþakklátir. 4. Arkitektum bar að sýna þakklæti. Ef lesandanum finnst þetta dæmi ganga of nærri sér, má auðvitað setja eitthvert annað orð í staðinn fyrir „arkitekt“ eftir eigin vali, t.d. forstjóri, þingmaður, dyravörður eða stjórnmálamaður. Allir þessir hópar eru minnihlutahópar með sérþarfir og þyrftu því að búa sér, snyrtilega aðgreindir á forstjóraheimilum, þingmanna- heimilum, dyravarðaheimilum eða stjórnmálamannaheimil- um. Nú vildi einhver segja, að hér væri ólíku saman jafnað: Nefndir hópar séu allir andlega og líkamlega „í lagi“ og gætu þess vegna, gagnstætt fötluð- um, búið algerlega innan um aðra þjóðfélagshópa. En hvað er það þá, sem hindrar okkur, hina fötluðu, í að taka einnig þátt í lífi samborgara okkar, án takmarkana? Ekkert nema heimskulegar byggingatækni- legar hindranir. Sá, sem einu sinni hefur komið auga á þetta atriði, skilur einnig þá staðhæf- ingu mannsins í hjólastólnum, sem var vanur að segja, þegar svo bar undir „Ég er ekki fatl- aður, heldur hindraður.“ Allir hafa sömu þarfir Og allt í einu rennur upp ljós fyrir manni: Fatlaðir hafa ekki sérþarfir, heldur sömu þarfir og við öll hin. Þeir þurfa að komast á salerni á nokkurra klukkustunda fresti, hvort heldur er heima eða heiman, eins og við. Þeim þykir gaman að skreppa á veitingahús, á bjórstofu eða fá sér glas af víni, 40 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.