Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 44

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 44
Lögreglan er greinilega lítt hrifin af heimsóknum fatlaðra... Þegar hér var komið sögu, þurfti arkitektinn ekki nema smá hugkvæmni til viðbótar til að gera sér grein fyrir, að þessi fjögur herbergi voru eiginlega engin fatlaðraherbergi lengur, heldur ósköp venjuleg gesta- herbergi með mjög þægilegum baðherbergjum, sem enginn gestur hefur enn séð ástæðu til að amast við. Og þar sem unnt var að komast hjá hækkunum á heildarkostnaði vegna þessa með snjöllu fyrirkomulagi, ákvað hann að hanna öll her- bergin eins. Við hjá ráðgjafar- stöðinni höfðum það á tilfinn- ingunni, að maðurinn væri kominn á rétta braut, væri aftur farinn að beita arkitekts- hugkvæmni sinni, þróa eigin hugmyndir og hafa aftur ánægju af starfi sínu. Og ekki er Ioku fyrir það skotið, að sá góði maður muni við næsta tækifæri beita árangri þessarar andlegu og arkitektslegu kúvendingar sinnar við hönnun íbúðarhúsnæðis einnig. Prjár meginreglur Grundvallaratriðið við bygg- ingu íbúðarhúsnæðis er mjög einfalt. Sérhver íbúð, sem er hönnuð með þeim hætti, að mikill meirihluti fatlaðra getur Svona er aðgengið að Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar. komist inn um íbúðardyrnar og gert þar inni allt, sem ófatlaðir þurfa einnig að gera, er íbúð, sem hentar fötluðum, eða nánar tiltekið „aðlaganleg“ íbúð. Hvað er nú átt við með því? Arkitektinn þarf við hönnun íbúðarinnar að gæta að þremur einföldum grundvallarreglum: 1. Aðkoma í lóðréttu plani (hæðarplani) þarf að vera þreplaus. 2. Aðkoma í láréttu plani þarf að vera nógu breið (dyr, gangur). 3. Hreinlætistæki þeirra þurfa að vera nothæf fyrir fatlaða. ...og þeir eru heldur ekki velkomnir í Þjóðleikhúsið. Ef þessum þremur skil- yrðum er fullnægt, geta flestir fatlaðir annast vandræðalaust allt það, sem fylgir eðlilegu heimilishaldi, og einstaklings- bundinni aðlögun fyrir sér- staka fötlun er unnt að koma við hvenær sem er án óhæfilegs kostnaðar. Slík „aðlaganleg“ íbúð verður ekki dýrari fyrir það, sé hún hönnuð með hlið- sjón af fyrirliggjandi gögnum og af svolítilli hugkvæmni. Þess vegna má eins leigja hana ófötluðum sem ósköp venju- lega íbúð. Við viljum skora á alla arki- tekta, byggingaraðila og þá sem um byggingarmál fjalla hjá yfirvöldum, að líta ekki á þessar fáu grundvallarreglur sem hindranir, heldur sem hvatningu. Eins og sérhver arkitekt hyggur að fyrirmælum í byggingarreglugerð eða lög- málum burðarþolsfræði, eins eðlilegt ætti að vera, að hann myndi eftir fötluðum, áður en bygging mannvirkja er hafin. Komi upp vafaatriði eða vanda- mál við hönnun, er hjálpar áleiðis að vænta með símtali við ráðgjafarstöðina eða við einhverja af svæðisstöðvum ráðgjafar- og upplýsingaþjón- ustunnar. 42 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.