Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 46

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 46
Ferlimál niður undir Hljóðakletta enda þótt þú hafir komist það eftir sæmilegum slóðum áður en við ákváðum hvert fatlaðir ættu að komast. Stígarnir að þessum stöðum eiga bara að vera göngugötur og það helst þröngar. Hólmatungur. Nei, heyrðu mig nú. Það er ekki fyrir þig að hugsa um þær. Það var nú bara þegar bændurnir í Kelduhverfi höfðu eitthvað um þær að segj a að þú og þínir líkir gátu séð lækinn þar, alla foss- ana og þetta sérstæða gróður- samfélag. Menn verða sko að hafa töluvert fyrir því að fá að sjá þannig staði. Þú kemst efinþá niður í Vesturdal og hann er líka fallegur." Ég er í þeim hópi sem er ekki gangandi og hef verið það í 33 ár. Það er að vísu erfitt að dæma í eigin málum en mér finnst að hér hafi verið á mér og mínum brotið. Mér finnst sárt og ósanngjarnt að við skulum ekki lengur fá að sjá þær perlur íslenskrar náttúru sem „al- menningi" eru sýndar og til þess að gera auðvelt að sýna okkur líka ef vilji Nátt- úruverndarráðs og starfs- manna þess væri fyrir hendi. Það er nauðsynlegt að vernda fallega staði og skipu- leggja umferð um þá og sjálf- sagt að banna akstur utan vega og slóða á slíkum svæðum. Én ég tel að óþarfar hindranir séu lagðar á braut okkar með því að loka fyrir létta rólega bílaumferð á þegar lögðum vegum og stígum. Þá finnst mér að það þurfi ekki að spilla náttúru landsins neitt að ráði þótt gangandi þjóðgarðs- gestum yrði beint í ríkara mæli á það breiða göngustíga að léttir bílar kæmust um þá á hægri ferð. í nágrannalöndum okkar er fötluðum leyft að aka sums staðar þar sem velgang- andi er bannað að aka. Sjálf- sagður hlutur. Á Akureyri er fötluðum leyft að aka um göngugötuna enda finnur maður sig velkominn þar. Á síðasta þingi Sjálfsbjargar var m.a. rætt og ályktað um aðgengi fatlaðra að þjóð- görðum og friðlýstum svæðum. Var samtökum okkar falið að leita úrbóta í þeim efnum. Ég vil trúa því að Náttúruverndar- ráð og aðrir, sem með þetta hafa að gera, taki málaleitan okkar manna vel og finni þær lausnir á hverjum stað sem öllum er sómi að. Sanngjarnar og góðar reglur kalla fram já- kvætt hugarfar og ánægjuleg samskipti. Stiginn sem breytist í lyftu, eða lyftan sem verður að stiga Við rákumst á þessa hugmynd í sænsku blaði. Þetta er ákjósanleg lausn þar sem ekki er um mikinn hæðarmismun að ræða og takmarkað húsrými. Á myndinni til vinstri sést stiginn eins og hann er venjulega, en til hægri hafa tröpp- urnar verið jafnaðar út með stýribúnaði sem jafnframt lyftir stiganum upp og niður eftir þörfum. í þessu tilviki er um að ræða rúmlega hálfs meters hæðarmismun, lyftan ber 500 kíló og rúmar hæglega hjólastól. 44 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.