Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 49
Námskeið fyrir foreldra
og aðstandendur
fatlaðra bama
Allt frá árinu 1984, hafa félögin Þroskahjálp, Styrktar-
félag lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna og
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, staðið fyrir nám-
skeiðahaldi fyrir aðstandendur fatlaðra barna. Sam-
starf um svo brýnt mál, varð að raunveruleika fyrirtils-
tuðlan Sjálfsbjargar Isf., en á þingi Sjálfsbjargar 1984,
var gerð ályktun þess efnis, að Sjálfsbjörg skyldi beita
sér fyrir foreldrafræðslu í samstarfi við önnur hags-
munafélög fatlaðra.
Námskeið þessi urðu að raun-
veruleika, og var fyrsta nám-
skeiðið haldið í Ölfusborgum í
nóvember 1984.
Hófst samstarfið frá og með
því námskeiði í Ölfusborgum.
Þessi samtök mynda síðan
bakhóp, sem samanstendur af
fulltrúa frá hverju félagi, ásamt
foreldrafulltrúum. Einnig situr
framkvæmdastjóri námskeið-
anna alla fundi bakhópsins, og
boðar fundi eftir því hvað er að
gerast, en allar ákvarðanir
varðandi námskeiðin eru
teknar í bakhóp.
Frá þessum tíma hefur þetta
starf verið stöðugt, og haldin
hafa verið 15 námskeið, flest í
Reykjavík, en farið hefur verið
um allt land. (Akureyri, Aust-
firði, Vestfirði, Vestmanna-
eyjar og víðar). Alls hafa tekið
þátt í þessum námskeiðum um
250 foreldrar.
Þessi námskeið hafa verið
svokölluð grunnnámskeið, og
hefur þar verið fjallað um m.a.
tryggingamál, þjónustu og sál-
fræði- og læknisfræðilega hlið
mála, s.s. greiningu og kreppu-
kenningar og einnig hefur
verið fjallað um þjálfun og
hjálpartæki. Þetta námskeið
var mjög stórt í sniðum, með 6
fyrirlesurum og foreldrafull-
trúa, auk þess sem boðið var
upp á barnagæslu og voru
Eftir Krístínu
Jónsdóttur,
þroskaþjálfa
börnin í umsjá sérmenntaðs
starfsfólks.
Þessi námskeið tókust í alla
staði ákaflega vel -og var
ánægja foreldra (aðstandenda)
mjög mikil, en við sáum það á
því, að í lok hvers námskeiðs
var gert námskeiðsmat.
Það varð síðan úr að okkur
þótti tími til kominn að þróa
þessi námskeið áfram og var
settur saman vinnuhópur til
þess að koma með tillögur um
það hvernig frámhald þessara
mála gæti orðið. Vinnuhópur-
inn kom síðan með tillögur að
fernskonar námskeiðum. Þau
eru þessi:
1. Grunnnámskeið.
2. Námskeið fyrir foreldra
barna á forskólaaldri.
3. Námskeið fyrir foreldra
unglinga.
4. Fullorðinsárin.
Samþykkt var að byrja á því
að hafa námskeið fyrir foreldra
forskólabarn, svo og foreldra
unglinga.
Einnig var samþykkt að
Greiningar- og ráðgjafarstöð
ríkisins myndi taka yfir grunn-
námskeiðin, þar sem þeir væru
í mestum tenglsum við foreldra
yngri barna svo og hefðu þeir
yfirsýn yfir allar nýfatlanir hjá
börnum. Greiningarstöðin
hefur nú þegar haldið tvö
námskeið.
SJÁLFSBJÖRG 47