Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Page 51
Félagsmál
Hátíð í Holstebro
Holstebro er jóskur bær sem
lét ekki mikið yfir sér fyrr en
seint á sjöunda áratugnum. Þá
bar það við að ný bæjarstjórn
tók við völdum, réði nýjan
bæjarstjóra og endurskipu-
lagði í samráði við hann allt
ytra og innra útlit bæjarins.
íbúarnir, sem þá voru um
55.000 sáu bæ sinn gjörbreytast
á örskömmum tíma. Gatna-
kerfi miðbæjarins stóð á
gömlum merg og götur voru
þröngar og krókóttar en urðu
brátt að hellulögðum göngu-
götum og stígum með gróður-
skreytingum og útikaffihúsum.
Nýir hjólreiða- og göngustígar
voru lagðir svo komast mætti
leiðar sinnar um bæinn þveran
og endilangan á auðveldan
og hættulítinn hátt. Leikhús-
og tónlistarlíf blómstraði og
ekki var óalgengt að einu sýn-
ingar þekktra, erlendra lista-
manna í Danmörku væru ein-
mitt í Holstebro. Sjálftnafnið á
bænum á að sögn rætur í fornu
máli og þýðir staðurinn á
hólnum við þrúna og víst er um
það að bærinn stendur á hól við
sjálfa Stórána og brúin er yfir
besta vaðið. Miklar leifar frá
steinöld hafa fundist á þessu
svæði og bera þær vitni um bú-
skaparlag og háttu þess tíma.
Holstebro er þó enginn stein-
aldarbær heldur iðandi af lífi
og fjöri og þar er fundið upp á
nýjungum sem enginn hefur
heyrt um fyrr. Æskulýðs-
samtök fatlaðra í Danmörku
héldu námskeið í Holstebro
síðastliðið sumar og nefndu
námskeiðið ekki óvirðulegra
nafni en „Asnastu núna asninn
þinn“. Þetta er að vísu lausleg
þýðing. Námskeiðið var haldi á
Lýðháskólanum í Holstebro og
þátttakendur voru bæði fatl-
aðir og ófatlaðir. Þeir störfuðu
í tónlistarhóp, leiklistarhóp og
búningahóp svo eitthvað sé
nefnt og áttu að sögn dýrlega
daga og langar vökunætur við
undirbúning sýninga og margs-
konar prakkaraskaps.
Námskeiðið stóð í 13 daga
og einn þátttakenda lýsir
skemmtilega starfi og leik
þennan tíma í septemberút-
gáfu blaðs fatlaðra í Dan-
mörku. Setið var við sauma-
vélar til morguns, saumuð
hjólastóladýr og stultubuxur
og hattadömur bjuggu til
nýstárlega hatta á karla jafnt
sem konur. Einn daginn var
farið í litríka og fjölbreytilega
skrúðgöngu eftir göngu-
götunum. Stundum týndust
heilu saumavélarnar og karl-
leikarar litu út eins og stroku-
hermenn frá Prússlandi þegar
þeir voru búnir að setja upp
nýsaumaða og pressaða hatt-
ana. Ekki má heldur gleyma
gipsgrímum af ýmsu tagi.
Viku eftir að námskeiðinu
lauk setti einn þátttakenda
niður á blað hugleiðingu um
námskeiðið og spurði sig þá
m. a. að því hvað væri fötlun og
komst að þeirri niðurstöðu að
hún gæti ekki gert sér grein
fyrir hverjir voru fatlaðir og
hverjir ófatlaðir á námskeið-
inu. Hún mundi hins vegar vel
eftir hverjum henni fannst
gaman að starfa með og
hverjum ekki. Ein af starfs-
stúlkum skólans sagði henni að
þau hefðu álitið þetta vera
námskeið fyrir fatlaða en
reyndin orðið sú að þetta var
leik- og tónlistarnámskeið eins
og öll önnur námskeið skólans.
- Gaman gæti verið að efna til
svipaðs námskeiðs hér á landi.
SJÁLFSBJÖRG 49