Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Page 52
Atvinnumál
Magnús (t.h.) og Einar Einarsson verkstjóri við nýju vélina sem mótar plastbakka.
Ný vinnustofa í Reykjavík
Við Dvergshöfða 27 er nú
verið að setja á stofn vinnu-
stofu á vegum Sjálfsbjargar í
Reykjavík. Framkvæmda-
stjóri hefur verið ráðinn og
heitir hann Magrtús Hall-
dórsson, 41 árs reykvík-
ingur. Útsendari Sjálfs-
bjargar ræddi við Magnús í
sumar um reksturinn sem er
í þann veginn að hefjast.
“ Við erum að fá vél frá Ítalíu
sem framleiðir plastöskjur, td.
utan um smjör, óg bakka undir
egg, hamborgara o.þ.h. Við
fáum efnið í umbúðirnar til-
búið á filmu og vélin mótar
þær. Hún prentar ekki á þær en
næsta skrefið yrði einmitt að
kaupa ódýra prentvél. Síðan
þyrfti að fá búnað til að fram-
leiða filmuna því með núver-
andi fyrirkomulagi nýtist hún
ekki nándar nærri nógu vel.
Þetta er stærsta fjárfestingin
en vélin kostar um 11 miljónir
með mótunum. Auk þess erum
við komin með vélar fyrir svo-
nefndar skinn- og blister-
pakkningar. Þær þekkir fólk
td. utan um skrúfur og smá-
hluti ýmiss konar. A tveimur
vinnustofum fatlaðra er unnið
við slíkar pakkningar og því
höfum við haldið að okkur
höndunum. Við höfum hins
vegar fengið verkefni og ætlum
að hefjast handa með haustinu
við að pakka inn brauði í sjálf-
sala fyrir Rauða krossinn."
- Hvernig hefur gengið aðfjár-
magna þessi vélakaup?
“Það hefur nú gengið á ýmsu
í þeim efnum. A þessu ári
sóttum við um 9 miljónir úr
Framkvæmdasjóði fatlaðra en
fengum 3. Það setti okkur í
verulegan bobba því við vorum
búin að skuldbinda okkur
gagnvart framleiðendum vélar-
innar. Það er búið að setja hlut
Reykjavíkurfélagsins í Hátúni
12 að veði fyrir henni og nú
vitum við ekki hversu lengi við
verðum að greiða skuldina.
Við höfum farið á fund fjár-
málaráðherra, aðstoðarmanns
hans og fjárveitingarnefndar
og beðið um aukafjárveitingu
en um það er ekki að ræða á
50 SJÁLFSBJÖRG