Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Page 53

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Page 53
þessu ári. Þá er bara að vona að betur gangi á næsta ári og fleyta sér áfram á lánum. En það er dýrt, ef við höfum 10 miljónir að láni þurfum við 3 miljónir til að greiða vextina.“ - Hvenœr má búast við að starfsemin verði komin ífullan gang? “Við erum orðnir þrír núna, verkstjóri, aðstoðarmaður við framleiðsluna og ég. Að loknum sumarfríum verður farið að huga að frekari mannaráðningum og ætlunin er að hér verði 10 manns komnir í hálfs dags störfum þegar líður fram á haustið. í fyllingu tímans verður hægt að útvega 40-50 manns hálfs dags störf hér en það verður ekki fyrr en þrjú ár eða svo.“ Magnús Halldórsson, framkvæmda- stjóri hinnar nýju vinnustofu Sjálfs- bjargar á Ártúnshöfða. Atvinnumál - Og teljið við vera markað fyrir framleiðslu ykkar? “Já, við teljum það og okkur hefur þegar orðið verulega ágengt við að afla verkefna. Það hafa orðið nokkrar umræður um pökkunina sem ég nefndi áðan og ég er ekki fjarri því að sú umræða hafi komið niður á fjárveitingum til okkar. Þær umræður snúast einmitt um það hvort næg verk- efni séu fyrir fleiri hendur en vinna nú þegar að svona pökkun. Við teljum svo vera en um það eru ekki allir á eitt sáttir. Hins vegar snerta þær umræður aðeins lítinn hluta af þeirri starfsemi sem hér er fyrirhuguð í framtíðinni," sagði Magnús Halldórsson, framkvæmdastjóri. _ Sundmót Sjálfsbjargar í Vestmannaeyjum er orðinn árviss atburður í starfi félagsins, eða allt frá árinu 1977 er fyrst var til þess stofnað. Veitt eru verðlaun fyrir bestan árangur í 100 m bringusundi samkvæmt stigagjöf Alþjóða sundsambandsins. Miðað er við að þátttakendur séu 12 ára og yngri. Hlýtur sá keppandi, sem bestum árangri nær farandbikar til varðveislu í eitt ár og verðlaunapening til eignar. Á síðasta ári var einum bikar bætt við svo bæði stúlkur og piltar fengju notið þrotlausra æfinga sinna fyrir mótið. Sundmót Sjálfsbjargar hefur verið ákaf- lega vinsælt meðal barnanna. Sigurvegarar síðast móts voru: Elísa Sigurðardóttir og Pétur Eyjólfsson. SJÁLFSBJÖRG 51

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.