Fréttablaðið - 19.03.2022, Síða 2

Fréttablaðið - 19.03.2022, Síða 2
Þegar Clayton Echard, pipar- sveinninn í Bachelor, var í sárum vegna þess að Susie hafði farið frá honum, leitaði hann í Hallgrímskirkju þar sem kórinn söng lag Þorvalds Arnar Davíðssonar, Vaktu minn Jesú, vaktu yfir mér, sem er texti úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Við áttum smá spjall um þetta og komumst að því að sumir hlutir eru einfaldlega of fyndnir til að segja nei við,“ segir Steinar Logi Helgason, kórstjóri Hallgrímskirkju, en kórinn söng á ögurstundu pipar- sveinsins Clayton Echard hér á landi, þar sem hann var að leita að ástinni. Lokaþættir nýjustu seríu Bachelor voru teknir upp á Íslandi í haust og sýndir í sjónvarpi í síðustu og þess- ari viku. Þegar kórinn hóf upp raust sína var Clayton í sárum eftir að einn keppandinn, Susie, hætti með honum. Hjartað var enn hjá Susie en lokaþættirnir urðu ótrúlega drama- tískir og eftirminnilegir. Clayton leitaði til trúarinnar og birtist myndskeið í næstsíðasta þættinum af honum í Hallgríms- kirkju þar sem hann leitaði svara við öllum sínum spurningum. Undir hljómaði lagið Vaktu minn Jesú, vaktu yfir mér, sem er texti úr Passíusálmunum, en Þorvaldur Örn Davíðsson útsetti. Steinar stýrði kórnum af festu enda mátti ekkert klikka – slík var spennan. Atriðið er þegar umtalað í Bachelor-heimum en aðdáendur þáttaraðarinnar telja milljónir um heim allan. „Ég hafði fyrst áhyggjur af að þetta væri full dramatískt fyrir þátt- inn en ég hef heyrt að mikið hafi gengið á þannig að það var kannski bara viðeigandi að við værum í sálu- sorgarahlutverki í kirkjunni,“ segir Steinar, en framleiðendurnir höfðu séð kórinn flytja lagið og úr varð að íslenskur Passíusálmur heyrðist í bandarísku raunveruleikasjónvarpi eins og það gerist best. „Þetta kom upp í hendurnar á okkur, að framleiðendurnir vildu taka upp í Hallgrímskirkju og vildu hafa kór. Ég sagði nú að það yrði að bera undir hópinn,“ segir Steinar, en hann setti fram kröfuna um að íslensk tónlist myndi heyrast – svo eftir var tekið. „Þau frá Bachelor höfðu séð myndband frá kórnum þar sem við syngjum þetta lag sem við og gerðum. Maður veit ekki hvort maður eigi að vera stoltur eða skammast sín að koma Passíusálmunum inn í Bac- helor,“ segir hann og hlær, en Steinar viðurkennir að hafa ekki séð einn einasta þátt af þáttaröðinni vinsælu sem sýnd er í Sjónvarpi Símans. Hann bendir þó á að nokkrir Bac- helor-sérfræðingar leynist í kórnum og mikill meirihluti hafi verið sam- mála um að taka þátt í þessu verk- efni. „Þetta var ákvörðun sem við tókum í sameiningu og það var yfir- gnæfandi meirihluti á því að þetta væri fyndið og skemmtilegt að fá að taka þátt í. Ég var sammála því.“ Kór Hallgrímskirkju syngur á Boðunardegi Maríu á sunnudag á tónleikum sem hefjast hálf sex og er nóg að gera.  „Svo seinna í vor erum við með stóra tónleika með barokkbandinu Brák, sem er mjög spennandi verkefni.“ ■ Forsetinn fagnaði fjölbreytileikanum Í tilefni af alþjóðadegi fólks sem er með Downs heilkenni, á mánudag, klæddi Guðni Th. Jóhannesson forseti sig í mislita sokka þegar hann tók á móti sendi- nefnd félags áhugafólks um Downs heilkennið. Mislitu sokkarnir tákna umburðarlyndi og fjölbreytileika. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is Útboð 20191 - Ljósbúnaður fyrir Þjóðleikhúsið Ríkiskaup fyrir hönd Þjóðleikhússins óska eftir tilboðum í eftirfarandi ljósbúnað: • Hreyfiljós Spot/Profile • Hreyfiljós Wash • Fastljós Wash • Upphengjur fyrir ofangreint Samið verður við einn aðila um viðskipti þessi. Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum, sem verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa ( www.rikiskaup.is ), miðvikudaginn 18. nóvember nk. Tilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík þar sem þau verða opnuð 22. desember 2015, kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is Útboð 21627 BYGGING HJÚKRUNARHEIMILIS Í HVERAGERÐI Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Heilbrigðisráðuneytið og Hveragerðis- bær, auglýsa eftir umsóknum byggingaraðila (aðalverktökum) um þátttöku- rétt í lokuðu alútboði á fullnaðarhönnun og byggingu 22 rýma hjúkrunar- heimilis andspænis núverandi dvalar- og hjúkrunarheimilinu ÁS við Hvera- hlíð 19 í Hveragerði. Hér er um að ræða forval, þar sem aðilar verða valdir með tilliti til hæfi og reynslu. Leitað er að aðilum, sem geta tekið að sér að hanna og byggja 22 rýma hjúkrunarheimili fyrir fasta fjárhæð samkvæmt alútboðsaðferð. Áætluð húsrýmisþörf er 1.430 m2 (BR). Gögnin eru á útboðsvefnum www.Tendsign.is, útboðsnúmer 21627. Óski þátttakendur frekari upplýsinga má senda fyrirspurn í útboðskerfinu. Sálusorgarar á ögurstundu í ástarleit Clayton hér á landi Steinar Logi stýrir kórnum á meðan Clayton situr í Hallgrímskirkju og veltir fyrir sér næstu skrefum. MYNDIR/SKJÁSKOT ÚR SJÓNVARPI SÍMANS Maður veit ekki hvort maður eigi að vera stoltur eða skammast sín að koma Passíu- sálmunum inn í Bac- helor. Steinar Logi Helgason, kórstjóri Hallgrímskirkju kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Þeim fækkar sífellt sem fá íslenskan ríkisborgararétt í sam- ræmi við ákvörðun stjórnvalda. Árið 2020 fengu 395 útlendingar íslenskan ríkisborgararétt, sem er það minnsta í áratug og innan við helmingur af fjölda ársins 2015 þegar 801 fékk ríkisborgararétt. Síðan árið 2015 hefur talan lækk- að mjög hratt. Niður í 703 árið 2016, 637 árið 2017, 569 árið 2018 og 437 árið 2019. Meirihluti þeirra sem fengu rík- isborgararétt árið 2020 koma frá öðrum Evrópuríkjum, 269 manns. Þar af 134 frá Póllandi, 27 frá Eystra- saltsríkjunum, 8 frá Úkraínu og 7 frá Rússlandi. Nokkur fjöldi kemur frá Asíu, þar af 19 frá Tælandi og 13 frá Filippseyjum. ■ Sífellt færri fá ríkisborgararétt Alþingi hefur heimild til að veita ríkisborgararétt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR olafur@frettabladid.is VIÐSKIPTI Ársreikningur Íslands- pósts fyrir 2021 bendir til verulegs taps á innlendri póstþjónustu. Erfitt er að meta nákvæmlega hve mikið tapið er vegna þess að Íslands- póstur veitir ekki upplýsingar um sundurliðun þátta. Hagnaður af rekstri Íslandspósts var 255 milljónir á síðasta ári. Án 563 milljóna framlags ríkisins vegna alþjónustuskyldu hefði tapið numið meira en 300 milljónum. Fyrir liggur að jákvæð afkoma er af millilandapóstsendingum. Tapið af innlendri póstþjónustu er því líklega meira en 300 milljónir. Fréttablaðið hefur óskað eftir upp- lýsingum frá Íslandspósti og Byggða- stofnun, sem hefur eftirlitshlutverk gagnvart Íslandspósti, um hvernig tapið samræmist 3. mgr. 17. gr. laga um póstþjónustu nr. 98/2019, sem kveður skýrt á um að gjaldskrár fyrir alþjónustu skuli taka mið af raun- kostnaði að viðbættum hæfilegum hagnaði. Einnig hefur Fréttablaðið beðið innviðaráðuneytið, sem fer með eftirlit gagnvart Byggðastofnun, um að útskýra afstöðu sína, en því hefur verið haldið fram að ofangreind lög séu „óvirk“, hvernig sem svo má vera með gildandi lög. ■ Ársreikningur bendir til mikils taps Verulegt tap virðist hafa orðið á inn- lendri póstþjónustu á síðasta ári. 2 Fréttir 19. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.