Fréttablaðið - 19.03.2022, Síða 8

Fréttablaðið - 19.03.2022, Síða 8
 KEF-LON AEY-LON Flugfargjald (fram og til baka) 103.600 114.660 Akstur innanlands 16.000 2.200 Veitingar innanlands 10.000 5.000 Bensín innanlands 15.624 0 Parking KEF (7 dagar) 12.250 0 Gisting KEF (1 nótt) 21.300 0 Vinnutap/orlof (2 dagar) 48.334 0 227.108 116.860 Sparnaður við AEY 110.248 Dæmigerður ferðakostnaður Akureyrings Forsendur n Hjón á vikuferðalagi með handfarangur og velja sæti saman n Slembidagsetningar valdar n 2 orlofsdagar notaðir til aksturs til og frá Keflavík – laun beggja áætluð 580.000/mánuði og 24 orlofsdagar á ári n Meðalverð á gistingu eina nótt í Keflavík n Akstur og eldsneyti: 800 kílómetrar fram og til baka, 6,3l dísel/100km og 20 kr. viðhald/km Norðlendingar binda miklar vonir við betri lífsgæði með greiðum flugsamgöngum út í heim. 70% útlendra sem hafa komið til Íslands vilja út á land. bth@frettabladid.is SAMGÖNGUR  „Bókanir hafa farið vel af stað og eru framar væntingum. Það er líka áhugavert að heyra af því að útlendingar séu farnir að breyta fyrri hótelbókunum sínum til að aðlaga dvölina að flugáætlun Niceair,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Niceair. Hið norðlenska flugfélag opnaði bókanasíðu félagsins í fyrradag. Má sjá af viðbrögðum Norðlendinga á samfélagsmiðlum að mikil ánægja hefur skapast bæði með f lugtíma og verð. Áætlanaflug hefst frá Akureyrar­ flugvelli í byrjun júní. Fyrsta flugið verður til Kaupmannahafnar en einnig verður f logið til London og Tenerife. Þorvaldur Lúðvík segir áætl­ unarf lugið fyrstu reglubundnu samgöngurnar milli Akureyrar og umheimsins í meira en hundrað ár. „Við getum talað um að það þurfi að fara aftur til þess tíma þegar Gránu­ félagið var og hét í siglingum, þegar síðast voru reglubundnar samgöng­ ur við útlönd frá Akureyri,“ segir Þorvaldur Lúðvík. „Samfélög geta ekki þroskast að fullu nema hafa alþjóðasamgöngur, til viðbótar við fólk, fjármagn, tækni og fjarskipti,“ bætir hann við. Þorvaldur Lúðvík bendir á að burtséð frá jákvæðum tækifærum fyrir heimamenn hagnist Ísland allt með greiðari aðgangi erlendra ferðamanna sem víðast um landið. „Rannsóknir sýna að 70% far­ þega sem hafa komið til Íslands og vilja koma aftur, vilja komast beint út á land. Þeir eru þá búnir að sjá Gullfoss, Geysi, suðurströndina og Reykjavík, sem er fínt, en nú stækk­ ar kakan og auðveldara verður að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur í markaðssetningu Íslands.“ Atli Örvarsson tónskáld er í hópi fjárfesta Niceair. „Sannleikurinn er sá að þegar fólk á þessu svæði vill komast til útlanda hafa iðulega farið tveir dagar í ferð­ ina, sem þýðir vinnutap, kostnað við að koma sér suður og kostnað við gistingu í Reykjavík eða í Kefla­ vík. Nú munum við vakna á kristi­ legum tíma að morgni dags, það tekur mig fimm mínútur að fara út á flugvöll, svo lendir maður í London fjórum tímum síðar. Þetta verður algjör bylting,“ segir Atli. Hann segist hafa tekið þátt í stofnun hlutafélagsins vegna þess að vandfundið sé gagnlegra verk­ efni. Hann nefnir sem dæmi að við­ skiptavinir SinfonIa Nord hafi sagt að ef beint flug væri milli Akureyrar og London gætu viðskipti aukist til mikilla muna. Því séu ótalmargir fletir á jákvæðum áhrifum af stofn­ un flugfélagsins og þess vegna hafi hann ákveðið að taka þátt og sitja í stjórn félagsins. „Ég held líka að þegar verður búið að opna þessa gátt milli umheimsins og Akureyrar geti orðið mikil jákvæð menningarleg breyting,“ segir Atli. n Bókanir Niceair byrja vel Bókanasíða flugfélagsins norðlenska opnaði í fyrradag og áætlunarflug hefst í byrjun júní. MYND/AÐSEND Atli Örvarsson, tónskáld og fjár- festir í Niceair arib@frettabladid.is DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja­ víkur vísaði í gær frá máli ÁTVR gegn Þórgný Thor odd sen, eiganda áfengisverslunarinnar Bjórlands. Í gær var einnig vísað frá máli ÁTVR gegn áfengisversluninni Sante. Líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins í september í fyrra taldi ÁTVR að þar sem það hefði einkarétt á áfengissölu þá hefði það aðkomu að málinu, þar að auki gæti verslunin ekki búið við réttar­ óvissuna. Innanríkisráðuneytið hefur vísað til dómstóla um lög­ mæti Bjórlands og Sante Í úrskurðinum segir að stefnan beri þess merki að verið sé að reyna að fá dómstólinn til að skera úr um hver megi selja áfengi, slíkt sé ekki á forræði ÁTVR. Þó svo að ÁTVR sé með einkarétt teljist það ekki meðal verkefna að viðhalda honum. Var ÁTVR dæmt til að greiða tæpa millj­ ón króna í málskostnað. n Ekki ÁTVR að verja einkarétt sinn Parket Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14. Komdu við og ræddu við sérfræðinga Parka og fáðu faglega ráðgjöf Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570 AÐAL FUNDUR Félagið veitir ferða- styrk til þeirra félags- manna sem búa í meira en 40 km fjarlægð frá fundarstað. Félags iðn- og tæknigreina 2022 verður haldinn laugardaginn 26. mars kl. 11 að Stórhöfða 31, jarðhæð. Gengið inn Grafarvogsmegin. Dagskrá: 1. Skýrsla félagsstjórnar um starf félagsins á liðnu starfsári. 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til umræðu og afgreiðslu. 3. Ákvarðanir teknar um ávöxtun sjóða félagsins. 4. Kjöri stjórnar lýst. 5. Kosning trúnaðarráðs, kjörstjórnar, skoðunarmanna reikninga, og uppstillinganefndar. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Tillögur um fulltrúa á ársfundi lífeyrissjóða sem FIT er aðili að. 8. Önnur mál. Hádegismatur í boði félagsins. Stjórnin Athugið að gildandi reglum um sóttvarnir verður fylgt á fundinum. 8 Fréttir 19. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.