Fréttablaðið - 19.03.2022, Síða 12
© GRAPHIC NEWSHeimildir: Institute for the Study of War, UK Ministry of Defence, Reuters
Innrás í Úkraínu
PÓLLAND
SLÓVAKÍA
UNGVERJALAND
RÚMENÍA
MOLDÓVA
SVARTAHAF
Lvív
Donetsk
Lútsk
Dnípro LúhanskKríjvíji
Ríh
Karkív
Kænugarður Súmíj
Konotop
Sjostka
Gomel
Tjernív
Odesa
Míjkolaíjv
Kerson Berdíjansk
Melítopol
Zaporizhzhia
Maríupol
Ívano-
Frankívsk
Ú K R A Í N A
HVÍTA-RÚSSLAND R Ú S S L A N D
KRÍMSKAGI
DONBASS-
SVÆÐIÐ
100 km
1
2
3
4
5
6
8
7
Borgir
undir
stjórn
Rússa
Svæði undir
stjórn Rússa
Sókn Rússa
Umkringdar borgir
Átakasvæði
Kænugarður: Harðar árásir á
borgina. Hersveitir Úkraínu ollu
miklum skaða á sveitum Rússa
norðvestan við borgina.
Kerson: Rússar færðu þyrlu©ota
eªir loªárásir Úkraínumanna.
Odesa: Rússar hafa fært 810.
fótgöngulið sjóhersins til Maríupol,
líklegt er að hersveitin eigi að
ganga á land nærri Odesa.
Lvív: Sex ©ugskeytum skotið á
borgina en átökin hafa hingað til
ekki náð svo langt vestur.
Maríupol: Rússar reyna að komast
inn í borgina úr austri og vestri.
Meira en tvö þúsund almennir
borgarar liggja í valnum.
Tjernív: 53 almennir borgarar látnir.
Súmíj: Skriðdrekasveitir Rússa
fastar í svaði sunnan við borgina.
Karkív: Harðar árásir á borgina.
Mikið mannfall hjá Rússum, Ígor
Níkolaev, ofursti 252. hersveitar,
þar á meðal.
1
6
7
8
5
3
4
2
HAFNARFJÖRÐUR, NÓNHAMAR
OG HRINGHAMAR Í HAMRANESI
Opið fyrir umsóknir vegna nýrra leiguíbúða
Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir umsóknir vegna
nýrra leiguíbúða í Hamranesi í Hafnarfirði.
Umsóknir og nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins
www.bjargibudafelag.is
Rússar segja að barist sé í mið
borg Maríupol. Forsvarsmenn
Matvælaáætlunar Sameinuðu
þjóðanna hafa miklar áhyggj
ur af fæðuöryggi í landinu.
arib@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Fæðuframboð í Úkraínu
er í mikilli hættu að mati Matvæla
áætlunar Sameinuðu þjóðanna
(MSÞ). Innrás Rússa hefur eyðilagt
mikilvæga innviði, sem hefur leitt
til þess að verslanir og vöruhús eru
tóm.
„Aðfangakeðjurnar í landinu eru
að molna í sundur. Bílstjórar óttast
að keyra á milli staða,“ sagði Jakob
Kern, verkefnastjóri almannavarna
hjá MSÞ, á blaðamannafundi í Genf
í gær. Staðan væri þó mun verri í
umkringdum borgum á borð við
Maríupol þar sem matur er upp
urinn og borgarar verða sér úti um
drykkjarvatn með því að bræða
snjó.
Innrásin hefur einnig mikil áhrif
á matvælaverð í heiminum þar sem
MSÞ sjálf kaupir mikið af hveiti frá
Úkraínu til að f lytja til annarra
staða þar sem neyðin er mikil.
Tímaspursmál er hvenær Rússar
ná tökum á Maríupol. Rússneska
varnarmálaráðuneytið sagði í gær
að hermenn væru nú í götubar
dögum í miðborginni.
Ljúdmíla Denisova, umboðsmað
ur mannréttinda í Úkraínu, sagði
að búið væri að bjarga 130 úr leik
húsinu í Maríupol, þar sem meira
en þúsund konur og börn höfðu
Fæðuöryggi Úkraínumanna í mikilli hættu
Blokk í úthverfi Kænugarðs í rúst í gær eftir loftárás. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
leitað skjóls áður en það varð fyrir
flugskeyti. Denisova sagði við NBC
að 1.300 væru föst í kjallaranum.
Rússar neita því að hafa skotið á
leikhúsið.
Volodímír Selenskíj, forseti
Úkraínu, sagði að allt væri gert til að
aðstoða fólkið en árásir Rússa gerðu
það ómögulegt að koma hjálpar
sveitum á vettvang.
Rússnesk skip hafa skotið á Odesa
og eru líkleg til að reyna að senda
fótgönguliða sjóhersins á land nærri
borginni til að loka á aðgang Úkra
ínu að Svartahafi. Innrásarherinn
náði miklu landsvæði til að byrja
með en hefur átt í erfiðleikum með
að halda áfram för sinni. Borgin
Súmíj í norðausturhluta landsins
er nánast umkringd en Úkraínu
mönnum hefur tekist að koma í veg
fyrir að Rússar loki víglínunni fyrir
sunnan borgina.
Kænugarður er vel varinn og hefur
Rússum ítrekað mistekist að koma
mönnum suður fyrir borgina. Hafa
hersveitir Rússa verið fastar í rúma
viku við bæinn Irpin, 25 kílómetra
frá borginni. Hefur þeim ekki tekist
að komast yfir Irpinána.
Fréttaritari BBC í Karkív í austur
hluta landsins sagði að Rússar væru
orðnir pirraðir á því að ná ekki borg
inni og væru því að beina stórskota
liði að íbúðahverfum í síauknum
mæli. Rússar skutu í gær flugskeyt
um á Lvív í vesturhluta landsins.
Xi Jinping forseti Kína sagði við Joe
Biden Bandaríkjaforseta á fjarfundi
í gær að átökin í Úkraínu væru ekki
til hagsbóta fyrir neinn. „Ástandið í
Úkraínu er eitthvað sem við viljum
ekki sjá,“ sagði Xi. Þeir ræddu saman í
tvo tíma í gær, Biden varaði Kínverja
við að veita Rússum efnahags eða
hernaðaraðstoð. Slíkt myndi koma
niður á kínverskum fyrirtækjum.
Bandaríkin hafa varið 800 millj
ónum dala í hernaðaraðstoð til
Úkraínu. Meðal þess sem verður
sent eru 800 Stingerflugskeyti sem
geta skotið niður flugvélar, 2 þúsund
Javelinsprengjuvörpur til að eyði
leggja skriðdreka og 6 þúsund AT4
sprengjuvörpur.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði í viðtali við RT að
Rússar litu svo á að allar vopna
sendingar til Úkraínu væru lögleg
skotmörk. „Það er skýrt að allir
vöruflutningar sem fara inn á yfir
ráðasvæði Úkraínu og við teljum að
innihaldi vopn, eru réttmætt skot
mark,“ sagði hann.
Fór Lavrov einnig yfir nýja heims
sýn Rússa, tímabilinu eftir Kalda
stríðið væri lokið og Rússar myndu
miklu frekar horfa austur á bóginn.
„Við munum þurfa að treysta á okkur
sjálf og þá bandamenn sem yfirgefa
okkur ekki,“ sagði hann.
„Landið okkar hefur ekki séð
svona mikla samstöðu í langan
tíma,“ sagði Vladimír Pútín Rúss
landsforseti, þegar hann kom fram
á fjöldafundi á Luzhníkíþjóðarleik
vanginum í Moskvu í gær í tilefni af
því að átta ár eru frá því að Rússar
réðust inn á Krímskaga. Í ræðu sinni
hélt Pútín áfram málflutningi um að
Úkraínumenn hefðu framið fjölda
morð á rússneskumælandi íbúum
Donbasshéraðsins. Hélt hann því
einnig fram að Úkraínumenn tækju
innrásarliðinu fagnandi.
Samstaðan í landinu er þó töluvert
minni en Pútín hélt fram, eins og sjá
má í niðurstöðum könnunar sem
gerð var meðal almennings nýverið
og sjá má hér fyrir ofan. n
Heimildir: Rating Group, Survation Myndir: Getty Images
Almenningsálit í Rússlandi og Úkraínu
Skýrar línur eru að myndast í Rússlandi í afstöðu til innrásarinnar.
Á sama tíma er mikil samstaða í Úkraínu en níu af hverjum tíu
Úkraínumönnum telja að hægt verði að sigrast á innrásinni
R Ú S S L A N D
Könnun gerð af Survation,
1.137 svöruðu. Könnunin
var gerð 15. og 16. mars.
Óákveðnir ekki taldir með.
Styður þú innrásina?
Áhrif á efnahag Rússlands
Stuðningur, 18 til 29 ára
Stuðningur, 60 ára og eldri
Styð hana,
styð að
öllu leyti
Átökin eru
þess virði
Átökin eru
ekki þess virði
Ég tel að Úkraína
muni sigrast á
innrásinni
Til að útrýma
úkraínsku þjóðinni
Til að koma í veg
fyrir herstöðvar NATO
Veikja úkraínska herinn
Espa NATO til stríðsátaka
Til að verja
rússneskumælandi íbúa
64%
41% 21% 25% 56%
17%
10%
5%
2%
70% 9% 16%
43% 33%
13% 17% 92% 6%
Hvorki styð
né er á móti
Á móti,
á móti að
öllu leyti
Ég tel að
það muni
ekki takast
Trú á sigri
Primary reason for invasion
Ú K R A Í N A
Könnun gerð af Rating
Group, meira en 1.200
svöruðu. Könnunin var gerð
12. og 13. mars. Óákveðnir
ekki taldir með.
© GRAPHIC NEWS
Ástæða fyrir innrásinni
Það er skýrt að allir
vöruflutningar sem
fara inn á yfirráða-
svæði Úkraínu og við
teljum að innihaldi
vopn, eru réttmætt
skotmark.
Sergei Lavrov, utanríkisráð
herra Rússlands
12 Fréttir 19. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ