Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2022, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 19.03.2022, Qupperneq 26
Ég fór að átta mig á því að ástæðan fyrir því að það voru teknir þarna inn tveir vest- rænir menn til að stjórna fjölmiðli var ekki endilega sú að við værum svona ofboðslega klárir. Börnin hans búa einhvers staðar í leyni, en þau hafa búið undir öðru nafni í Hollandi og víðar. Steingrímur Árnason sem stjórnaði síðustu „frjálsu“ fjölmiðlasamsteypu Rúss- lands, Afisha Rambler SUP, árin 2013-2014 upplifði þegar Pútín og hans menn fóru að hafa afskipti af ritstjórnar- stefnunni með beinum hætti og frjáls fjölmiðlun leið undir lok í landinu. Við fengum leyniheim- sókn frá starfsmanna- stjóra Pútíns, Sergej Ívanov, og með honum komu leyniþjónustu- menn og lífverðir í stórri bílalest til þess að hitta okkur sem vorum í framkvæmdastjórn og ritstjórana. Þetta var kvöldfundur rétt fyrir miðnætti, bara vegna þess að Pútín var nýbúinn að halda einhverja stefnuræðu og hann vildi vera viss um að hún skilaði sér með réttum hætti í öllum fjölmiðlunum daginn eftir.“ Steingrímur upplifði þegar Pútín og hans menn fóru að hafa afskipti af ritstjórnarstefnunni með beinum hætti og frjáls fjölmiðlun leið undir lok í landinu. Rísa fjölmiðlafyrirtæki „Fyrirtækið heitir Rambler Group í dag en varð til við sameiningu þriggja stórra fjölmiðlafyrirtækja sem gáfu út tímarit og héldu úti samfélagsmiðli og fjölda vefsíðna, þeirra á meðal stærstu fréttavefj- unum Lenta og Gazeta – alls 52 vörumerkjum. Í íslensku samhengi er þetta svolítið eins og þú værir með Vísi, Mbl, DV og Viðskipta- blaðið í einni samsteypu og Mann- líf. Við vorum með einn raunveru- legan samkeppnisaðila, hitt voru nær allt ríkisfjölmiðlar, en ég var framkvæmdastjóri vöruþróunar og var staðgengill forstjóra hjá fyrir- tækinu.“ Hvernig kom það til að þú réðir þig í þetta starf? „Það kom nú þannig til að ég var að vinna verkefni fyrir Apple í Evr- ópu með stjórnanda sem var frá Rússlandi og hann var beðinn um að hjálpa landa sínum sem hafði keypt stórt fyrirtæki með stafræna strategíu. Hann hafði ekki tíma til að gera þetta og benti á mig og ég sló til.“ Flutti fjölskyldan með þér til Rúss- lands? „Nei, það var eitthvað sem við vildum bíða með og það reyndist góð ákvörðun. Þetta var stressandi og mér veitti ekki af einbeitingunni, vann mikið og var þreyttur á kvöld- in. En ég flaug til Íslands aðra hverja helgi. En svo var planið að vinna að hluta til frá London, þannig að fjöl- skyldan gæti flutt þangað, sem hún gerði. Börnin fóru í enska skóla. Fyrrverandi konan mín kom bara einu sinni til Rússlands til að heim- sækja og sjá hvernig þetta allt væri en sinnti börnunum ein og á heiður skilinn fyrir.“ Var hægt að reka frjálsan fjölmiðil í Rússlandi þar sem ekki ríkir skoð- anafrelsi? „Á þessum tíma var meira um það. En það var og er sérstök eftir- litsstofnun, Roskomnadzor, sem fylgist með fjarskiptum, inter- netinu og fjölmiðlum. Þá var í gildi svokölluð þriggja brota regla, það er ef þú brýtur þrisvar af þér þá missir þú fjölmiðlaleyfið. Ég held að allir miðlarnir okkar hafi verið komnir á síðasta séns og þá myndast þetta aðhald, að þú birtir helst ekkert sem orkar tvímælis því þá getur maður misst leyfið.“ Pútín sýndi tennurnar „Magnaðasti atburðurinn var þegar við vorum komnir á síðasta séns á einum miðlinum árið 2013. Rit- stjóranum hafði tekist að fá við- tal við leiðtoga aðskilnaðarsinna í Tsjetsjeníu. Það pirraði stjórnvöld mjög mikið að hann kæmi í viðtal hjá okkur til að viðra sjónarmið sín. Og þeir hreinlega stilltu okkur upp við vegg og sögðu að við myndum missa fjölmiðlaleyfið ekki bara fyrir þennan miðil heldur alla miðlana ef við hættum ekki við viðtalið, en það var þó birt en síðar fjarlægt. Fjöl- miðill í þessari stöðu með tugi millj- óna áhorfenda og lesenda er afar verðmætt fyrirtæki svo að vegna viðskiptahagsmuna endaði með því að sú slæma ákvörðun var tekin að reka ritstjórann vegna ytri pressu. Og það gengu allir út þennan dag. Allir! Hæðin tæmdist. Samstaðan var gríðarleg,“ segir Steingrímur. Aðspurður hvort fyrirtækið hafi þá verið búið að vera svarar Stein- grímur því neitandi. „En við þurft- um að finna einhverja til að skrifa fréttirnar fyrir Lenta. Hin fyrirtæk- in og vörumerkin voru ósködduð af þessu. Sá sem tók við ritstjórninni var ríkisfulltrúi hjá okkur og fyrr- verandi ritstjóri hjá Kremlarfjöl- miðli. Hann tók yfir ritstjórn þarna og hringdi í vini sína og þeir byrjuðu að skrifa fréttir á fullu, og reynt var að láta almenning ekki verða varan við neitt.“ Pútín er barnalega hefnigjarn Pútín, ríkið og leyniþjónustan eru með puttana alls staðar? „Það verður til þessi hirð óligarka sem eru bestu vinir aðal, menn sem urðu ofurauðugir snemma á tíunda áratugnum þegar þeir fengu að taka yfir eignir ríkisins í kjölfar falls kommúnismans. Þetta gerðist þegar Jeltsín var við völd og síðan tekur Pútín við og þetta hélt áfram og virðist bara hafa versnað, því miður. Þeir hafa fengið að safna þessum gríðarlegu auðæfum á meðan almenningur, ég segi ekki sveltur, en nýtur ekki þess ábata sem hann ætti ellegar að gera. Það er auðvitað pirringur í garð þessarar stéttar, en hún er það valdamikil og fjarlæg almenningi að lítið breytist.“ En gerir almenningur sér grein fyrir því að nokkrir einstaklingar eru búnir að sölsa undir sig þjóðar- auðinn? „Vissulega. Þessar afhjúpanir eru mikið til einum manni að þakka, lögfræðingnum Alexej Navalníj, sem er svarinn andstæðingur Pút- íns. Einn stærsti og elsti bloggvefur heims, LiveJournal.com, var eitt af fyrirtækjunum okkar og þar var til dæmis bloggið hans Navalníjs hýst. Hann var fremstur í f lokki við að af hjúpa alla skandalana og spill- inguna. Hann sýndi loftmyndir af leynihöll Pútíns og lét fram- leiða heimildarmyndina „Putin’s Palace“. Annað sem hann birti var að loftferðagjöldin, sem þú þarft að greiða ef f logið er yfir rússneskt flugumsjónarsvæði, runnu öll inn á svissneskan bankareikning en ekki til ríkisins og svo framvegis. Navalníj hefur verið mjög óþægi- legur fyrir Pútín, enda var reynt að eitra fyrir honum nýlega og hann situr nú í fangelsi. Hann færði bloggið út fyrir Rússland á þessum tíma enda erfitt að hýsa slíkt í þessu umhverfi. Pútín er svo barnalega hefnigjarn. Annað hvort ertu með honum eða þú ert svikari.“ Er Pútín sýnilegur eða heldur hann sig á bak við Kremlarmúrana? „Pútín er fyrst og fremst stjórn- málamaður en þó áberandi í fjöl- miðlum þegar það hentar. Það eru þá svona PR-myndir af honum að f ljúga herþotu, glíma við skógar- björn ber að ofan og fleira sem sýnir styrk. Þetta eru myndirnar sem við sjáum og margir hlæja að. Rússar bera nefnilega eingöngu virðingu fyrir styrk. Það er kannski lærdómurinn sem við á Vestur- löndum verðum að draga, að ef við sýnum Pútín ekki hörku á móti þegar hann ræðst inn í önnur lönd, þá hugsar hann: „Já, ég kemst upp með þetta.“ Rússlandi verður því að sýna styrk og festu.“ Harkan gagnvart okkur eykst Steingrímur segir allt hafa breyst þegar Pútín réðst inn á Krímskag- ann í febrúar 2014. „Það byrjaði með því að við fórum að finna fyrir mikilli hörku gagnvart fjölmiðlunum okkar, rétt fyrir innrásina. Það var til dæmis þessi leyniheimsókn frá starfs- mannastjóra Pútíns. Fundurinn var haldinn rétt fyrir miðnætti í höfuð- stöðvum okkar og skilaboðin voru þau að Pútín vildi að ræðan sem hann var að fara f lytja fengi „full- nægjandi“ umfjöllun. Mér fannst þetta alveg stórfurðulegt, en þarna var farið að sýna valdið. Stór bílalest fyrir utan starfsstöð okkar rétt Pútín tók smám saman af okkur völdin Elín Hirst elinhirst @frettabladid.is Steingrímur Árnason segir að Pútín sé mjög sótthræddur og það sé talin skýringin á því hvers vegna hann vilji halda mönnum í ákveðinni fjarlægð með risastóru fundarborði. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI  26 Helgin 19. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.