Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 30
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit­ stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Gunnar Guðmundsson, einn af fjórum eigendum Tarandus ehf., er sjálfur mikill útivistarmaður. Honum fannst vanta hjólhýsi sem hægt væri að nota á fáförnum vegum og slóðum. Hýsi sem kæmist út fyrir þjóðveginn og væri með eldhús, svefnpláss og salernisaðstöðu. Slík hjólhýsi hafa ekki fengist hér fyrr en nú. „Þetta er vagn sem hefur öll þægindi sem ferðalangar þurfa á ferðalögum sínum. Nú er hægt að skoða þá náttúru og skemmtilegu staði sem ekki var hægt með hefðbundnu hjólhýsi,“ segir Gunnar. Áhuginn strax mikill „Eftir nokkurra ára leit innanlands án árangurs ákvað Gunnar að kanna erlenda markaði. „Ég fann Crawler hjólhýsi í Tyrklandi og fór út til að skoða þau. Ég heillaðist strax af smíðinni og notkunar- möguleikunum og var því stað- ráðinn í að fá mér svona hýsi. Hug- myndin þróaðist í það að ég fékk með mér þrjá félaga, Guðjón, Ara og Jóhann, til að stofna fyrirtæki og panta nokkur hýsi til landsins til þess að kynna þessa frábæru framleiðslu. Við fengum Crawler umboðið og gátum hafist handa,“ útskýrir Gunnar. Tarandus ehf. var stofnað í október þegar þeir hófu innflutning frá Crawler. Þeir félagar settu upp Facebook- síðu undir nafni fyrirtækisins og hafa verið að kynna Crawler vör- urnar. Þeir hafa fengið gríðarlega góðar undirtektir. „Við opnuðum húsið fyrir þremur vikum með sýningu og höfðum ekki hug- mynd um hversu margir myndu mæta en fjöldinn var langt yfir væntingum okkar. Fólk var mjög áhugasamt um hjólhýsin,“ segir Gunnar og bætir við að hjólhýsin séu hugsuð fyrir fólk sem ætlar að fara ótroðnar slóðir, þótt vissu- lega sé einnig hægt að nota þau á tjaldsvæðum. „Hjólhýsið kemst nánast hvert sem er og sæmilegur jepplingur getur dregið það. Flestir sem ætla á hálendi eða erfiða staði eru þó á stærri jeppum enda kemst maður lengra á þeim,“ segir hann. Létt hús fyrir erfiða vegi Hjólhýsin koma í tveimur stærðum. Það minna er fyrir 4-5 og það stærra fyrir 5-6 manns. Pallhýsin fyrir pickup-bíla eru fyrir þrjá. „Hjól- hýsin eru hærri en þessi venjulegu sumarhjólhýsi. Lægsti punktur er 46 cm. Húsið er gert úr áli og kemur á stálgrind á meðan önnur eru úr plasti. Álið gerir þau léttari og henta þau sérstaklega vel á íslenskum vegum. Hægt er að fá hjólhýsin með alls kyns búnaði og aukahlutum, til dæmis loftpúðafjöðrun,“ segir Gunnar. Húsin eru vönduð og vel búin. Eldhús er með eldunaraðstöðu, ísskáp og vaski með heitu og köldu vatni. Þægilegt rúm, gott skápapláss og salerni. „Hjólhýsin eru öll úr áli og gerð til að endast. Frábært hús til að taka með sér til dæmis á fjalla- skíði, gönguskíði, í hjólaferðir og í aðrar ferðir allt árið,“ segir Gunnar. „Ég er sjálfur mjög spenntur að fara í slíka ferð í kuldanum því húsið er hlýtt enda vel einangrað. Vagninn er einangraður með Isollat ceramic húðun að innan þar sem 2 mm samsvara 2 cm af ullareinangrun. Þetta kemur í veg fyrir raka og myglu. Isollat einangrunin hefur reynst vel meðal annars á hertrukk- um á köldum svæðum. Það má því segja að þetta sé hálendislúxus,“ segir Gunnar og bætir við að þeir Guðjón séu miklir ferðafélagar. „Við hlökkum mikið til að fara með hjól- hýsið í alls kyns ferðalög á komandi misserum.“ Þolir mikið álag Gunnar bendir á að mikið hand- Hjólhýsin eru gerð úr áli og eru því létt og hafa öll þau þægindi sem ferðalangar þurfa á ferðalögum sínum á fáförnum slóðum. MYNDIR/XXXX Húsin eru vönduð og vel búin. Eldhús með eldunar­ aðstöðu, ísskápur og vaskur með heitu og köldu vatni. Þægilegt rúm, gott skápapláss og salerni. Hjólhýsin henta vel í hvers kyns ferðalög um landið, hvort sem er á fáförnum vegum eða slóðum. Hjólhýsið er hannað fyrir íslenskar aðstæður og það kemur á grófum BF Goodrich 33” dekkjum, fjórum dempurum og gormum. Crawler hjólhýsið lítur vel út enda vandað til allrar gerðar. Væri ekki notalegt að hafa salerni með sér í fjallaleiðangurinn? OPIÐ HÚS UM HELGINA Crawler hýsin verða til sýnis í sýningarsal Taran­ dus ehf. um helgina (laugardag og sunnudag) á opnu húsi frá klukkan 13­16, að Dofrahellu 3, 221 Hafnarfirði. verk og margar vinnustundir liggi að baki smíði á vagninum og er hönnunin og smíðin í algjörum sérflokki. Crawler hannar sína vagna til að mæta kröfum og væntingum notenda. Vagnarnir eru prófaðir gegn titringi og eru styrktarprófaðir svo þeir verði sannarlega öflugir og traustir og þoli mikið álag. Crawler hefur það að leiðarljósi að nota hvorki tré né plast í sína framleiðslu. Hjólhýsið er hannað fyrir íslenskar aðstæður og það kemur á grófum BF Goodrich 33" dekkjum, fjórum dempurum og gormum,“ segir Gunnar. Fyrirtækið er opið eftir sam- komulagi og stundum um helgar. „Það er alltaf hægt að hafa sam- band við okkur og panta skoðun, þar sem áhugasamir geta skoðað hýsin. Hýsin eru framleidd með þeim aukabúnaði sem kaupandi óskar eftir og möguleikarnir eru ansi margir,“ segir Gunnar.“ Tarandus ehf. er umboðsaðili Crawler á Íslandi. Crawler fram- leiðir „off road” hjólhýsi, pallhýsi, topptjöld og fleira sem hentar íslenskum aðstæðum einstaklega vel. n Nánar má kynna sér hjólhýsin og pallhýsin á tarandus.is þar sem eru mjög góðar upplýsingar. Einn­ ig á facebook.com/crawlericeland og instagram.com/crawlericeland Netfang: tarandus@tarandus, sími 612 1205. Þetta er vagn sem hefur öll þægindi sem ferðalangar þurfa á ferðalögum sínum. Nú er hægt að skoða þá náttúru og skemmti- legu staði sem ekki var hægt með hefðbundnu hjólhýsi. Gunnar Guðmundsson 2 kynningarblað A L LT 19. mars 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.