Fréttablaðið - 19.03.2022, Side 33
www.hrafnista.is eða skannaðu QR-kóðann
Vitlu vinna í gefandi og jákvæðu umhverfi í sumar?
Við bjóðum þér faglegt starfsumhverfi og spennandi reynslu þar sem hæfileikar allra geta notið sín
Sjómannadagsráð leitar að rekstrarstjóra á skrifstofu móðurfélags og samstæðu ráðsins.
Starfið felst m.a. í að hafa umsjón með og bera ábyrgð á daglegum rekstri leigufélagsins
Naustavarar ehf. og vinna náið með framkvæmdastjóra að þróun og uppbyggingu eignasafns
félaga í samstæðunni.
Rekstrarstjóri þarf að búa yfir reynslu og þekkingu við greiningar á arðsemi fjárfestinga og geta
greint og metið fjárhagslega mælikvarða í afkomu einstakra félaga og samstæðunnar í heild.
Viðkomandi er staðgengill framkvæmdastjóra.
Helstu verkefni:
• Umsjón með daglegum rekstri Naustavarar og eigna Sjómannadagsráðs.
• Áætlanagerð fyrir félög í samstæðunni.
• Greining og þróun á þjónustu- og vöruframboði fyrirtækja Sjómannadagsráðs.
• Stuðningur við þróun og uppbyggingu eignasafna félaga í samstæðunni.
• Þróa og fylgja eftir stefnu stjórnar Sjómannadagsráðs.
• Aðstoðarmaður og staðgengill framkvæmdastjóra.
Hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi.
• Reynsla og þekking af áætlanagerð.
• Þekking í fjármálum.
• Færni í mannlegum samskiptum og hæfileikar til samstarfs.
• Greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga.
• Þekking og færni til að nýta upplýsingatæknikerfi sem starfinu tengjast.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Áhugi á að takast á við áskoranir og þróa nýjar lausnir.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsóknarfrestur er til og með 29. mars næstkomandi.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
færni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Jensína K.
Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og
Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is).
Rekstrarstjóri
Sjómannadagsráðs & Naustavarar
Sjómannadagsráð er leiðandi aðili í öldrunar
þjónustu á Íslandi. Í gegnum dótturfélög sín,
Hrafnistu, Naustavör og Happdrætti DAS,
rekur félagið 90.000 m2 af húsnæði og veitir á
annað þúsund manns í fimm sveitarfélögum
daglega þjónustu.
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára