Fréttablaðið - 19.03.2022, Qupperneq 35
Veraldarvanur stjórnandi á alþjóðlegum vettvangi
Við leitum að metnaðarfullum og reynslumiklum einstaklingi í
starf sölu- og rekstrarstjóra fyrir BIOEFFECT. Starfið felur í sér
skemmtileg, krefjandi og fjölbreytt verkefni sem snúa að sölu
og rekstri dótturfélaga BIOEFFECT í Bandaríkjunum og Bret-
landi. Sölu- og rekstrarstjóri er ábyrgur fyrir sölu- og markaðs-
aðgerðum BIOEFFECT þar ytra. Starfsmaður er ábyrgur fyrir
gerð og eftirfylgni sölu- og rekstraráætlana, starfsfólki,
birgðahaldi og stýringu í vöruhúsum. Sölu- og rekstrarstjóri
tekur þátt í reglulegum sölufundum með erlendum viðskipta-
vinum og ber ábyrgð á gerð og framkvæmd markaðsaðgerða
inn á viðkomandi markaðssvæði.
BIOEFFECT eru margverðlaunaðar íslenskar húðvörur. Vöru-
þróun og framleiðsla BIOEFFECT fer að öllu leyti fram í höfuð-
stöðvum fyrirtækisins á Íslandi. BIOEFFECT-vörurnar hafa hlotið
fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir virkni og gæði og eru
seldar í um 27 löndum.
Menntun, þekking og reynsla
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Alþjóðleg reynsla af sölu og markaðsmálum
Yfirgripsmikil reynsla af sölu og viðskiptastýringu
Reynsla af gerð sölu- og markaðsáætlana
Mjög gott vald á ritaðri og talaðri ensku
Góðir skipulags- og greiningarhæfileikar
Frumkvæði, söludrifni og sjálfstæði í starfi
Framúrskarandi samskiptahæfileikar
Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl nk. en umsóknir skal
fylla út á vef vinnvinn.is. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og
ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og hæfni umsækjanda til að gegna starfinu er rök-
studd. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Umsjón með starfinu hafa:
Hilmar Garðar Hjaltason, hilmar@vinnvinn.is
Hildur Jóna Ragnarsdóttir, hildur@vinnvinn.is
Sölu- og rekstrarstjóri fyrir USA og UK markaði
(Sales and Operational Manager for USA and UK)
BIOEFFECT I Víkurhvarfi 7 I 203 Kópavogi I bioeffect.com I bioeffect.co.uk I bioeffect.is
Við leitum að sérfræðingi í rannsóknar- og þróunarteymi
BIOEFFECT. Starfið felur í sér þróun, mótun (formulation) og
blöndun húðvörugrunna. Mikilvægt er að viðkomandi hafi
gríðarlegan áhuga á húðvörum, fylgist vel með nýjungum á því
sviði og geti komið með tillögur að úrbótum og nýjungum í
vöruþróun BIOEFFECT. Starfið felur einnig í sér ábyrgð á skjölun
og skráningu gæða- og öryggislýsinga í framleiðslu- og
gæðakerfi fyrirtækisins sem og í alþjóðlega gagnagrunna.
Starfið fellur undir vöruþróunarteymi BIOEFFECT, er fjölbreytt,
skapandi og felur í sér samvinnu þvert á allar deildir.
BIOEFFECT eru margverðlaunaðar íslenskar húðvörur.
Vöruþróun og framleiðsla BIOEFFECT fer að öllu leyti fram
í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Íslandi. BIOEFFECT-vörurnar
hafa hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir virkni
og gæði og eru seldar í um 27 löndum.
Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl nk. en umsóknir skal
fylla út á vef vinnvinn.is. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og
ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og hæfni umsækjanda til að gegna starfinu er rök-
studd. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Helstu verkefni
Þróun, mótun (formulation) og blöndun húðvara
Stýra uppskölun og aðstoða við blöndun á nýjum vörum þar
til stöðugleika í framleiðslu er náð
Framkvæma stöðugleikaprófanir á vörum í þróun
Taka þátt í framkvæmd húðrannsókna
Ábyrgð á skráningu nýjunga og breytinga í framleiðslu-
og gæðakerfi fyrirtækisins
Ábyrgð á gagnaöflun og skjalagerð fyrir sölu og markaðs-
setningu BIOEFFECT erlendis
Menntun, reynsla og hæfni
Háskólamenntun á sviði lyfjafræði, líffræði, lífefnafræði eða
sambærileg menntun (M.Sc. kostur)
Reynsla af rannsóknarvinnu
Nákvæm og öguð vinnubrögð
Mjög góð enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
Góð færni í mannlegum samskiptum og góð samstarfshæfni
Umsjón með starfinu hafa:
Hilmar Garðar Hjaltason, hilmar@vinnvinn.is
Hildur Jóna Ragnarsdóttir, hildur@vinnvinn.is
Sérfræðingur í þróun og blöndun húðvara
(Formulation Development Specialist)
Vilt þú töfra fram húðvörur á heimsmælikvarða?
BIOEFFECT I Víkurhvarfi 7 I 203 Kópavogi I bioeffect.com I bioeffect.co.uk I bioeffect.is