Fréttablaðið - 19.03.2022, Page 40

Fréttablaðið - 19.03.2022, Page 40
SVIÐSSTJÓRI FORVARNASVIÐS Hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins starfar öflugur hópur fólks að fjölbreyttum verkefnum á sviði brunavarna og sjúkraflutninga, ásamt ýmsum öðrum verkefnum á sviði björgunar, forvarna og almannavarna. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins | www.shs.is Starf sviðsstjóra forvarnasviðs Slökkviliðs höfuð borgar svæðisins er laust til umsóknar. Sviðið hefur eftirlit með því að ákvæðum laga og reglna á sviði brunavarna sé fylgt með virku eld varnareftirliti ásamt því að sinna forvörnum á sviði brunavarna á þjónustusvæði slökkviliðsins. Á sviðinu starfa í dag 11 einstaklingar við skoðanir og hönnunareftirlit. Sviðsstjóri for varna sviðs er hluti af framkvæmdastjórn slökkviliðsins. Starfið er umfangsmikið og krefjandi og hentar einstaklingi sem hefur góða samskiptafærni, lausnamiðaða hugsun og brennandi áhuga á að vinna að úrbótum og forvörnum á sviði brunavarna. Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði, tæknifræði, arkitektúr eða byggingafræði • Árangursrík reynsla af stjórnun umfangsmeiri verkefna • Reynsla af mannaforráðum er kostur • Áhugi á brunavörnum • Reynsla af vinnu þar sem reynir á stjórnsýslu kostur • Góð tölvufærni • Mjög góð íslenskukunnátta og góð ensku kunnátta, þekking á einu Norðurlandamál er kostur • Ákveðni, drifkraftur og framsækni • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum Um er að ræða 100% starf. Við hvetjum öll, óháð kyni, til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Guðný E. Ingadóttir, mannauðsstjóri á gudnye@shs.is eða í síma 528-3000. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og færni til að gegna starfinu. Umsókn berist á netfangið starf@shs.is. Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl 2022 Við leitum að jákvæðum og kraftmiklum starfskrafti í fjölbreytta og krefjandi stöðu á skrifstofu forstjóra Landsvirkjunar. Starfið felur meðal annars í sér almenn skrifstofustörf, skjalagerð, yfirferð og rýni texta, umsjón með samskiptum til og frá skrifstofu forstjóra og þjónustu við stjórn og undirnefndir hennar. Um er að ræða 80% starfshlutfall. Hæfniskröfur: – menntun sem nýtist í starfi – lipurð í mannlegum samskiptum – sjálfstæði, frumkvæði og skipulagsfærni – framúrskarandi íslenskukunnátta – mjög góð tölvukunnátta – færni í ensku Umsóknarfrestur er til og með 30. mars Sótt er um starfið hjá Hagvangi hagvangur.is Starf Fjölbreytt starf á skrifstofu forstjóra

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.