Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2022, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 19.03.2022, Qupperneq 78
Ford notar nú samstarf sitt við Volkswagen til að rafvæð- ast og hefur kynnt að von sé á þremur jepplingum og fjórum sendibílum fyrir 2024. njall@frettabladid.is Ford hefur sent frá sér áætlanir sínar um raf bílavæðingu næstu ára og meðal þess sem er að vænta er raf- drifin Puma árið 2024. Annað sem er á leiðinni eru tveir stærri jepp- lingar ásamt fjórum sendibílum. Stærri jepplingarnir munu fá MEB undirvagninn frá Volkswagen sem er í ID.4 en Puma mun þó líklega nota sama undirvagn áfram með breytingum fyrir rafbíl. Talað er um drægi yfir 320 km svo að hann mun keppa við bíla eins og Opel Mokka og Peugeot e-2008. Ford Puma hefur verið vinsæll bíll hjá Ford og selst betur en Fiesta á Bretlandseyjum. Fyrsti bíllinn sem verður frum- sýndur í þessum hópi er þó stærri jepplingur en Puma og er um fimm sæta jeppling að ræða í sama flokki og ID.4. Sá bíll verður með 500 km drægi og verður frumsýndur í lok þessa árs, en hann fer í sölu á næsta ári. Á myndum sem Ford hefur látið frá sér má sjá að ljósin eru ný og sitja hærra, sem gefur fyrirheit um alveg nýtt útlit. Bíllinn hefur ekki fengið nafn enn þá og verður það líklega ekki tilkynnt fyrr en hann verður frumsýndur. Sportlegur jepplingur verður einnig frumsýndur 2024 líkt og Ford Puma. Sendibílarnir munu fá MEB undirvagninn sem verður undir VW Buzz og kemur sá fyrsti árið 2023. n Rafdrifin Ford Puma kemur 2024 Ný rafdrifin Puma er vænt- anleg eftir tvö ár og af myndinni að dæma mun útlitið ekki breytast mikið að framan alla- vega. Ford mun koma með þrjá nýja jepplinga á næstu tveimur árum til viðbótar við Mustang Mach-E. MYNDIR/FORD Sendibílar munu fá MEB undir- vagninn sem verður undir VW Buzz. njall@frettabladid.is Þó að nýr EQS jepplingur verði ekki frumsýndur fyrr en seinna á þessu ári hefur Mercedes látið frá sér fyrstu myndir af bílnum í léttum felubúningi. Um sjö sæta rafjeppling er að ræða sem keppa mun við BMW iX og Tesla Model X. Myndirnar sýna einnig innréttingu bílsins sem verður með sama 55 tommu skjá og er í EQS fólksbílnum. Innréttingin er líka að mestu leyti sú sama og í EQS en bíllinn fær afþreyingarpakkann úr honum líka með tveimur 11,6 tommu skjám fyrir farþega í aftursætum. Framendi bílsins er með líkindi við EQA og bíllinn er búinn hefð- bundnum hliðarspeglum. Einnig mun vera von á Maybach lúxus- útgáfu við frumsýningu bílsins. n Mercedes sýnir fyrstu myndir af EQS jepplingnum EQS rafjepplingurinn við prófanir í Svíþjóð þar sem blaðamaður Auto- car fékk að prófa bílinn. njall@frettabladid.is Það er engum blöðum um það að fletta að rafdrifnir blendingsbílar eru vinsælir bæði hjá kaupendum og dómnefndum. Tilkynnt var á fimmtudag um hvaða þrír bílar eru í efstu sætunum í valinu á Heimsbíl ársins 2022, en þeir eru allir í sama flokki. Allir eru þeir sportlegir blend- ingsbílar og aðeins framleiddir raf- drifnir. Einn þeirra var nýlega valinn bíll ársins í Evrópu, en það er Kia EV6, annar er byggður á sama grunni og hann sem er Hyundai Inoiq 5 og sá þriðji er beinn keppinautur þeirra, Mustang Mach-E. Einnig er tilkynnt um hvaða þrír bílar eru efstir í öðrum flokkum valsins, en Hyundai Ioniq 5 er einnig Tilkynnt um þrjá efstu í World Car 2022 Hyundai Ioniq 5 er í úrslitum í þremur flokkum sem eru aðal- valið, rafbíll árs- ins og hönnun ársins. MYND/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON í úrslitum á rafbíl ársins ásamt Audi E-Tron GT og Mercedes-Benz EQS. Hann er líka í úrslitum sem Hönnun ársins ásamt Audi E-Tron GT og Kia EV6. Audi E-Tron GT er einnig í mörg- um flokkum því að hann er í úrslit- um sem Sportbíll ársins ásamt BMW M3/M4 og Toyota GR86/Subaru BRZ. Um hituna í flokki lúxusbíla keppa svo BMW iX, Mercedes-Benz EQS og Genesis GV70. Í Borgarbíl ársins eru svo loks bílar eins og Opel Mokka, Toyota Yaris Cross og Volkswagen Tiguan að keppa til úrslita. Eins og sjá má af þessari upptalningu eru rafbílar mjög áberandi í valinu að þessu sinni. Tilkynnt verður um hver hlýtur titilinn Heimsbíll ársins á bílasýningunni í New York þann 13. apríl næstkomandi. n Sameiginleg framtíðarsýn fyrir Austurland Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044 – tillaga til kynningar Tillaga að svæðisskipulagi Austurlands til ársins 2044 verður birt í samráðsgátt stjórnvalda þann 21. mars og verður aðgengileg til 21. apríl. Í tillögunni er skilgreind sameiginleg framtíðarsýn fyrir landshlutann. Tilgangurinn er að samstilla stefnu sveitar félaga á Austurlandi á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar og tryggja þar með sjálfbæra þróun, komandi kynslóðum í hag. Kynning tillögunnar er á grundvelli 2. mgr. 23. gr. skipulags laga nr. 123/2010 og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Öllum er frjálst að senda inn umsagnir og þeim skal skila inn rafrænt í samráðsgátt (samradsgatt.island.is) eða á netfangið svaedisskipulag@austurbru.is. Nánari upplýsingar um Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044: austurbru.is Svæðisskipulagsnefnd SSA BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 19. mars 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.