Fréttablaðið - 19.03.2022, Side 80

Fréttablaðið - 19.03.2022, Side 80
Það sem mér finnst við hafa grætt mest á er einlægnin sem við höfum skapað innan hópsins. Helgi How to make love to a man er ný sýning um tilfinningar karlmanna, eftir fjóra unga sviðslistamenn. Þeir Andrés, Ari, Helgi og Tómas rýndu í eigin karlmennsku og félags- mótun og gerðu ýmsar upp- götvanir. ths@frettabladid.is Sviðslistahópurinn Toxic Kings, sem samanstendur af Andrési P. Þorvaldssyni, Ara Ísfeld Óskars- syni, Helga Grími Hermannssyni og Tómasi Helga Baldurssyni, frum- sýnir sýninguna How to make love to a man í Borgarleikhúsinu í kvöld, laugardag, í samstarfi við grasrótar- verkefnið Umbúðalaust. Ari: „Þetta byrjaði á því að ég sá þessa bók uppi í bókahillu hjá mér, How to Make Love to a Man, sem er kynlífs- og sjálfshjálparbók frá 1981 fyrir konur, um það hvernig á að elska karlmenn. Mér fannst það dálítið fyndið þannig að ég byrjaði að lesa hana og það kom mér á óvart að hún fjallar um það að karlar vilja líka hafa tilfinningar og rómans. Út frá því hóaði ég í þessa stráka og þá byrjuðum við að tala saman og ákváðum að sækja um Umbúða- laust.“ Blaðamaður hitti strákana í æfinga- og sýningarrými þeirra á þriðju hæð Borgarleikhússins, innan um leikmuni á borð við fjall af dekkjum og varning merktan Toxic Kings. Strákarnir eru greini- lega mjög afslappaðir í kringum hvern annan enda segir Helgi það skipta miklu máli í svona ferli að kynnast vel. Helgi: „Þegar maður er að vinna í svona hóp þá er svo ógeðslega mikil- vægt að byrja á því að kynnast, af því að listir eru í raun og veru eins og hver önnur hópíþrótt. Afurðin verður bara eins sterk og hópurinn. Við byrjuðum á að hittast svona einu sinni til tvisvar í viku í kannski eitt ár. Við stofnuðum bara sauma- klúbb þar sem við töluðum um til- finningar, settum á okkur kynja- gleraugu og fórum svo út í daglegt líf og rýndum í nærumhverfi okkar og félagsmótun.“ Mósaík með leikþáttum Strákarnir hafa allir verið í sviðs- listanámi og að sögn Helga eru félagar hans með bakgrunn í sam- sköpunarverkum (e. devised) á meðan hann sjálfur hefur aðallega einblínt á skrif. Helgi: „Þannig að við erum búnir að vera að framleiða með alls konar mismunandi miðlum og mis- munandi aðferðum. Fyrir vikið er sýningin mjög fjölbreytt mósaík, við erum með myndræn atriði sem endast kannski í fimm mínútur og fá mann til að hugsa og svo erum við með leikþætti líka.“ Tómas segir hefðbundnar birting- armyndir karlmennskunnar hafa verið eitt af því sem þeir einblíndu mest á í ferlinu. Tómas: „Þessi performatíva karl- mennska var svolítið svona lykill- inn og líka hvaða vopn við höfum í vopnabúrinu til að takast á við okkur sjálfa. Eins og við erum búnir að komast að, þá er það hættulegasta í heiminum í dag þessi niðurlægði karlmaður. Karlmaður sem upplifir sig niðurlægðan. Hvernig getum við komið í veg fyrir það? Við þurfum að byrja inn á við, skoða okkur og hvernig við leikum þetta hlutverk.“ Margslungið að vera karlmaður Spurðir um hvort þeir hafi endur- skoðað karlmennsku sína í gegnum ferlið segir Andrés svo vera, jafnvel þótt þeir hafi talið sig vera nokkuð mjúka menn fyrir. Andrés: „Maður finnur fyrir því að maður verður var við alls konar tilfinningar í kringum sig hjá vina- hópnum og fólki í kringum mann. Við töluðum um feður okkar og kynslóðaskiptin, hvernig kynslóð- in okkar tekst á við tilfinningar og hvernig þeir gerðu það.“ Helgi: „Það sem mér finnst við hafa grætt mest á er einlægnin sem við höfum skapað innan hópsins. Við erum sjálfir búnir að berskjalda okkur hver fyrir öðrum, það er kannski einhver lærdómur sem maður tekur út úr þessu.“ En þegar kemur að stóru spurn- ingunni, hvað það sé að vera karl- maður, er svarið ekki svo einfalt. Ari: „Ég veit það ekki, ég held það sé ekki hægt að súmmera upp hvað það er að vera karlmaður, af því það er eitt sem samfélagið vill og annað sem maður sjálfur vill. En það er margslungið bara eins og að vera manneskja.“ ■ Hættulegast í heiminum er niðurlægður karlmaður Sviðslistahópurinn Toxic Kings frumsýnir í Borgarleikhúsinu í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 48 Menning 19. mars 2022 LAUGAR-FRÉTTABLAÐIÐMENNING 19. mars 2022 LAUGARDAGUR GASTROPUB HELGAR BRUNCH laugardaga og sunnudaga 11.30–14.30 SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1-3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is Matseðill og borðapantanir á saetasvinid.is Eggs benedict, amerískar pönnukökur, mega brunch og fleiri girnilegir réttir. NÝR OG SPENNANDI SEÐILL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.