Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 26.03.2022, Síða 8

Morgunblaðið - 26.03.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15 CHARLEY LÍNAN FRÁ Falleg og sumarleg BH 10.950,- Buxur 4.990,- Í gær var kosinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins, SGS, með 70 atkvæðum. Keppinauturinn hlaut 60 atkvæði og viðbrögð ný- kjörins formanns voru þau að hann hefði búist við að mjórra yrði á mun- um. Sjálfsagt er óþarfi að gera of mikið úr þeim orð- um, þau eru líklega hluti af spuna sem settur er af stað þar sem úrslitin voru ekki afdrátt- arlaus. - - - Það breytir því ekki að athygli vekur að formaður sé kjörinn með svo fáum atkvæðum og litlum mun í sambandi sem að eigin sögn er með 72.000 félagsmenn í 19 félögum. - - - Nú mætti benda á að ekki sé hægt að bera saman 72.000 fé- lagsmenn og 70 atkvæði formanns- ins þar sem félögin innan sambands- ins velji fulltrúa á þing þess. Það er út af fyrir sig rétt, en þá verður ekki fram hjá því litið að þátttaka í kosn- ingum innan aðildarfélaganna sem senda fulltrúa á þingið er sáralítil. - - - Nýjasta dæmið um þetta er að eftir langan og harðan slag sem mikla athygli fékk sáu aðeins 15% skráðra félaga í Eflingu ástæðu til að kjósa um formann. Í kosning- unni fékk sigurvegarinn 52% at- kvæða, sem þýðir að innan við 8% fé- lagsmanna lýstu yfir stuðningi við nýkjörinn formanninn. - - - Lýðræðislegir veikleikar í verka- lýðshreyfingunni eru miklir og alvarlegir, ekki síst í ljósi þeirra áhrifa sem hún hefur hér á landi. Sérkennilegt er að þetta sé ekki tek- ið til umræðu innan hreyfing- arinnar. Lýðræðislegir veikleikar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórn Fiskidagsins mikla á Dalvík hefur ákveðið að fresta hátíðahöld- um í ár, þriðja árið í röð. Þess í stað er boðað til hátíðar í ágúst 2023. Í tilkynningu frá stjórninni segir að þegar faraldur kórónuveirunnar hafi brostið á, snemma árs 2020, hafi verið tilkynnt um frestun Fiskidags- ins mikla 15. apríl það ár. Réttu ári síðar var tilkynnt öðru sinni um frestun hátíðarinnar. Sú ákvörðun að fresta hátíðinni einnig í ár er sögð hafa verið tekin eftir mikil fundahöld undanfarnar vikur, sam- töl við fagfólk „og allt okkar góða fólk“. Samdóma álit þeirra sé alveg skýrt: „Afar skynsamlegt er að láta kyrrt liggja áfram og stofna ekki til viðburðar af slíkri stærðargráðu sem hátíðin okkar er þegar ástandið er svo viðkvæmt sem raun ber vitni.“ Samfélagið ekki jafnað sig „Margir vilja gjarnan mæta í ár en eru enn ekki tilbúnir að vera í fjöl- menni af ótta við að smitast, jafnvel í annað eða þriðja sinn. Samfélagið hefur einfaldlega ekki jafnað sig. Munum að Fiskidagurinn mikli er og verður matarhátíð þar sem mað- ur er manns gaman, grímulaust,“ segir í tilkynnningu frá stjórn Fiski- dagsins mikla. Fiskideginum frestað í þriðja sinn - Stefnt er á hátíð í ágúst á næsta ári - Ótti við kórónuveiruna ástæðan Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dalvík Enn frestast Fiskidagurinn mikli en stefnt að honum 2023. Unnið var að því undanfarna daga að opna veginn yfir Öxi, frá Beru- firði yfir í Skriðdal. Mikill og þykk- ur ís liggur yfir veginum og nokk- urn tíma mun taka að losa hann af. Stefnt var að því að opna fyrir um- ferð í gær, föstudag, en vegfar- endur þurfa að fara varlega vegna klaka sem enn er á veginum, segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. „Við byrjuðum að moka þriðju- daginn 22. mars og vorum 16 tíma að komast yfir heiðina með snjó- blásara. Aðstæður eru dálítið óvenjulegar; minni snjór er á heið- inni sunnanverðri en við erum vanir en mun meiri snjór norðan megin þar sem vanalega er lítil snjósöfn- un,“ segir G. Rúnar Sigurðsson, yfirverkstjóri á þjónustustöð Vega- gerðarinnar á Höfn, á vef Vega- gerðarinnar. Hann segir óvenju- legar vindáttir hafa mest að segja um þetta ástand en vindáttin var úr norð-norðaustri þegar mest snjóaði í vetur. Axarvegurinn er nú mokaður í fyrra fallinu en oft hefur ekki verið mokað fyrr en um mánaðamótin mars/apríl. Notendur hafa þrýst mjög á um að opna veginn sem fyrst, enda styttir hann vegalengd- ina til Austurlands umtalsvert. SG vélar sjá um snjómokstur á Axarveginum. Fjögur tæki voru að störfum í vikunni. sisi@mbl.is Vegurinn yfir Öxi opnaður snemma Ljósmynd/Vegagerðin Axarvegur Óvenjumikill snjór var á heiðinni norðan megin á þessum vetri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.