Morgunblaðið - 26.03.2022, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
Við erum stolt fyrirtæki á
www.halldorursmidur.is
2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Norðurþing
Norðurþing í Þingeyjarsýslum er eitt af stærri sveitarfélögum landsins með margslungið náttúrufar,
fjölbreytilegt atvinnulíf og mannlíf. Þar er Húsavík langstærsti byggðakjarninn, en auk hennar er
þéttbýli á Raufarhöfn og Kópaskeri og nokkur fjöldi í dreifbýli í Kelduhverfi og Reykjahverfi.
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
Stefán Einar Stefánsson
Á ýmsu hefur gengið í sveitarstjórn-
arpólitíkinni í Norðurþingi á liðnu
kjörtímabili.
Sveitarfélagið er víðfemt og staða
þéttbýliskjarnanna afar misjöfn.
Húsavík er langstærsti bærinn en
mun minni byggðarlög, Raufarhöfn
og Kópasker, hafa átt mjög í vök að
verjast á síðustu árum. Íbúafjöldi á
Raufarhöfn hefur ekki náð 200 frá
árinu 2010 og íbúafjöldi á kópaskeri
hefur haldið í kringum 120 manns í
meira en áratug.
Pólitíkin á svæðinu tekur svip af
þessari stöðu, þar sem mörg sókn-
arfæri liggja í atvinnumálum á
Húsavík, en aðgerðir á hinum stöð-
unum einkennast fremur af varn-
arleikjum þar sem reynt er að halda
í horfinu.
Þungur rekstur
Rekstur sveitarfélagsins hefur
verið þungur síðustu ár og sam-
kvæmt áætlunum þess mun sú staða
lítið breytast fyrr en árið 2025. Gert
er ráð fyrir að tap verði af rekstr-
inum í ár sem nemi 236 milljónum
króna og að það verði ríflega 114
milljónir samanlagt á árunum 2023
og 2025. Hins vegar gera áætlanir
ráð fyrir að staðan snúist í 51 millj-
ónar króna hagnað á árinu 2025.
Uppstokkun og uppnám
Talsverðar breytingar eru fyr-
irsjáanlegar í sveitarstjórn Norð-
urþings, en þar munar sjálfsagt
mestu um að sjálfstæðismenn hafa
samið við forystufólk á E-lista um að
ganga til liðs við sig og það svo um
munar, því Hafrún Olgeirsdóttir,
sveitarstjórnarfulltrúi E-listans,
mun leiða Sjálfstæðisflokkinn í kom-
andi kosningum. Það gerir svo stöð-
una enn óvenjulegri að hinn verð-
andi oddviti sjálfstæðismanna situr
enn í sveitarstjórn fyrir E-listann og
er þar í minnihluta meðan Sjálfstæð-
isflokkurinn er í meirihluta. Til frek-
ari skýringar er rétt að geta þess að
E-listinn var á sínum tíma klofnings-
framboð frá Sjálfstæðisflokknum.
Sagt er að Kristján Þór Magn-
ússon, fráfarandi sveitarstjóri og nú-
verandi oddviti sjálfstæðismanna,
hafi beitt sér mjög fyrir þessum
samruna og ríkir nokkur lukka með
þá kveðjugjöf. Nokkur styr stóð um
Kristján Þór á liðnu kjörtímabili,
þar sem hann sætti m.a. ámæli stöku
manns fyrir að hafa farið í veik-
indaleyfi og önnur persónuleg mál-
efni dregin fram, en á hinn bóginn
var eftir því tekið að það voru ekki
aðeins pólitískir samherjar hans,
sem tóku til varna fyrir hann.
Meirihlutamynstrið í Norðurþingi
er einnig fremur óvenjulegt, því þar
starfa sjálfstæðismenn saman með
Samfylkingunni og Vinstri grænum.
Þrátt fyrir að áherslur flokkanna
séu mismunandi og þá hafi greint á
um eitt og annað verður ekki annað
séð en að meirihlutasamstarfið hafi
gengið fremur vandræðalaust fyrir
sig. Þó gerðist það þegar spjótin
beindust helst að sveitarstjóranum,
að félag Vinstri grænna gagnrýndi
hann fyrir stjórnarhætti, en sveit-
arstjórnarfulltrúi flokksins tók fram
að það hefði engin áhrif á sam-
starfið.
Erfitt er að spá fyrir um fram-
haldið, en sjálfstæðismenn gera sér
ljóslega vonir um að bæta við fjórða
fulltrúanum með samruna við E-
listann. Ómögulegt er að segja hvort
þær fyrirætlanir ganga eftir, en þá
verður enn eftir að mynda meiri-
hluta. Nái þeir fjórum mönnum dug-
ar einn samstarfsflokkur. Nema
auðvitað Framsókn bjóði betur.
Sviptingar á stjórnmálasviðinu
- Sameining Sjálfstæðisflokks og E-lista - Sveitarstjórinn yfirgefur sviðið - Óljóst um meirihluta
Morgunblaðið/Brynjólfur Löve
Húsavík Þessi mynd yfir höfnina í Húsavík er eilítið kuldaleg, þótt þar sé
raunar orðið nokkuð vorlegt og farið að hitna í kolunum í pólitíkinni.