Morgunblaðið - 26.03.2022, Side 30

Morgunblaðið - 26.03.2022, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 ✝ Sigurbjörg Jón- asdóttir fædd- ist 7. febrúar 1942. Hún lést 1. mars 2022. Sigurbjörg var fædd og uppalin á Grundarbrekku í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Jónas Guð- mundsson og Guð- rún Magnúsdóttir. Hún var næstyngst sex systkina, systkini hennar voru þau Jó- hanna, f. 15.7. 1931, d. 2.10. 1938, Hilmar, f. 14.4. 1934, d. 16.3. 2016, Einar, f. 24.11. 1938, d. 3.2. 2021, Jóhann, f. 5.5. 1940, og Magnús Þór, f. 4.5. 1947, d. 24.4. 2019. og Þóreyju Erlu Davíðsdóttur, f. 17.10. 2005. Sigurbjörg lauk fjórða- bekkjarprófi í Gagnfræðaskól- anum í Vestmannaeyjum 1959. Þá gekk hún í Húsmæðraskólann 1960-1961. Að loknu námi starf- aði hún við ýmis skrifstofustörf, lengst af á Tanganum í Vest- mannaeyjum og sem launa- fulltrúi í Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja. Eftir að börnin fæddust starfaði Sigurbjörg að- allega sem húsmóðir, en fór aft- ur á vinnumarkaðinn þegar börnin voru vaxin úr grasi og starfaði þá sem ræstitæknir. Sig- urbjörg og Viðar reistu sér heimili á Höfðavegi 26 í Vest- mannaeyjum þar sem þau bjuggu allan sinn hjúskap, ef frá er talinn sá tími sem þau bjuggu í Reykjavík meðan á Heimaeyj- argosinu stóð. Útför Sigurbjargar fer fram frá Hvítasunnukirkjunni í Vest- mannaeyjum í dag, 26. mars 2022, kl. 11. Sigurbjörg giftist Viðari Óskarssyni, f. 17.3. 1938, frá Vestmannaeyjum, hinn 16.3. 1968. Börn þeirra eru: 1) Jónas Rúnar, f. 26.4. 1971, kvæntur Inger Jóhönnu Daníelsdóttur, f. 12.9. 1974. Eiga þau saman dótturina Rakel Rós, f. 5.2. 2009. 2) Hafþór Óskar, f. 16.5. 1976, kvæntur Örnu Erlings- dóttur, f. 2.3. 1981. Eiga þau saman dæturnar Hrefnu Björgu, f. 21.2. 2012, og Ásdísi Evu, f. 13.7. 2014. Fyrir átti Arna börn- in Dan Davíðs f. 24.7. 2002, Söru Ísold Davíðsdóttur, f. 15.2. 2004, Elsku mamma, þá er komið að kveðjustund. Ég er svo þakklátur fyrir að þú varst mamma mín og alltaf varstu til staðar, hvort sem var í gleði eða sorg. Á hverjum degi varstu til staðar, þú sinntir mér með svo miklum kærleika og með framtíð mína að leiðarljósi, hvort sem ég væri sammála eður ei, en þú horfðir lengra en augu mín sáu. Þú kenndir mér að það að elska er ekki alltaf að samþykkja óskir heldur að horfa til framtíðar og ég sem faðir reyni að lifa sam- kvæmt því. Sumrin og þá sérstaklega sumarfríin í litla fellihýsinu voru ómetanlegur tími. Ferðast um landið þar sem margt og mikið var skoðað. Kotmótin voru órjúfanleg- ur hluti af sumrinu, alltaf var farið þangað þar sem við lærðum um Guð okkar og frelsara. Ekki var maður alltaf eins og engill, enda bara barn sem leikur sér og brallar misgáfulega hluti, en alltaf var maður elskaður eins og maður var. Eitt sinn á svifflugs- móti fyrir langalöngu í Múlakoti tók ég þátt í grikk sem í sjálfu sér var ósköp saklaus, þar sem við prakkararnir tókum kók úr flösku sem var inni í tjaldi hjá einhverj- um og skiptum því á milli okkar en settum svo kalt kaffi í staðinn. Lokuðum flöskunni voðalega flott, biðum svo í ofvæni eftir því að eig- andinn fengi sér nú úr flöskunni. Eðlilega voru viðbrögðin hjá hon- um þannig að við skemmtum okk- ur einstaklega vel. Ég man að ég sagði þér þessa sögu fyrir stuttu og þér var mjög skemmt. Enda gat hún mamma alveg verið að grínast í sínum nánustu og hafði mjög gaman af því. Ferðalögin á flugvélinni voru líka ævintýri, skroppið á Flúðir og labbað í bakarí til þess að fá sér kaffitíma. Einstakt að fá að upplifa og ég er svo þakklátur. Í daglega lífinu varstu alltaf að sinna fjöl- skyldunni, ávallt var eitthvað gott og hollt fyrir okkur og aldrei upp- lifði ég að mig vantaði eitthvað þó svo að mig langaði kannski í eitt- hvað. Við náðum vel saman og eftir að ég varð fullorðinn var mjög sterk taug á milli okkar og þú sást alltaf á mér ef eitthvað amaði að og varst tilbúin að rétta fram hjálp- arhönd. Nú er hvíldin komin, eins og þú varst búin að óska eftir þar sem líkaminn var komin að enda- stöð. Minning þín lifir og þín verður sárt saknað. Ég hef augu mín til fjallanna, Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Sálmur 121) Þinn sonur, Hafþór Óskar. Mamma mín, hún Sibba á Grundarbrekku, kvaddi okkur 1. mars sl. södd lífdaga, skömmu eftir að hafa fagnað 80 ára afmæli sínu. Síðustu tvö æviárin voru henni erf- ið þar sem hún glímdi við heilsu- brest, en ávallt var samt stutt í glettnina hjá henni. Mamma var einstaklega góðhjörtuð, hjálpsöm og fórnfús kona sem hlúði vel að fjölskyldu og vinum. Hún var næstyngst sex systkina frá Grund- arbrekku í Vestmannaeyjum sem ólust upp á ástríku heimili þar sem oft var þröng á þingi. En þrátt fyr- ir þröngan húsakost var ekki óal- gengt að þar gistu kostgangarar, auk þess sem mikill gestagangur var ávallt á heimilinu. Dugnaður og eljusemi voru mömmu í blóð borin, enda markaðist hún af upp- eldinu þar sem leggja þurfti mikið á sig til að sjá sér og sínum far- borða. Mamma minntist þess til dæmis oft að á meðal hennar hlut- verka hafi verið að reka kýrnar þrjár sem haldnar voru á Grund- arbrekku upp á túnin þar sem núna er Höfðavegur. Henni þótti þetta einstaklega leiðinlegt starf og var þess fullviss að beljunum væri illa við sig, sér í lagi þar sem þær virtust gera í því að skíta á Skólaveginn. Þá þurfti hún að hreinsa drulluna upp þar sem ekki gekk að skilja slíkan subbuskap eftir á aðalgötu bæjarins. Að námi loknu í Gagnfræðaskól- anum í Vestmannaeyjum fór mamma í Húsmæðraskólann í Reykjavík. Það kom alltaf blik í augun á mömmu þegar hún minnt- ist tímans í Húsmæðraskólanum, en þar naut hún sín vel og eignaðist marga góða vini. Að námi loknu sinnti mamma ýmsum skrifstofu- störfum. Hún starfaði meðal ann- ars sem launafulltrúi í Hraðfrysti- stöð Vestmannaeyja þar sem allt að 450 manns störfuðu. Á þessum tíma fengu allir starfsmenn greitt í beinhörðum peningum og var það þá eitt af verkefnum mömmu að fara upp í banka að sækja launin. Þarna gekk sem sagt kornung skrifstofudaman í gegnum bæinn með töskur fullar af peningum. Í dag yrði sjálfsagt brynvarinn bíll með tveimur fílefldum karlmönn- um sendur í verkefnið. En henni fannst þetta nú ekkert tiltökumál. Fjölskyldan var mömmu allt og áttum við bræðurnir alltaf mjög gott samband við hana, og í seinni tíð leið varla sá dagur sem við ekki spjölluðum saman í síma. Þegar svo tengdadætur og barnabörn bættust í hópinn þá tók hún ömm- ustarfinu fagnandi og átti virkilega gott samband við tengdadæturnar. Mamma var trúuð kona og virk- ur meðlimur í Hvítasunnukirkj- unni Betel. Passaði hún vel upp á að við bræðurnir fengjum kristi- legt uppeldi og eru þær ófáar stundirnar sem ég veit að hún hef- ur beðið fyrir okkur fjölskyldu sinni, sem og öðrum vegferðar- mönnum. Hún bar alltaf mikla væntumþykju til allra sem í kring- um hana voru og reyndist ávallt góður og tryggur vinur vina sinna. Það er gott að hugga sig við það núna að mamma skuli hafa átt brennandi og staðfasta trú á að þegar að stritinu hér á jörðu lýkur þá bíði okkar himneskar hallir þar sem við fáum að hitta aftur þá sem á undan okkur hafa farið. Mamma var hvíldinni fegin og hlakkaði til að verja eilífðinni með vinum á stað þar sem veikindi og sjúkdóm- ar þekkjast ekki. Hvíl í friði elsku mamma mín. Jónas Rúnar Viðarsson. Nú er elsku tengdamóðir mín farin frá okkur. Það eru komin 13 ár í sumar síðan ég kynntist henni Sibbu eftir að við Hafþór fórum að stinga saman nefjum. Hún var húsmóðir fram í fingurgóma og ávallt þegar ég kom, ein eða með börnin, var smurt brauð og hlað- borð í boðinu enda var hún hús- mæðraskólagengin og sást það alla hennar ævi. Alltaf var heimilið hennar og Viðars tengdapabba fín- pússað, hreint og fallegt. Sibba var mikil handavinnu- kona sem prjónaði og heklaði hverja fallegu flíkina á fætur ann- arri þar til gigtin tók það af henni. Dýrmætt að eiga handtökin henn- ar í fallegum fötum sem hún prjón- aði eða heklaði handa dætrum okkar Hafþórs. Ég verð alltaf þakklát Sibbu fyrir að taka mér og börnunum mínum vel, hún hafði alltaf hag okkar fyrir brjósti og fannst gam- an að fylgjast með hvað þau voru að bralla og gladdist með hverju gæfuspori. Hún var með óskap- lega græna fingur og sólskálinn á Höfðavegi var fullur af blómum ár eftir ár. Ég hef reyndar bara séð myndir af því en það var sameig- inlegur áhugi okkar, pottablóm, og hún gat alltaf talað um blómarækt enda hokin af reynslu. Elsku Sibba, takk fyrir allt og allt, hvíldu í friði í faðmi Jesú sem þú þekktir svo vel. Þín tengdadóttir, Arna Erlingsdóttir. Sibba var uppáhaldssystir pabba. Hún var reyndar eina syst- ir hans sem komst á legg en samt sem áður uppáhaldssystir hans. Þegar við pabbi fórum í síðasta skipti hans til Vestmannaeyja ásamt mömmu og fjölskyldunni minni kíktum við að sjálfsögðu á Sibbu og Viðar. Það var farið að draga af pabba og þau vissu að pabbi kæmi aldrei aftur til Vest- mannaeyja og líklegt að þau myndu ekki hittast aftur í þessu jarðlífi. Kærleikurinn og vináttan á milli þeirra var alger. Ég náði myndum af þeim þar sem þau lögðu höfuðin saman og brostu hvort til annars. Systkinakærleik- urinn var einlægur. Það var auðvelt að þykja vænt um Sibbu. Hún var bara þannig. Alltaf tók hún innilega á móti mér þegar við hittumst. Ég á einmitt mína fyrstu minningu um heim- sókn til hennar. Ég var þriggja ára. Pabbi og mamma fóru í ferða- lag til Noregs og ég var sendur í pössun til Sibbu í Vestmannaeyj- um. Það eina sem ég man úr heim- sókninni var reyndar að Jónas frændi, sonur Sibbu, beit mig. Það er löngu fyrirgefið. Í einu kennaraverkfallinu fór ég til Vestmannaeyja að vinna í fiski. Ég hef verið um 18 ára. Þá fékk ég gistingu hjá Jóhanni frænda sem hélt líklega að ég væri krónprins Íslands, slíkar voru móttökurnar. Hótel mamma bliknaði í samanburðinum. Þá var ekki á annað minnst en ég kæmi alltaf í kvöldmat til Sibbu. Það var líka vel þegið og alltaf fékk ég góð- ar móttökur þessar vikur sem ég dvaldi á Suðurhafseyju. Síðustu árin hitti ég Sibbu og Viðar gjarnan þegar þau komu í bæinn og Jónas og Inger buðu þeim í mat. Stundum var mér og Dögg boðið með og stundum kíkti ég í kaffi eftir matinn. Sibba var farin að missa heyrn og erfitt að halda uppi samræðum en móttök- urnar voru alltaf hlýlegar. Það er gott að hlýja sér við góð- ar minningar. Nú hafa pabbi og Sibba hist á himnum hjá Jesú. Þar er enginn vandi fyrir þau að spjalla því þar er enginn með slæma heyrn eða lélegan líkama. Elsku Viðar, Jónas, Hafþór og fjölskyldur. Ég sendi ykkur öllum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Minning um góða konu lifir. Fjalar Freyr Einarsson. Sigurbjörg Jónasdóttir, Sibba á Grundarbrekku, gætti okkar systkina í bernsku og spilaði stórt hlutverk í tilveru okkar. Við minn- umst hennar með hlýju og þakk- læti því hún var okkur alltaf góð. Það var mikið vinfengi á milli mömmu okkar og móðurömmu og fjölskyldunnar á Grundarbrekku og síðar pabba og mömmu eftir að þau stofnuðu heimili. Oft var kom- ið við á Grundarbrekku og okkur var alltaf tekið af mikilli gestrisni og vinsemd. Á jólunum fengum við systkin- in í Betel, og síðar á Arnarhóli, jólagjafir frá Grundarbrekku. Oft var það vönduð handavinna eða góðar bækur. Það var alltaf til- hlökkun að opna pakkana frá Grundarbrekku og við erum viss um að Sigurbjörg átti stóran þátt í þeirri rausn sem okkur var sýnd. Sigurbjörg ólst upp með for- eldrum sínum og fjórum bræðrum en Jóhanna elsta systir þeirra dó í bernsku. Stofnaður var minning- arsjóður Jóhönnu Jónasdóttur sem hélt nafni hennar og minn- ingu á lofti og styrkti kristniboð. Fjölskyldan á Grundarbrekku var mjög áhugasöm um kristniboð í Afríku, ekki síst starf Gundu Lil- and í Svasílandi, og studdi það með ráðum og dáð, Sigurbjörg var þar enginn eftirbátur hinna. Tengslin milli Vestmannaeyja og Svasílands voru sterk um árabil og sambandið við Afríku styrktist til muna þegar Páll heitinn Lúth- ersson fór að starfa þar að kristni- boði. Fjölskyldan á Grundar- brekku stóð jafn traust og Heimaklettur að baki kristniboðs- starfinu. Sigurbjörg giftist Viðari Ósk- arssyni, sem var sonur annarra náinna vinahjóna mömmu okkar og móðurömmu og síðar fjöl- skyldu okkar. Foreldrar Viðars, þau Þórdís Jóhannesdóttir og Óskar Þorsteinsson, sýndu okkur einnig mikinn kærleika og glöddu okkur á jólum með jólapökkum eins og fjölskyldan á Grundar- brekku. Í byrjun hvers nýs árs var fastur liður að við færum í heim- boð að Grundarbrekku á nýárs- dag, afmælisdegi mömmu, og svo til Óskars og Dísu á þrettándan- um. Svo komu þau í boð til okkar. Þessi heimboð voru alltaf mikið tilhlökkunarefni. Toppurinn á til- verunni voru svo ársfundirnir í Be- tel, sem voru eins konar árshátíð safnaðarins þar sem fólk á öllum aldri kom fram, spilaði og söng, farið var í leiki og svo borðaðar kræsingar sem safnaðarfólk kom með. Það var ekkert leiðinlegt að vera Betelingur! Við biðjum Guð að blessa minn- ingu Sigurbjargar Jónasdóttur og hugga ástvini hennar. Að lokum þökkum við ævilanga vináttu. Guðrún Margrét, Guðni og Sigurmundur Gísli Einarsbörn. 1977 fórum við Hjalli að fara í Betel. Við frelsuðumst þar og þar hitti ég Sibbu. Eftir því sem árin liðu urðum við nánar vinkonur. Hún bjó uppi í bæ en ég í mið- bænum. Hún kom oft við hjá mér þegar hún átti erindi í bæinn. Ég fór ekki oft til hennar, ég keyrði ekki bíl en þetta var göngutúr, svolítið langur en mjög hressandi. Við vorum saman í kórnum og í bænahóp, það var bara gaman. Sibba var góð vinkona og við náð- um vel saman. Mér verður oft hugsað til hennar og sakna henn- ar. Ég ætlaði að líta til hennar að morgni 1. mars en þá var hún búin að kveðja. Ég bið Guð að blessa Viðar og fjölskyldu og styrkja þau. Ég bið Guð að blessa minningu hennar. Kveðja, Kristjana (Dadda). Ég á vin sem biður, blessar, blessun fylgir nafni hans. Í hans nafni ég þáði, náðargjöf, minn sigurkrans. Kenn mér, Jesús, þér að þakka þína trú og bænargjörð. Yfir mér og í mér vaki elskan þín á himni og jörð. (Birgir Ásgeirsson) Þessar ljóðlínur úr sálminum „Ég á vin“ komu svo sterkt til mín þegar ég hugsaði til elskulegrar vinkonu minnar Sigurbjargar eða Sibbu eins og hún var ætíð kölluð. Sibba hefur nú kvatt jarðvistar lífsins svið og ég trúi því og treysti að í Jesú nafni þiggi hún blessun hans. Sibba var yndisleg manneskja, rík að góðum gjöfum, birtugefandi gæðum. Það var blessun fólgin í því að kynnast viðhorfi hennar til lífsins og ef því væri að skipta til dauðans. Það var henni afar mik- ilvægt að auðga lífið með birtu og að skilningnum væri gefið ljós. Sjálf bar hún, með orðum sínum og athöfnum, ljós inn í mannlegt samfélag. Hún talaði aldrei illa um nokkurn mann. Að ganga á lífsleið- inni með slíkri manneskju sem Sibbu hefur vissulega góð mótandi áhrif. Vinátta okkar Sibbu hófst þeg- ar við vorum börn að aldri. Á þess- um árum áttum við Sibba, ásamt fjölda annarra barna, það sameig- inlegt að fara í sunnudagaskóla í Betel. Ég á eina systur, sem er sex árum yngri en ég, og ég man hvað mér fannst mikils um vert að elsku litla Stella systir mín fengi að koma með í Betel og taka á móti blessunarríkum boðskapnum. Við áttum dásamlega foreldra sem kenndu okkur bænir og voru með í bænargjörðinni. Við Sibba vorum á sama aldri og skólasystur í Barnaskóla Vest- mannaeyja. Sibba átti heima á Grundarbrekku á Skólavegi. Við vinkonurnar urðum oft samferða í skólann og áttum þá okkar marg- víslegu gagnlegu samræður. Á þeim tíma sem unglingsárin gengu í garð flutti ég frá Eyjum, frá kæru frændfólki mínu, félögum og vinum, þá að verða 13 ára gömul. Flutti með mínum ástkæru for- eldrum og systkinum til Njarðvík- ur. Það var ætíð mikill samgangur og kærleiksandi milli systkinanna, Óskars frænda og Sigurbjargar, móður okkar systkina, Fidda, Stellu og Sigþórs. Elskulegu hjón- in Óskar frændi og Dísa áttu sam- an tvo frábæra syni, Viðar og Jó- hannes, sem hafa verið eins og bræður okkar frændsystkina í allri tryggð og vinskap. Eiginkona Jó- hannesar frænda heitir Ásgerður Margrét, kölluð Maggý. Hún er mikill og góður fjölskylduvinur. Þegar unglingsárunum sleppti dró til tíðinda hjá fjölskyldu okkar í Eyjum. Viðar frændi og Sibba vinkona ætluðu að gifta sig og ganga lífsbrautina saman. Það var dýrmætt að fá Sibbu í fjölskyld- una, hún varð strax ein af okkur. Hinar kæru hjartnæmu minn- ingar eru svo miklu fleiri og eiga allar ætíð góðan stað í huga mín- um og hjarta. Blessuð sé minning elsku Sig- urbjargar Jónasdóttur. Innilegar samúðarkveðjur til Viðars, Jónas- ar, Hafþórs og fjölskyldna. Helga Óskarsdóttir. Hún var frá Grundarbrekku og kölluð Sibba; þannig munum við minnast hennar. Í skapi var hún ljúf og hláturmild, þægileg í um- gengni en líka viðkvæm. Hún var meðlimur Betelsafnaðarins og sá um kristniboðssjóðinn, ásamt Guðrúnu, móður sinni. Á hverjum aðalfundi safnaðar- ins gerðu þær mæðgur grein fyrir sjóðsflæðinu, innkomu og því sem sent var utan, annaðhvort í Afr- íkutrúboð eða til Grænlands. Aldr- ei bar skugga á og enginn efaðist um verk þeirra. Sibba var, eins og við segjum gjarnan, „pottþétt“ fyrir þetta starf. Hún vann hjá Einari ríka á skrifstofunni og hið sama fylgdi henni þar. Verk hennar voru án at- hugasemda árum saman. Okkur fannst öll fjölskylda hennar líta hana þessum augum. Það sem Sibba tók að sér var vel gert og samviskusemi hennar skein út frá henni. Þegar samdrátturinn var milli hennar og Viðars Óskarssonar, eiginmannsins, þá sveif sagan á milli. Ein unga systirin í Betel bauð fram vitnisburð sinn á einni unglingasamkomunni og lauk orð- um sínum með tilvísun í Hörpu- strengjasálminn nr. 529 og beindi augum sínum að Sibbu. Hún end- aði kórinn í sálminum á sinn ein- staka hátt og sagði: „Aldrei til Við- ars þar hnígur sól!“ Hún breytti aðeins um áherslu með ríkulegu „s“-hljóði. Allra augu beindust þá að Sibbu, sem kafroðnaði, og við unglingarnir fórum upplýstir um ástarsambandið sem átti ekki að opinbera alveg strax! Við komum stundum í heim- sókn til hennar, sátum þar dags- part, fengum kaffi, spjall og glað- værð. Þó að Sibba væri ekkert að segja neina brandara þá skein sól- argeisli í hennar tali. Með glettni og léttum húmor. Ef eitthvað átti að gera í Betel þá var Sibba alltaf nálægt, tilbúin og með sinn liðsauka í starfsem- inni. Árum saman sungum við í Be- telkórnum á samkomunum í Betel. Við ferðuðumst með kórnum til Siglufjarðar, Keflavíkur, Reykja- víkur og Færeyja. Aldrei voru vandræði að útvega henni húsa- skjól, hún átti alls staðar trúsystur sem vildu hafa Sibbu. Svo liðu árin, heyrnin dofnaði og hún virtist eiga erfiðara með samskipti. Aldurinn vinnur ekki með okkur svo sem, en hið trausta vinasamband sem Sibba myndaði með hegðun sinni lokaði aldrei dyrum fyrir henni. Þessa trúsystur kveðjum við með söknuði með þessum fátæk- legu orðum. Vottum sonum henn- ar, Jónasi Rúnari og Hafþóri, ásamt ömmubörnum hennar og Viðari, eiginmanni hennar, okkar innilegustu samúð við fráfall þess- arar kæru trúsystur. Guð huggi ykkur og blessi minningu heima- sætunnar á Grundarbrekku, því en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Snorri Óskarsson og Hrefna Brynja Gísladóttir. Sigurbjörg Jónasdóttir Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.