Morgunblaðið - 26.03.2022, Side 34

Morgunblaðið - 26.03.2022, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 ✝ Þormóður Ás- valdsson fædd- ist á Breiðumýri í Reykjadal 6. mars 1932. Hann lést á Hvammi á Húsavík 16. mars 2022. Foreldrar hans voru Sigríður Jóns- dóttir frá Auðnum í Laxárdal, f. 15. apríl 1903, d. 5. apríl 1992, og Ás- valdur Þorbergsson frá Litlu- laugum í Reykjadal, f. 11. októ- ber 1898, d. 18. ágúst 1949. Systkini hans eru Sigurveig, f. 1925, Hrólfur, f. 1926, Jörgen, f. 1928, Hildur, f. 1929, Ásta, f. 1930, Þuríður, f. 1933, Ingjald- ur, f. 1940, og Jörgen Þorberg- ur, f. 1946, þrjú yngstu systkinin lifa Þormóð. Hinn 3. desember 1955 kvæntist Þormóður Ingigerði Kristínu Jónsdóttur, f. 21. sept- ember 1930, d. 8. febrúar 2018. Foreldrar hennar voru Þórveig Kristín Árnadóttir, f. 6. sept- ember 1908, d. 23. júní 1935, og Natan Ernir. 4) Sigríður Sól- veig, f. 12. október 1961, fv. maki Sigurbjörn Þorsteinsson, dóttir þeirra er Kristín Rut, f. 1996. 5) Svala Guðrún, f. 18. júlí 1963, maki Baldur Þorgilsson, f. 29. ágúst 1962, börn þeirra eru Þorgils Jón, f. 1997, og Ugla Þuríður, f. 1999. 6) Jörgen Heið- ar, f. 25. nóvember 1966, maki Gerður Ólafsdóttir, f. 18. nóv- ember 1967, börn þeirra eru Ólafur Tröster, f. 1988, synir hans eru Tinni og Þormóður Ari, og Gígja, f. 1993. 7) Sig- urveig Dögg, f. 20. janúar 1972, maki Jóhann Helgi Sigmarsson, f. 9. desember 1969, sonur þeirra er Sigmar Þorri. Þormóður fluttist með fjöl- skyldu sinni að Ökrum í Reykja- dal 1944 og bjó þar alla tíð, hann tók við búinu ásamt móður sinni og eldri systkinum við fráfall föður síns þegar hann var 17 ára. Þormóður sinnti ýmsum fé- lagsstörfum með búskapnum, sat í stjórnum búnaðarfélaga, ungmennafélaga og sókn- arnefndar. Hann söng með Kirkjukór Einarsstaðasóknar og Karlakór Reykdæla. Utan heimilis vann hann á sláturhúsi KÞ á Húsavík í 20 haust. Útför hans fer fram frá Ein- arsstaðakirkju í dag, 26. mars 2022, klukkan 11. Jón Stefánsson, f. 8. apríl 1900, d. 24. júní 1989. Börn Þormóðs og Ingu eru: 1) Þór- veig Kristín, f. 11. maí 1956, hún á soninn Frey Inga Björnsson, f. 1981, maki hans er Þór- hildur Guðsteins- dóttir, börn þeirra eru Saga Sól og Frosti Valur. 2) Ásvaldur Ævar, f. 15. mars 1958, maki Laufey Skúladóttir, f. 19. maí 1958, börn þeirra eru Aðalgeir, f. 1985, maki Lucia Cabrera Mo- raga, dóttir þeirra er Kara Ísa- bella, og Arney, f. 1989, maki Kristján Sigurólason, börn þeirra eru Bjarkey og Kató. 3) Jón Sigurður, f. 9. mars 1959, maki Sólveig Jónsdóttir, f. 8. ágúst 1963, d. 14. apríl 2011, börn þeirra eru Inga Ósk, f. 1993, maki Vignir Fannar Vík- ingsson, og Jón Þór, f. 1995, maki Lilja Tekla Jóhannsdóttir, synir þeirra eru Rúrik Atli og Ég kveð nú Þormóð tengda- pabba minn. Ég hitti hann fyrst fyrir norðan á hans heimaslóðum. Ég, sunnanmaðurinn, var sem betur fer aðeins undirbúinn því ég hafði verið nokkur sumur í sveit sem barn. Það var að vísu í norð- ursýslunni og fljótlega lærði ég að ef Þingeyingar geta ekki metist við aðra þá metast þeir innbyrðis. Gaman var að reyna að halda uppi málstað norðursýslunnar enda var þar einn af mælikvörðum Þor- móðs, sjálfur Dettifoss – þegar honum fannst eitthvað vera stórt og mikið þá sagði hann gjarnan að það væri „eins og hálfur Detti- foss“. Ég reyndi að hjálpa honum við hin ýmsu sveitastörf s.s. í fjósinu, við að gefa skepnum, í girðinga- vinnu og við heimaslátrun svo fátt eitt sé nefnt. Ég þurfti að spyrja um marga hluti sem oft endaði í miklum umræðum. Mér þótti mjög vænt um þessar stundir með honum enda hafði ég ekki haft næg tækifæri til að eiga þannig stundir með mínum eigin föður sem féll snemma frá. Þormóður hafði gaman af vísum og reyndum ég og krakkarnir mín- ir á tímabili að læra eina vísu í hverri ferð norður. Ég skynjaði virðingu þeirra fyrir þessari gömlu hefð sem lítið er um í kringum þau. Þormóður var óþreytandi að segja frá gömlum búskaparhátt- um, margir sem hann sjálfur hafði iðkað. Þar má nefna að binda bagga, troða heyi í poka, sneiða sniddur og viðhald á torfbæjum, m.a. viðgerðir á torfgólfum með ösku. Sjálfur sagðist hann hafa beitt öllum heyvinnsluaðferðum sem notaðar hafa verið frá land- námi. Hann var áhugasamur um söguna og stúderaði innkaup við byggingu Þverárkirkju og Lauga- skóla, hvenær hjól og kerrur voru tekin í brúk og notkun sveitafána í Þingeyjarsýslu á síðustu öld. Hann skildi mátt samvinnunnar og tók að sér ýmis verk sem þurfti að vinna. Hann var ásetningsmað- ur, aðstoðaði við kirkjuhald og verslaði í nærumhverfinu það sem hægt var. Hann sagði í gríni að því sem ekki fengist í kaupfélaginu þyrfti hann ekki á að halda. Hann mætti á allar skemmtanir sem voru haldnar í dalnum, tók þátt í félagslífinu, söng í kirkjukórnum og lék í leikritum. Hann var líka forvitinn um nýja hluti. Hann átti tölvu, fór á netið og lagði rafrænan kapal. Eitt sinn spurði hann mig hvernig stæði á því að þessi nýju raftæki sem vinna á ljóshraða þyrftu alltaf að láta bíða eftir sér. Við þessu átti ég, rafmagnsverkfræðingurinn, ekkert svar og hugsa ég oft til hans þegar raftæki eru lengi af stað. Það var sjaldan asi á Þormóði og hann seinn til vandræða. Hann tók hlutunum eins og þeir komu. Sem unglingur átti hann val á milli þess að gerast bóndi og taka við búi fjölskyldunnar eða að systkinahópnum yrði skipt upp. Hann valdi auðvitað að gerast bóndi. Ég spurði hann hvort hann hefði einhvern tímann séð eftir þessu, hvort hann hefði ekki viljað gera eitthvað annað. Nei, þetta var bara sjálfsagt og ekkert mál. Ég held að hans hófstillta viðmót hafi verið góð fyrirmynd fyrir börnin þeirra Ingu enda einstak- lega flottur flokkur þar á ferð sem hann var afar stoltur af. Nú hefur hann lokið æviverki sínu og því getur hann verið stoltur af. Takk fyrir allt. Baldur Þorgilsson. Afi Ommi. Afi hafði alltaf gaman af því að rugla rækilega í okkur og náði þannig vel til okkar beggja og í raun allra barna, barnabarna og barnabarnabarna sinna. Í miðju ruglinu vorum við ekki alltaf viss hvar við hefðum hann, „ætlaði hann virklega ekki að gefa okkur ís“ eða „vissi hann ekki hvað við hétum?“ Get svo svarið það að við höfum oft hitt hann áður. Með skrílslátum og stríðni kenndi hann okkur mikilvæga lexíu, að njóta lífsins og hafa gaman. Afi Ommi öll við þekkjum hann, þykist ekkert kannast við mann, þó svo alla ættfræði hann kann, réttast væri að faðma hann. Grallari af guðsnáð og betri fyrirmynd fyrir afkomendur sína er vart hægt að finna. Að lokum viljum við kveðja þig með litlu ljóði, vonandi kanntu það vel að meta. Löng og ströng var sú vakt, sem ungum dreng var falin, örlögin sáu til þess að leiðtoginn var valinn. æðruleysi, dugnaður og gaman héldu öllum saman, galinn oft á tíðum og ruglar í börnum sínum, þó árin tifi sinn takt. kapall lífsins genginn er upp og vaktinni lokið, ég veit þú hvílir í friði, elsku afi minn, samt ekki of lengi því Inga amma þín bíður. – með söknuð í huga en gleði í hjarta. Aðalgeir (Geiri) og Arney. Enn er höggvið í hóp okkar eldri Akra-systkina því nú kveðj- um við klettinn í hópnum. Þótt fjölmennur systkinahópurinn hafi dreifst um landið stóð Þormóður bróðir okkar vaktina heima á Ökr- um og tryggði okkur sem brott- flutt voru þá ómetanlegu tilfinn- ingu að vitja æskuheimilisins,– að koma heim. Fimmti áratugur síðustu aldar varð fjölskyldu okkar bæði ára- tugur gleði og sorgar. Árið 1944 fengu foreldrar okkar Akra til ábúðar og fluttust þangað frá Breiðumýri með sinn stóra barna- hóp. Það var ár mikillar gleði og bjartsýni. En skuggarnir lágu í leyni og ári seinna kemur lömun- arveikin og verður elstu bræðrum okkar svo erfið að Jörgen deyr sautján ára en Hrólfur lamast neðan mittis. Fjórum árum síðar lést pabbi og mamma stendur uppi, 46 ára ekkja, með átta börn. Þá var komið að þætti Þormóðs. Sautján ára gamall rís hann upp og tekur við búsforráðum á Ökrum ásamt mömmu. Auðvitað naut hann mikils stuðnings systk- inanna en aðallega þó þeirra sem eldri voru. Stuðningur hans við mömmu á erfiðleikastundu varð til að gera okkur hinum æskuárin bæði ljúf og gleðifull. Síðan eru liðin 73 ár og vaktina stóð hann heima á Ökrum fram á síðasta ár, eða þangað til hann flutti í Hvamm þegar heilsan fór að bila. En Þormóður stóð ekki vaktina einn því laugardaginn 3. desember 1955 kvæntist hann Ingigerði Kristínu Jónsdóttur, heimasætu á Öndólfsstöðum. Þarna var ekki verið að leita langt yfir skammt því Öndólfsstaðir eru næsti bær sunnan Akra og með ræktunarstarfi Þormóðs og Ingu náðu túnin á bæjunum að liggja saman nokkrum árum síðar. Og Inga reyndist Akraheimilinu frá- bær sending. Hún var ekki bara falleg og góð, hún var líka svo dugleg og áhugasöm um öll verk að oft var sem bróðir okkar næði ekki að njóta eðlislægrar leti ætt- ar sinnar. Það varð Þormóði mjög erfitt þegar Inga féll frá árið 2018. Þrátt fyrir allan sinn dugnað hafði hún ekki sinnt því að þjálfa hann til eldhúsverka og því kom nær- vera Þuru systur okkar sér ákaf- lega vel næstu misserin. Þormóður var einlægur félags- mála- og samvinnumaður. Hann var virkur félagi í öllum þeim fé- lögum sem unnu að héraðshag og sat um langt árabil í stjórn þeirra mjög margra. Allt of langt er þar upp að telja, en ófáir voru dag- arnir sem hann þurfti að bregða sér af bæ vegna þessara starfa. Þá kom sér vel að vera vel kvæntur. Hann var trúr kaupfélagsmaður og hrun Kaupfélags Þingeyinga á tíunda áratugnum varð honum erfið raun. Svo erfið, að einhverju sinni, þegar hann var að veltast með keyptan happdrættismiða og börn hans spurðu hvað hann myndi nú gera ef hann fengi hæsta vinninginn, stóð ekki á svarinu: „Ég myndi gefa kaup- félaginu hann.“ Frístundirnar sem sköpuðust í dagsins amstri fóru mikið í að fletta spilum. Hann var áhuga- samur og góður bridsari og spilaði gjarnan við sjálfan sig þegar eng- inn var makkerinn, eða þá hann lagði kapal. Nýlegir og hálir spila- stokkar voru honum lítt að skapi og gæði þeirra mat hann meiri eft- ir því hve stöm spilin voru. Þormóður hafði einstakt skap- lyndi og aldrei skipti hann skapi svo reiði væri hægt að greina. Þó hafði hann sínar ákveðnu skoðanir á mönnum og málefnum, en leitaði ávallt niðurstöðu í anda þeirrar samvinnu og samstöðu sem hugur hans stóð til. Við sendum börnum hans og fjölskyldum þeirra okkar bestu samúðarkveðjur. Minning um góðan mann mun lifa. Þuríður, Ingjaldur og Þorbergur. Í dag kveðjum við kæran föð- urbróður. Mann sem var okkur systkinum miklu meira en það. Það var okkar gæfa að vera „send í sveit“ að Ökrum og fyrir okkur börnin, síðar unglingana, var Þor- móður okkar festa og skjól alla ótöldu sumarmánuðina. Hann var einhvern veginn órjúfanlegur hluti af sumrum æskunnar og uppvaxtaráranna, eins og lands- lag sem aldrei breytist, – eins og allt sem hægt er að ganga að sem vísu. Nærvera hans var hlý og góð og aldrei skipti hann skapi eða byrsti sig, jafnvel þótt ástæða væri til, – ekki einu sinni þegar hann þurfti að klippa girðinguna utan af heyþyrlunni. Jafnaðargeð var honum í blóð borið enda leið bæði mönnum og málleysingjum vel í hans nærveru. Enda eftir nærveru hans sóst. Þormóður var af þeirri kynslóð sem tjáði ekki tilfinningar sínar með orðum, a.m.k. ekki hefð- bundnum. Hins vegar var eftir- sóknarvert, og bar vott um vænt- umþykju Þormóðs, að vera yrtur með orðum eins og: „Skepnan þín, snúður og hvað sem þú heitir.“ Úr hans munni fengu þannig mörg orð nýja og betri merkingu. Hann hafði einstakt lag á að stjórna án þess að stjórna. Hann var í eðli sínu rólegur að verki en undan honum gekk. Þannig fékk hann okkur krakkana líka til liðs við sig. Og fyrir hann vorum við öll af vilja gerð, viðvik varð að leik og verkefnin, sem aldrei voru íþyngj- andi, unnin með gleði. Líklega hefðu nútímastjórnendur getað lært margt af hans starfsháttum. Þannig var hann alveg til æviloka, og við alltaf börn, tilbúin í verkið. Hin síðari ár gekk hann gjarn- an á lopaleistunum út á stétt, benti með stafnum á „Suðr’ og upp“ og sagði: „Heyrðu mig þú þarna, þú verður að hlaupa fyrir þessar skjátur.“ Og eins og næst- um hálfri öld áður, hljóp maður af stað, ótrúlega glaður í hjartanu. Eitt var nauðsynlegt að vita í samskiptum við Þormóð. Maður varð að hafa áttirnar á hreinu. Hann talaði í áttum og var ekki að flækja hlutina með nafngiftum enda áttir mjög skilvirkar og skýrar. Túnin á Ökrum heita t.d. „Út og upp, Út og niður, Suðr’ og upp og Suðr’ og niður“. Íbúðar- húsið skiptist í „Norðurí og Suð- urí“, fjósið er svo „Austurí“. Þor- móður átti líka einu sinni kú með tvö leg og þurfti alltaf að sæða hana í „syðra legið“ svo hún héldi. Þormóður var vanafastur og einn af hans vana var að borða kalt ristað brauð. Sulta á kleinu mun alltaf minna á hann. Líka vasa- hnífur. Og leikni við að halda fjó- skollinum á fætinum. Stóra hey- fangið og kennslan hvernig maður átti að ná sem mestu heyi í fangið. En fyrst og síðast situr eftir hin ómeðvitaða kennsla um viljann til verka og kærleika í hrjúfri nær- veru. Við vonum að algóður Guð gefi Þormóði slitinn spilastokk við himnahliðið því án hans er ekki hægt að hugsa sér Þormóð í himnaríki. Að leiðarlokum þökkum við Þormóði gjafir hans, sem eru miklu meiri og dýrmætari en hann sjálfan hefði grunað, þær munu fylgja okkur út lífið. „Akrakrökkum og hvað sem þið heitið nú öll“ vottum við okkar dýpstu samúð. Genginn er merkur maður og landslagið breytt. Elsa og Sverrir Ingjaldsbörn. Traustir skulu hornsteinar hárra sala; í kili skal kjörviður; bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel. (Jónas Hallgrímsson) Það er gæfa okkar prestanna að eiga gott samstarfsfólk, eink- um sóknarnefndarformenn og meðhjálpara að ógleymdum org- anistum og kórfólki. Þess vegna var svo gott að koma til þjónustu í Grenjaðarstaðarprestakalli. Þor- móður á Ökrum var þá í senn for- maður sóknarnefndar Einars- staðasóknar, meðhjálpari Einarsstaðakirkju og bassi í kórn- um. Í engri kirkju prestakallsins var (og er) kórinn nær prestinum en þar, eða aldrei meir en fimmtíu sentimetra fjarlægð hið mesta þegar prestur snýr að altari. Kór- söngur við slíkar aðstæður er sannarlega kammermúsík! Og presturinn endurnærist í værðar- voðum tónanna. Það er mikið þakkarefni. Þau voru þar bæði Inga og Þormóður og ekki hægt að hugsa annað án hins. Nú eru bæði geymd í Guðs hendi. Tilvitnunin hér að ofan er ekki einungis vegna þess að Þormóður er sem bóndi og bústólpi virður vel, heldur hæfir einnig vel þegar hans er minnst að vísa til orðanna um hina traustu hornsteina sem gilda jafnt um lága sali sem háa og að kjörviður þarf líka að vera í kili þess skips sem er ævifleyið sjálft. Þormóður og þau hjónin bæði voru traustir fulltrúar þeirrar sveitamenningar sem blessað hef- ur land og þjóð um aldir. Það kann vel að vera að hún breytist svo mikið að hún týnist og tapist, en hún lifir samt enn og svo lengi sem fólk fæðist og nærist af hug- sjónum og gildismati sem þau sem lifa fengu í arf frá þeirri kynslóð sem nú er óðum að hverfa. Nú er á brautu borinn vigur skær… Farðu vel, bróðir og vinur! (Jónas Hallgrímsson) Kristján Valur Ingólfsson. Ég minnist góðs vinar Þormóðs Ásvaldssonar. Við vorum sam- starfsmenn og félagar í samtök- unum Landsbyggðin lifi, LBL, frá 2003. LBL eru baráttusamtök um eflingu byggðar um allt land. Starfsemin felst í ráðstefnuhaldi um byggðamál, umræðufundum og útgáfustarfsemi, einkum í sam- bandi við ráðstefnurnar. Þetta eru grasrótarsamtök þvert á alla póli- tíska flokka. Þormóður var mjög virkur félagi, alltaf tillögugóður og fylginn sér og lengi stjórnar- maður og formaður í sínu LBL- svæðisfélagi, Þingeyjarsveit. Hann var bóndi og vel að sér sér- staklega um málefni sveita, en reyndar um landsmál öll. Við Sveinn í Kálfskinni hringdumst á þegar við fréttum af andláti Þor- móðs og minntumst hans. Sér- staklega minntumst við fundar að heimili hans og Ingigerðar Jóns- dóttur að Ökrum í Reykjadal, gestrisni og virkni þeirra beggja í umræðu fundarins. Sveinn bað mig, ef ég skrifaði um Þormóð, að senda saknaðarkveðju frá sér. Ég vil, fyrir hönd allra félaga í Lands- byggðin lifi, senda fjölskyldu Þor- móðs, þessa heiðursmanns, sam- úðarkveðju. Ragnar Stefánsson. Þormóður Ásvaldsson Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, EGILL GUÐMUNDSSON frá Ólafsvík, lést á dvalarheimilinu Jaðri miðvikudaginn 23. mars. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 1. apríl klukkan 13. Athöfninni verður streymt á kirkjanokkar.is. Jónas Egilsson Elísabet Eygló Egilsdóttir Sveinn Egilsson Margrét Bjartmarsdóttir Elín Þuríður Egilsdóttir Guðjón Kristinn Kristgeirsson Guðmundur Gísli Egilsson Guðlaug Jóhanna Steinsdóttir Sigurður Egilsson Herdís Þórðardóttir Guðbjörg Egilsdóttir Guðbrandur Björgvinsson Gústaf Geir Egilsson Vaida Visockaite Hólmar Egilsson Halldóra Einarsdóttir Sigurlaug Egilsdóttir Ingólfur Gauti Ingvarsson Agla Egilsdóttir Arnljótur Arnarson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.