Morgunblaðið - 26.03.2022, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
✝
Hólmgrímur
Kjartansson
fæddist í Hrauni í
Aðaldal 29. mars
1932. Hann lést á
Hvammi aðfaranótt
15. mars 2022.
Hann var sonur
hjónanna Jónasínu
Þorbjargar Sigurð-
ardóttur frá
Hrauni, f. 28.5.
1903, d. 5.8. 1991,
og Kjartans Sigtryggssonar, f.
11.1. 1904, d. 24.2. 2001, frá
Jarlsstöðum í Aðaldal. Systir
Hólmgríms er Kristín, f. 21.2.
1940.
Hólmgrímur kvæntist 13.8.
1955 Kristbjörgu Freydísi Stein-
grímsdóttur frá Nesi í Aðaldal,
Freyja, f. 24.4. 1979, í sambúð
með Hamidresa Jamshidnia. 2)
Harpa Þorbjörg, f. 2.7. 1959,
gift Rafni Stefánssyni, f. 10.6.
1956. Börn þeirra eru a) Oddný
Björg, f. 13.6. 1983, og b) Stefán
Grímur, f. 6.8. 1989, í sambúð
með Súsönnu Svansdóttur,
þeirra synir eru Þormar Kári, f.
2018, Tjörvi Þeyr, f. 2020, og
drengur, f. 21.3. 2022.
Hólmgrímur ólst upp í
Hrauni, gekk í farskóla í sveit-
inni og var í unglinganámi á
Grenjaðarstað í einhvern tíma.
Hann var bóndi í Hrauni allt
þar til hann flutti á dvalarheim-
ilið Hvamm á Húsavík árið 2016
en þá hafði Kristbjörg dvalið
þar um tveggja ára skeið.
Hólmgrímur var virkur í fé-
lagsstörfum og söng meðal ann-
ars lengi með karlakórnum
Hreimi.
Útförin fer fram í Neskirkju í
Aðaldal í dag, 26. mars 2022,
klukkan 14. Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
f. 21.9. 1931, d.
23.10. 2020. Hún
var dóttir hjónanna
Sigríðar Vilhelm-
ínu Pétursdóttur, f.
13.3. 1899, d. 1.2.
1984, og Stein-
gríms Sigurgeirs
Baldvinssonar, f.
29.10. 1893, d. 11.7.
1968.
Dætur Hólm-
gríms og Krist-
bjargar eru: 1) Arndís Álfheið-
ur, f. 25.7. 1955. Eiginmaður
hennar er Methúsalem Ein-
arsson, f. 12.2. 1955. Þeirra dæt-
ur eru a) Elín Dögg, f. 9.8. 1973,
gift Þorsteini Halldórssyni og
eiga þau synina Sindra, f. 2003,
og Frey, f. 2009. b) Hólmdís
Afi og amma í Hrauni, Bogga
amma og Grímur afi, það eru
ófáar minningarnar sem fara í
gegnum hugann þegar ég minn-
ist þeirra og allra þeirra dýr-
mætu stunda sem við áttum
saman. Ég var mikið hjá ömmu
og afa sem barn og ferðir í
Hraun hafa verið órjúfanlegur
hluti af mínu lífi. Ég var sem
dæmi ekki gömul þegar ég fór að
fara norður í Aðaldalinn um leið
og skólinn var búinn að vori til að
vera hjá ömmu og afa í sauðburði
og þau eru ekki mörg vorin sem
hafa liðið án þess að ég hafi kom-
ið í fjárhúsin í Hrauni. Grímur
afi var mér alltaf góður, hann tók
mig með í flestöll verk og aldrei
upplifði ég að ég væri fyrir hon-
um. Þær voru ófáar stundirnar
sem við áttum saman í fjósinu við
mjaltir og best þótti mér að sitja
á mjaltakollinum meðan afi
stússaðist í kringum kýrnar og
sagði mér sögur eða söng fyrir
mig, hann hafði góða söngrödd
sem ómaði svo vel í fjósinu. Afi
þekkti hverja þúfu og hvern
hraunmola í Hraunslandi enda
bjó hann þar nánast alla sína tíð.
Það voru ófáar gönguferðirnar
þar sem hann leiddi litla hönd
um hraunið og litið var eftir
hreiðrum, litið inn i hellisskúta,
hlustað á fuglana og horft yfir
landið. Litla skottið ég átti það
þó samt til að hafa ekki eirð í
þetta allt og stinga af út í busk-
ann en með árunum lærði ég að
njóta og staldra við. Þær eru líka
ófáar minningarnar sem ég á um
afa og rússajeppann hans, að
fara með honum engjahring til
að líta eftir fénu eða suður í útibú
að versla og afi sagði sögur eða
söng. Á seinni árum eru það
góðu stundirnar í eldhúsinu í
Hrauni og spjall yfir góðum
kaffibolla, mjólkurkexi eða rist-
uðu brauði með osti og sultu sem
koma fyrst upp í hugann. Mér er
þakklæti efst í huga þegar ég
minnist afa og alls þess sem
hann kenndi mér en mikið vildi
ég að ég hefði stundum hlustað
betur eða tekið meira eftir. Takk
elsku afi fyrir allt og knúsaðu
ömmu frá mér þegar þú hittir
hana. Þín
Hólmdís Freyja (Dísa).
Sögu vil ég segja stutta,
sem að ég hef nýskeð frétt.
Reyndar þekkið þið hann Gutta,
það er alveg rétt.
Söngurinn hljómar í fjósinu
þar sem Grímur afi er að mjólka
kýrnar og litla stelpuskottið ég sit
á fjóströðinni með ylvolga mjólk í
glasi. Afi söng oft þegar við vor-
um saman í fjósinu og persónur í
ljóðum Stefáns Jónssonar voru
fastagestir þar með okkur og
smám saman lærði ég þessi ljóð
og söng þau síðar fyrir syni mína.
Ég fékk oft að fylgja afa við
verkin á búinu og lærði réttu
handtökin. Snemma lærði ég að
þvo júgur kúnna fyrir mjaltir,
gefa kálfum, skammta fóðurbæti,
moka flórinn, reka kýrnar ekki of
hratt, brynna og gefa ánum og
vorið áður en ég varð sex ára fór
fram sérstök þjálfun í að aðstoða
kindur við burð enda gott að fá
litla og netta hönd í verkið.
Reiðtúrarnir með afa og ömmu
voru margir og gjarnan var far-
inn engjahringur þar sem ferðin
var nýtt og litið eftir lambánum,
kíkt á veiðimenn og notið náttúr-
unnar.
Afi hafði mikinn áhuga á að
fylgjast með fuglunum í nágrenn-
inu og var duglegur að leiðbeina
manni varðandi umgengni við
hreiður og unga, gæta þess að
raska ekki hreiðrinu og stoppa
ekki of lengi.
Afi tók oft að sér að svæfa mig
á kvöldin og voru þá sagðar sögur
eða lesið úr „Dansi, dansi dúkkan
mín“ en ósjaldan sofnaði hann í
miðjum lestri og hrotur tóku við
af lestrinum. Einhverju sinni
heyrði amma þó mikinn hlátur frá
mér þegar afi átti að vera að
svæfa mig og kíkti inn. Var afi þá
búinn að taka út úr sér tennurnar
og setja upp óborganlega sýningu
með geiflum og grettum sem ég
man vel enn í dag. Það er hins
vegar alveg óhætt að segja að
þetta vakti ekki hrifningu hjá
ömmu.
Bíltúrar í rússanum voru oft
ævintýri líkastir en ansi var
manni stundum orðið heitt á rass-
inum þar sem sætið í ferðum um
landareignina var gjarnan vélar-
hlífin milli framsætanna. Oft
leyndist eitthvert góðgæti í
hanskahólfinu eða undir sætinu
og í Húsavíkurferðum var fastur
liður að stoppa í lúgunni á Bíla-
leigunni og kaupa ís í vél eða Si-
nalco til að njóta á heimleiðinni og
bæta einhverju í hanskahólfið.
Afi var mikill barnakarl og oft
var hann sestur á gólfið í leik eða
tók börnin á hné sér og fór með
„Ríðum heim til Hóla“ eða „Svona
ríður jómfrúin“. Strákarnir mínir
voru svo heppnir að fá að njóta
svona stunda með honum og fá að
brasa með honum í sveitinni.
Afi var bæði pabbi minn og afi.
Ég bjó hjá þeim ömmu í Hrauni
fyrstu árin og myndaði það órjúf-
anleg og sterk tengsl.
Elsku afi, takk fyrir allt sem þú
kenndir mér. Ég kveð þig með
broti úr ljóði Stefáns Jónssonar
sem þú söngst fyrir mig og ég
raulaði oft fyrir syni mína fyrir
svefninn.
Mömmu sinni, mömmu sinni,
Matti hjálpa á.
Svæfa systir Bínu,
svolitla agnarpínu.
Eina kleinu, eina kleinu
á í laun að fá.
Margar vísur, margar vísur
Matti ekki kann.
Við því ei má óa
og við „Gamla Nóa“
sjálfur kvæðið, sjálfur kvæðið
síðan yrkir hann.
Sussu Bína, sussu Bína,
Sussu Bína, suss!
Bezta, litla Bína,
bráðum framtíð mína
færðu að heyra, færðu að heyra.
Farðu að sofa, uss!
Þín
Elín (Ella) Dögg.
Okkar góði vinur og félagi,
Grímur í Hrauni, hefur lokið
verki sínu hér á jörð og er fluttur
á annað svið. Við fjölskyldan vor-
um svo heppin að kynnast honum
og konu hans Boggu náið, en tví-
burasystir hennar, Arndís, var
gift Örnólfi móðurbróður Bárðar.
Eftir að við fluttum til Húsa-
víkur 1977 höfum við Svala og
synir okkar, Hermann og Birkir,
verið tíðir gestir í Hrauni og notið
vináttu og gestrisni þeirra hjóna
og fjölskyldu alla tíð. Hestar okk-
ar hafa einnig notið þess að vera á
beit á Hraunsengjum í mörg sum-
ur.
Hermann sonur okkar var í
sveit í Hrauni eitt sumar og með
kindur þar um tíma. Veiðiskap
stunduðum við feðgar þar og
lærðum margt um Laxá og nátt-
úru landsins.
Varla var maður kominn í
Hraun, þegar Grímur sagði: eig-
um við ekki að fá okkur kaffi, og
auðvitað var sest inn í eldhús til
Boggu að uppdekkuðu borði með
kræsingum og málin rædd.
Grímur var mjög minnugur um
ættir, menn og sögur. Hann hafði
gaman af að ræða við gesti og
fræðast, enda áttum við margar
góðar stundir við eldhúsborðið.
Hann rak bú sitt af myndar-
skap og hugsaði vel um sinn bú-
pening. Hann var mikill dýravin-
ur og fylgdist vel með öllu dýralífi
í umhverfinu. Hann var lengi
„réttarkóngur“ á Hraunsrétt og
naut mikillar virðingar.
Við fjölskyldan þökkum fyrir
að hafa fengið að njóta vináttu og
hlýju Gríms og Boggu í Hrauni og
vottum fjölskyldu þeirra samúð
og óskum þeim velfarnaðar.
Bárður, Svala,
Hermann og Birkir.
Grímur í Hrauni var eftir-
minnilegur maður. Alltaf glaður í
bragði og með gamanyrði á vör.
Ég man hann fyrst þegar hann
gekk inn kirkjugólfið í Neskirkju
með Boggu sinni, þá var ég fimm
ára gömul og brúðkaup var
stórhátíð. Bogga móðursystir
mín var mikil uppáhaldsfrænka
og fljótlega eftir þetta fékk ég að
heimsækja þau í Hraun og gista
hjá þeim. Þá var Arndís Álfheiður
nýfædd, hafði fæðst á afmælis-
daginn minn og fram á unglingsár
héldum við upp á daginn saman,
til skiptis í Hrauni og Árnesi.
Heimsóknir í Hraun voru tíðar og
eftirminnileg er heimsókn í
Hraun þegar ekið var í stórhríð
yfir Laxá á ís áður en brú kom yf-
ir ána gegnt Hólmavaði. Heim-
ferðin var hálfgerð svaðilför en
mikið var á sig lagt til að missa
ekki af skemmtilegu boði í
Hrauni. Þetta var á gamlárs-
kvöld, lengi var haldið upp á ára-
mót til skiptis á bæjunum og mik-
ið haft við, skreytt veisluborð,
allir með heimatilbúna áramóta-
hatta og kveikt í brennu. Í þetta
sinn var bóndi búinn að hlaða
góðan köst með dætrum sínum og
börnum af næstu bæjum. En
Grímur var einstaklega barngóð-
ur, allir krakkar elskuðu Grím og
sóttust eftir félagsskap hans,
hann kunni líka að segja
skemmtilegar sögur.
Gestrisni Hraunshjóna var
rómuð, alltaf gaman að koma í
Hraun og Bogga eldfljót að hrista
veisluborð fram úr erminni. Ein
minnisstæðasta heimsókn þang-
að á seinni árum var þegar Grím-
ur og Bogga buðu okkur Jafet í
bíltúr út á Hraunsengjar og með-
fram Laxá þar sem Grímur lýsti
framkvæmdum við áveitu á árum
áður. Það var greinilega engin
smá framkvæmd þegar bændur á
svæðinu sameinuðust um að veita
vatni úr Laxá upp á engjarnar við
ána og hver bær fékk sinn skika
til að slá í samræmi við vinnu-
framlag. Í annað skipti buðu þau
okkur í skoðunarferð út með
Hraunstjörn þar sem þau höfðu
staðið fyrir byggingu fuglaskoð-
unarhúss, en mikið og fjölbreytt
fuglalíf er í kringum tjörnina og
margir fuglaáhugamenn hafa
lengi leitað fróðleiks í Hraun.
Grímur var afar áhugasamur
um veiðiskap og eftir að hann
hætti sjálfur að fara með stöng
þurfti hann ávallt að fá fréttir af
hvernig veiðimönnum gengi. Í
síðasta sinn sem við hittum hann í
haust sem leið vildi hann fá sem
nákvæmastar fréttir af sumar-
veiðinni. Það var nokkuð af hon-
um dregið, hann missti mikið
þegar Bogga lést fyrir einu og
hálfu ári. Afar kært var með þeim
hjónum og eftir að Bogga fór að
þurfa aðstoðar við lagði hann sig
fram um að dekra við hana. Fyrir
nokkrum árum vorum við stödd í
berjamó uppi í Hvammsheiði á
fögrum sólskinsdegi. Kemur ekki
höfðinginn á jeppanum sínum ak-
andi niður heiðina með frúna sem
hann hafði sótt á spítalann í fram-
sætinu, búinn að útbúa kræsingar
fyrir lautarferð. Þarna settumst
við saman í brekkuna, nutum
veitinganna og spjölluðum um
liðna tíð, horfðum yfir dalinn
fagra, ána, hvamminn, Hraun í
fjarska og heim að Nesi.
Það er sjónarsviptir að Grími
Hraunsbónda. Veri hann kærast
kvaddur með þökk fyrir einstaka
vináttu.
Hildur Hermóðsdóttir.
Hólmgrímur
Kjartansson
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
eiginkonu minnar og móður okkar,
GUÐRÚNAR KRISTJÁNSDÓTTUR.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Kristján Orri Ágústsson
Erla Ágústsdóttir
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HILDIGUNNUR HJÁLMARSDÓTTIR,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 19. mars.
Útför Hildigunnar fer fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík miðvikudaginn 30. mars kl. 15.
Innilegar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir einstaka umönnun
og hlýju.
Uggi Agnarsson Margrét Guðnadóttir
Úlfur Agnarsson Ásta Gunnlaug Briem
Sveinn Agnarsson Gunnhildur Björnsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTA GUNNARSDÓTTIR,
Strikinu 4, Garðabæ,
lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga
þriðjudaginn 22. mars.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Elín Bára Magnúsdóttir Þorsteinn G. Indriðason
Guðrún Lára Magnúsdóttir Guðni Þór Ólafsson
Guðmundur Magnússon Lisbeth Thompson
Ásta Margrét Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN PÉTURSSON,
fv. héraðsdýralæknir
á Egilsstöðum,
er látinn. Útförin verður gerð frá
Háteigskirkju mánudaginn 28. mars klukkan 15.
Hulda Pálína Matthíasdóttir
Ólafur Jónsson Edda Kristrún Vilhelmsdóttir
Guðrún Jónsdóttir Øyvind Mo
Þorsteinn Sigurðsson
afa- og langafabörn
Bróðir minn,
SR. BJARNI TH. RÖGNVALDSSON,
prestur og kennari,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 16. mars.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 29. mars klukkan 15.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sveinn Freyr Rögnvaldsson
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts okkar ástkæru eiginkonu,
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓNU FRÍÐU LEIFSDÓTTUR,
Nönnu.
Birgir Guðmannsson
Guðmann Bragi Birgisson Anna Lilja Magnúsdóttir
Árný Björk Birgisdóttir
Ásta Katrín, Tyrfingur, Fjóla Ósk, Sigurrós Arey,
Birgir Óli, Lára Hlín, Ýmir og Ylfur