Morgunblaðið - 26.03.2022, Side 43

Morgunblaðið - 26.03.2022, Side 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ 86% EMPIRE TOTAL FILM VARIET Y “ONE OF THE BEST SUPERHERO MOVIES EVER MADE” “A masterpiece.” SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI “Bullock and Tatum have dynamite chemistry” “A riotously fun adventure thrill ride” “A hilarious adventure from start to finish.” Stína Ágústsdóttir söngkona og lagahöfundur hefur sent frá sér sína þriðju hljómplötu, Drown to Die a Little, og heldur af því tilefni útgáfutónleika í Kaldalóni í Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 20. Platan var tekin upp í Sundlaug- inni í Mosfellsbæ í fyrra með ein- valaliði tónlistarfólks sem kemur fram á tónleikunum með Stínu. Bassaleikarinn Henrik Linder kem- ur frá Stokkhólmi með Stínu en einnig koma fram gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson – sem samdi einnig tónlist á hana og út- setti, píanóleikarinn Magnús Jó- hann Ragnarsson og trommarinn Magnús Trygvason Eliassen. Þar að auki munu strengir og jafnvel dans leika aukahlutverk á tónleikunum, segir í tilkynningu. Drown to Die a Little er gefin út af sænska útgáfu- fyrirtækinu Prophone og er henni dreift af Smekkleysu á Íslandi og Naxos og The Orchard alþjóðlega. Söngkonan Stína Ágústsdóttir fagnar út- gáfu þriðju plötu sinnar á tónleikunum. Útgáfutónleikar Stínu í Hörpu Wagner í Am- eríku er yfir- skrift fyrirlest- urs sem Árni Blandon heldur á morgun, laugar- dag, kl. 14 í safn- aðarheimili Dóm- kirkjunnar í Lækjargötu 14a. Fyrirlesturinn er á vegum Richard Wagnerfélagsins. Wagner kom aldrei til Ameríku en Árni mun fjalla um að um tíma hafi litið út fyrir að hann flytti þangað og nær saga uppfærslna á óperum hans þar í landi langt aft- ur. Árni segir frá Wagner og Ameríku Árni Blandon TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Tína blóm er fyrsta plata ung- sveitarinnar Sucks to be you Nigel. Það er merkilegt að líta yfir sviðið þegar maður er kom- inn fast að fimmtugu og sjá og heyra að vissir hlutir í dægurtónlist virðast sígildir. Einfalt, hrátt bíl- skúrsrokk virðist síendurtekið eiga upp á pallborðið, hvort sem það er Velvet Underground, Buzzcocks, Jesus and Mary Chain eða hvaða það band sem fólk vill nefna. Setjum þessa ágætu sveit sem hér er til um- fjöllunar í þennan flokk, því ekki það? En fyrst langar mig til að veita hljómsveitinni Sucks to be you Nig- el verðlaun Arnars fyrir besta hljómsveitarnafnið. Þvílík snilld! Þessi rokksveit, sem spilar hrátt og skemmtilegt bílskúrspönkrokk með dassi af síðpönki, vakti mikla athygli á síðasta ári fyrir líflega sviðs- framkomu og skemmtilega tónlist sem bókstaflega titrar af lífsgleði hinna ungu. Allt má, allt er hægt og allt er gert. Ástríða í forgrunni, gleðin við það að skapa og búa til. Þessi mektarsveit er annars skipuð þeim Silju Rún Högnadóttur söngv- ara og öskrara, Erni trommara, Krumma bassaleikara og Vigfúsi gítarleikara. Tónlistin er eins og lýst er; hrá og lifandi bílskúrstónlist, og ég hugsa um sveitir eins og Gróu, Spaðabana og Pínulitlar peysur. Hljóðfæra- kunnátta oft af nokkrum vanefnum og mikið sem það er hressandi. Þeg- ar þú kannt ekki reglurnar, þekkir ekki lögmálin, þá kemur eitthvað óvænt, eitthvað öðruvísi, eitthvað skemmtilegt. Þetta er svona yndis- leg búbbla eiginlega sem hverfur eðlilega þegar fólk verður betra á hljóðfærin. Vanþekking á tónlistar- sögunni er líka kostur, en hérna – eins og reyndar með hinar sveit- irnar sem ég nefni – er hægt að finna samanburð við pönkhetjur til forna, krúttbylgju níunda áratug- arins og gaddavírsrokk frá tíunda áratugnum. Svo eitthvað sé nefnt. Ekki er hægt að segja til um hvort vísanirnar séu meðvitaðar eða ómeðvitaðar. Sagan hefur reyndar sýnt okkur að þegar þú ert ungling- ur, með aðgang að rokkhljóðfærum og með slatta af orku, ástríðu og hugmyndum, ber útkomuna iðulega að sama brunni. Lögin hérna eru flest hver stutt og snörp, sjá t.d. titillagið, sem er rúm mínúta. Þriggja gripa rokk og ról er dagskipunin, Silja orgar af festu og lagið er búið um leið og það byrjar. „Læk á það,“ segja Purrk- urinn og Wire. Í bland eru þó lengri lög og tilraunakenndari. Sjá „Mara“ sem er surgandi þunglamalegt og hefði sæmt sér á fyrstu plötum So- nic Youth. „Sillý sinth sóló“ er nokk- urn veginn það, furðusmíð sem fer í hinar og þessar áttir. Hljómar nán- ast eins og óklárað. Þetta, að því er virðist, hirðuleysi fyrir því hvað er rétt, skynsamlegt og áferðarfallegt er í senn styrkur plötunnar og galli. Eins og ég hef lýst: að gera hlutina beint af augum er það sem heillar en að sama skapi eru hérna hlutir sem verða trauðla endurteknir. Gleymum því ekki að þetta er frum- burður og því marki óhjákvæmilega brenndur í ákveðnum tilfellum. Sjá t.d. „Er það un-pc að skera börn í tvennt?“ sem er í besta falli flipp en að mestu hálfgert frákast. Svo ég taki saman. Allur „ófull- komleiki“ sem hægt er að finna á plötunni er því ekkert nema nauð- synlegur vaxtarverkur. Það sem ég heyri, fyrst og síðast, er gleðirík og ástríðufull sköpun, áhersla á að gera og gefa út, eins og sannur pönkandi segir til um. Skítt með fínpússn- ingar. Meira pönk, meira helvíti og áfram veginn! Ungæðislegt, ómótstæðilegt … Það er enn verið að búa til hrátt og ægiskemmtilegt neðanjarðarrokk eins og hin skemmtilega nefnda Sucks to be you Nigel sannar. Ljósmynd/Kraumur » Einfalt, hrátt bíl- skúrsrokk virðist síendurtekið eiga upp á pallborðið, hvort sem það er Velvet Under- ground, Buzzcocks, Jesus and Mary Chain eða hvaða það band sem fólk vill nefna. Fersk Sucks to be you Nigel stillir sér upp á síðustu Kraums- verðlaunaafhendingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.