Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 12
Allt bendir til þess að úrskurði bandarísks hæsta- réttar frá árinu 1973, Roe gegn Wade, verði hnekkt í júní- mánuði. Dómurinn er grund- völlur heimilda til þungunar- rofs í Bandaríkjunum og eitt helsta hitamál bandarísku menningarstríðanna. ninarichter@frettabladid.is SAMFÉLAG Í byrjun maí var gögnum lekið til bandarískra fjölmiðla, sem innihéldu álit íhaldssama hæsta- réttardómarans Samuels Alito á úrskurðinum. Þar álítur Alito niðurstöðu hæsta- réttar frá 1973 ekki standast lög. Niðurfelling Roe gegn Wade hefur verið eitt helsta baráttumál Repúbl- ikana í áratugi. Jafnréttissinnar telja um að ræða eina helstu afturför í kvenfrelsi i Bandaríkjunum í 50 ár. „Við vitum að þeir eru með fleiri mál á dagskrá, þetta eru ekki bara þungunarrofsmálin heldur alls konar sjálfsákvörðunarréttur kvenna í öðrum málum, eins og með getnaðarvarnirnar og rétt- indi trans fólks,“ segir Birna Anna Björnsdóttir rithöfundur sem búsett er í New York. „Þetta er allt á umræðustigi og svona mál eru á dagskrá þessara hópa. Þetta er ekki bara gripið úr lausu lofti.“ Birna Anna segir að hjá þeim hópum sem muni ná því í gegn í júní að fella Roe gegn Wade úr gildi, sé aðeins um að ræða áfangasigur. „Þetta er ekki búið hjá þeim. Við gætum mögulega séð takmarkanir á getnaðarvörnum,“ segir hún. „Svo er verið að tala um minni réttindi kvenna almennt. Að í þessum eld- rauðustu fylkjum sé verið að tala um að kona þurfi leyfi eiginmanns til að fá aðgengi að getnaðarvörn- um,“ segir hún. „Og ef það er hægt að svína því einhvern veginn í gegn, þá spyr fólk: Hvað næst? Þurfa konur aftur að fara í það að eiginmaður skrifi upp á að þær fái kreditkort? Þetta er alveg í umræðunni hérna.“ Hún leggur áherslu á að hér sé ekki um vilja almennings að ræða, heldur sé þessum breytingum náð fram með bellibrögðum fulltrúa íhaldsins. „Í nýrri Gallup-könnun kom fram að tveir þriðju Bandaríkjamanna, í öllum fylkjum, vilja ekki að Roe gegn Wade verði fellt úr gildi,“ segir hún. „Önnur Gallup-könnun sýnir að 8 af hverjum 10 í öllum fylkjum vilja leyfa þungunarrof, kannski með takmörkunum. Það er meiri- hluti allra Bandaríkjamanna, sem mér finnst mikilvægt að komi fram. Þjóðin er ekki svona, heldur eru þetta bara þeir sem stýra.“ Hún telur kaldan veruleika bíða kvenna í rauðum fylkjum frá og með júnímánuði. „Þær munu þurfa að fara á milli fylkja ef þær vilja fara í þungunarrof. Það er langerfiðast fyrir konurnar sem eru verst settar,“ segir hún. „Svo getur verið að þeir komi líka á lögum þar sem þetta verður sak- næmt. Það er þegar búið að setja á þessar takmarkanir í Texas, til dæmis. Þar er saknæmt að aðstoða einhvern við þetta. Ef einhver keyrir konu á staðinn getur viðkomandi verið ákærður,“ segir Birna Anna. „Hræðileg regla sem var komið á í Texas er að fólk er hvatt til að tilkynna svona og fær jafnvel peninga fyrir ef það kemur með ábendingu. Þarna er verið að búa til ógnvekjandi samfélag tor- tryggni.“ ■ Kaldur veruleiki sem bíður bandarískra kvenna í júní Frá mótmælum í Washington 14. maí síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Hluti tjaldsvæðisins í Þrastalundi mun þjónusta „glamping“-ferðamenn frá og með ágústmánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sverrir Einar Eiríksson, athafnamaður ninarichter@frettabladid.is VIÐSKIPTI Athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vín- búðarinnar, hyggst opna nýtt „glamping“-svæði í Þrastalundi í ágúst. „Glamping“-útilega, sem má þýða á íslensku sem „glæsi-legu“, á rætur sínar að rekja til hefða meðal ensku yfirstéttarinnar sem hafa fengið nútímalegri búning í aldanna rás. Um er að ræða lúxusgistingu í tjaldi sem er stærra en hefðbundið útilegu- tjald, og gjarnan eru aukin þægindi og aðbúnaður í tjaldinu, sem færir gistinguna upp á næsta stig. „Ég er að undirbúa tjaldsvæði í Þrastalundi og er á lokasprettinum að koma því í gang. Svo keypti ég tvo hóteltrukka, hrikalega f lotta, sem ég er að standsetja og setja á svæðið,“ segir hann. „Og svo er að setja upp þessi glamping-tjöld. Fyrst þrjú en ég stefni á þrjátíu.“ Að sögn Sverris koma tjöldin frá pólsk-þýsku fyrirtæki og segir hann hönnunina fallega og að tjöldin séu níðsterk og þoli íslenska veturinn vel. Sverrir var í apríl dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga og var eitt þeirra félaga Sogið veitingar ehf. Sverrir var dæmdur fyrir meiri háttar skattalagabrot sem fram- kvæmdastjóri og stjórnarmaður félagsins, með því að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda og staðgreiðsluskilagreinum, og nam upphæðin rúmlega níu milljónum króna. Spurður hvernig rekstrinum í Þrastalundi sé háttað með hliðsjón af dómsmálinu, svarar hann: „Rétt er að árétta að dómur sem féll í maí hefur ekkert að gera með núverandi rekstur í Þrastaskógi. Mér þykir afar leitt ef mál vegna rekstrar sem ekki gekk upp af ýmsum orsökum í erfiðu rekstrarumhverfi veitinga- rekstrar fyrir nokkrum árum síðan varpar skugga á uppbyggingu og nýjan rekstur á svæðinu,“ segir hann. „Ég hef í nærri aldarfjórðung stundað ýmiss konar viðskipti, þó mest fasteignaviðskipti, hér á landi og í Bretlandi. Þá hef ég komið að kaupum á gulli og demöntum, stundað lánastarfsemi, veitinga- og gistihúsarekstur, rekið starfs- mannaleigu og f leira. Flest hefur gengið vel,“ segir Sverrir. „Skattamál út af fyrri veitinga- rekstri tengist ekki á nokkurn hátt uppbyggingu á glamping í Þrasta- lundi eða núverandi rekstraraðilum þar.“ ■ Hóteltrukkum og glæsitjöldum slegið upp fyrir lúxusútilegur í Þrastalundi Fimmtudaginn 2. júní 2022 kl. 16:30 Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík Ársfundur SL lífeyrissjóðs 2022 1. Fundur settur 2. Skýrsla stjórnar 3. Gerð grein fyrir ársreikningi 4. Tryggingafræðileg úttekt 5. Breytingar á samþykktum 6. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt 7. Önnur mál Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Reykjavík 25.04.2022 Stjórn SL lífeyrissjóðs DAGSKRÁ Traustur lífeyrissjóður Trygg framtíð Þurfa konur aftur að fara í það að eigin- maður skrifi upp á að þær fái kreditkort? Birna Anna Björnsdóttir, rithöfundur 12 Fréttir 21. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.