Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 56
Hanna María Jónsdóttir, mannauðsstjóri hjá Rapyd Europe hf., segir að menn- ing fyrirtækja hafi mikið að segja um árangur þeirra, eins og margsinnis hefur verið sýnt fram á í rann- sóknum um efnið. „Breytingar á menningu eru óhjá- kvæmilegar. Þá skiptir engu hvort um er að ræða breytingar sem ráðast af því að fyrirtæki þróast í tímans rás, nýir stjórnendur koma til sögunnar eða samruni við annað fyrirtæki á sér stað. „Við samruna og/eða yfirtökur getur menning hvors fyrirtækis um sig verið ýmist hindrun eða lykilþátt- ur í að nýtt og sameinað fyrirtæki nái því markmiði sem að var stefnt í upphafi,“ segir Hanna María. „Það að breyta menningu getur verið mikil áskorun. Skipulag og innleiðing breytinga á menningu fylgir þó ekki endilega sömu lög- málum og breytingar á verklagi eða skipulagi innan fyrirtækisins. Menningu verður ekki handstýrt með einföldum hætti. Reynslan sýnir að til þess að menning þróist og taki jákvæðum breytingum er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga. Það getur gefið betri raun að leggja minni áherslu á það hverju á að breyta og hvernig á að gera það en meiri á að lýsa því hver draumaniðurstaðan á að vera. Langflestir hafa góðar hugmyndir um hvernig á að komast þangað og geta hjálpað til við að breyta því sem þarf að breyta. Vel kortlögð samskipti þar sem sögð er saga, sem bæði stjórnend- ur og starfsfólk geta samsamað sig við, séð tækifærin og tengt við heildina, skipta höfuðmáli. Lykilfólk í breytingum er það fólk sem getur endurtekið söguna. Þetta eru ekki endilega stjórn- endur heldur það fólk sem getur sagt góða sögu og haldið öðrum spenntum með frásögninni. Að finna sögumennina og hafa þá með í skapandi ferli breytinganna getur gefið betri raun en þraut- skipulögð innleiðingarverkefni. Stærsta áskorunin við að fylgja þessu eftir er að halda út. Að treysta því að þetta sé að skila árangri. Treysta á fólk til að finna lausnir, koma með góðar hug- myndir, vera skapandi og hafa eldmóðinn sem þarf til að breyta eins f lóknum hlut og menningu. Þegar allt kemur til alls erum við tilfinningaverur. Það hefur áhrif á hvernig við högum okkur, hugsum og tjáum okkur. Ef við trúum á þá sýn eða þann draum sem fyrirtækið okkar stendur fyrir er hálfur björninn unninn. Þess vegna er mikilvægt að stilla ekki upp innantómum orðum í formi gilda eða slagorða, að Að breyta fyrirtækjamenningu Hanna María Jónsdóttir, mannauðsstjóri hjá Rapyd Eu- rope hf., segir að menning fyrir- tækja hafi mikið að segja um árangur þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR slengja ekki fram einkunnarorð- um eða lýsa tilgangi fyrirtækisins á þann veg að öllum sé í raun alveg sama um það. Sá hópur fólks sem ætlar sér að láta sýn sína eða drauminn rætast samanstendur af lausnamiðuðu, þrautseigu, bjart- sýnu og traustu fólki. Saman mun þetta fólk mynda menninguna. Menningin mun snúast um að láta drauminn rætast.“ n CCEP á Íslandi nýtur góðs af víðtækum stuðningi í mann- auðsmálum frá móðurfélagi sínu. Jafnréttismálin eru flaggskip mannauðsmálanna hjá CCEP. Coca-Cola EuroPacific Partners (CCEP) er alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur djúpar rætur í íslensku sam- félagi enda með yfir 80 ára sögu hér á landi. Mannauðsmál fyrirtækis- ins taka því eðlilega mið af því segir Sonja Margrét Scott, mannauðs- stjóri CCEP. „Við erum mjög heppin að mörgu leyti, því við erum í grunninn rót- gróið íslenskt fyrirtæki en líka hluti af nýju stóru spennandi alþjóð- legu fyrirtæki. Yfirmaður minn er staðsettur í Hollandi og með mér í teymi eru mannauðsstjórar í Noregi, Svíþjóð, Belgíu, Lúxemborg og Hollandi. Við lærum heilmikið hvert af öðru og líka af mannauðs- fólki frá öðrum löndum. Það er svo hollt að ræða málefni við fólk sem kemur úr öðrum menningar- heimum og hjálpar okkur að hugsa út fyrir boxið. CCEP er starfrækt í 29 löndum í Evrópu, Ástralíu, Nýja- Sjálandi og Indónesíu. Ég myndi ekki segja nei ef ég fengi tækifæri til að taka að mér verkefni á Fiji- eyjum.“ Víðtækur stuðningur Það eru nokkur stuðningssvið innan mannauðsmála hjá CCEP sem hafa það markmið að styðja mannauðsstjóra í viðskiptaeining- unum dagsdaglega. „Þar starfar mjög sérhæft starfs- fólk. Á síðastliðnum árum höfum við innleitt hér á Íslandi ótalmargt frá CCEP. Sem dæmi fær starfs- fólk okkar tvo daga á ári sem það getur varið í sjálfboðaliðastörf. Við bjóðum einnig upp á ráðgjafarþjón- ustu starfsfólki að kostnaðarlausu, þar sem þau geta fengið ráðgjöf til dæmis frá sálfræðingum, lögfræð- ingum eða fjármálaráðgjöfum, allt í fullum trúnaði og án kostnaðar fyrir starfsfólk. Einnig bjóðum við starfsfólki upp á hlutabréfakaup með sérstökum kjörum, en CCEP hefur verið á markaði síðan 2018.“ Jafnréttismálin efst á listanum Sonja segir flaggskip mannauðs- mála hjá CCEP vera jafnréttismálin. „Það er sér jafnréttissvið hjá CCEP sem hefur stutt dyggilega við okkur að opna umræðuna um jafnrétti og fjölbreytileika – í víðum skilningi.“ Hún segir jafnréttismálunum skipt niður í fimm áherslusvið: Kyn, aldur, menningarbakgrunn, LGBTQ+ og fötlun. „Jafnréttissviðið hjálpar okkur að vinna mark- visst að þessum áherslusviðum. Við vorum til dæmis með Pride mánuð í júní í fyrra í fyrsta skipti. Það var virkilega skemmtilegt og starfsfólk tók gríðarlega vel undir með átakinu. Við máluðum regn- bogavegg í húsnæði okkar, bæði í Reykjavík og í Brugghúsinu á Akureyri, flögguðum Pride-fána, vorum með ýmsa pistla og buðum upp á fræðslu frá Samtökunum ‘78. Starfsfólk tók þessu virkilega vel, enda var þetta skemmtilegt og gott fyrir alla að opna umræðuna og styrkja menningu okkar þannig að öllu starfsfólki líði eins og það sé velkomið eins og það er.“ Þarf oft að aðlagast aðstæðum Stór hluti af starfi Sonju snýr að því að aðlaga stefnur, verkefni og efni til þess að CCEP á Íslandi fái sem mest virði út úr mannauðsmálum. Með djúpar rætur í íslensku samfélagi Mannauðssvið CCEP á Íslandi. F.v. Sonja M. Scott, Andrea Lilja Ottósdóttir og Ásta Særós Haraldsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR „Einnig þarf að meta hvort ein- hverju eigi hreinlega að sleppa því það skilar okkur á Íslandi ekki miklu. Við fáum oft frábæra fræðslupakka sem eru gríðarlega vel hannaðir og undirbúnir, jafnvel á heimsmælikvarða. En við þurfum að aðlaga fræðsluna að okkar aðstæðum. Nýlega vorum við með leiðtogafræðslu sem var hönnuð á ensku, átti að fara fram í gegnum Teams og vera eingöngu í boði fyrir sölu- og markaðssvið. Til að tryggja að við næðum sem bestum árangri með þessa frábæru fræðslu fengum við íslenska leiðbeinendur, aðlöguðum efnistök að íslenskum veruleika, höfðum það „face to face“, og buðum líka stjórnendum frá fleiri sviðum.“ n 20 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMAnnAuðsMál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.