Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 70
Leikskólakennarar óskast Leikskólinn Undraland, Flúðum auglýsir eftir leikskóla kennurum til starfa næsta skólaár, frá og með 8. ágúst 2022 Í Undralandi eru um 45 nemendur frá eins árs aldri á þremur deildum. Leikskólinn nýtur góðs af einstaklega fallegu umhverfi, góðu útinámssvæði og hinni rómuðu veðursæld á Flúðum. Vel er búið að leikskólanum af hálfu sveitarfélagsins og nýtur hann góðs samstarfs við foreldrasamfélagið sömuleiðis. Við skólann starfar samstilltur hópur með alls konar reynslu og þekkingu sem nýtist vel í leikskólastarf- inu. Leiðarljós okkar í Undralandi er umhverfi okkar og umhyggja. Við leitum að áhugasömum leikskólakennurum til þess að starfa með okkur í því að efla leikskólann okkar með met- naðarfullu starfi og fólki sem hefur áhuga á því að vinna með börnum – og fullorðnum, í leik og starfi. Umsækjen- dur þurfa að vera sveigjanlegir og ráðagóðir, með ríka samkennd og góða hæfni í mannlegum samskiptum. Við leitum að fólki sem hefur faglegan metnað og áhuga á þróunarstarfi menntastofnana. Framundan eru spennandi tímar í Undralandi, Flúðum þar sem starfsmenn geta komið að þróun skólans til framtíðar. Við hvetjum áhugasamt fólk, af öllum kynjum, til að sækja um. Ef ekki næst að ráða fagmenntaða leikskólakennara, þá ráðum við leiðbeinendur til starfa. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2022. Ráðið verður í stöðuna frá og með 8. ágúst 2022 Umsóknir skal senda rafrænt með ferilskrá og greinargerð um umsækjanda; áhugasvið, styrkleika og sýn viðkomandi á leikskólastarfið, á netfang skólans. Áhugasamir hafi samband við leikskólastjóra, til að afla frekari upplýsinga. Ingveldur Eiríksdóttir, leikskólastjóri s. 7686600 - undraland@undraland.is Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Stjórnandi Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts Skóla- og frístundasvið auglýsir stöðu stjórnanda Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts lausa til umsóknar. Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir sem starfa í Vesturbæ-Miðbæ, Austurbæ, Árbæ-Breiðholti og Grafarvogi og heyra þær undir skóla- og frístundasvið. Skólahljómsveitir Reykjavíkurborgar starfa á grundvelli menntastefnu borgarinnar auk aðalnámskrár tónlistarskóla og eru í viðamiklu samstarfi sín á milli. Meginmarkmið þeirra er að jafna tækifæri nemenda til tón- listarnáms og stuðla að hæfni þeirra til að flytja, skapa og njóta tónlistar. Á sjötta hundrað nemenda stunda nám í skólahljóm- sveitunum og koma þeir fram á tónleikum hljómsveitanna og við fjölmörg önnur tækifæri sem tengjast starfsstöðum sviðsins. Auk þess taka þær virkan þátt í viðburðum í hverfum og víðar. Í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts eru nemendur á grunnskólaaldri og aðsetur hljómsveitarinnar er í Breiðholtsskóla. Starfið fer fram í þremur blásarasveitum og skiptast nemendur í þær eftir aldri og getu. Kennt er á málm- og tréblásturshljóð- færi sem leikið er á í hefðbundnum blásarasveitum, auk slagverks og rafbassa. Megináhersla er lögð á að undirbúa og styðja nemendur vegna þátttöku í hljómsveitarstarfi. Leitað er að einstaklingi sem hefur kunnáttu og metnað til að leiða starf hljómsveitarinnar, vilja til að taka virkan þátt í öflugu samstarfi skólahljómsveita, hefur sýnt árangur í störfum sínum, býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur víðtæka þekkingu og reynslu á sviði tónlistarmenntunar barna. Helstu verkefni og ábyrgð • Ábyrgð á listrænni stjórnun og framkvæmd stefnu skóla- hljómsveita. • Móta stefnu og áherslur skólahljómsveita í samvinnu við stjórnendur. • Stjórn og ábyrgð á rekstri, skipulagi og daglegri starfsemi hljómsveitarinnar. • Ábyrgð á starfsmannamálum s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins. • Virk þátttaka í sameiginlegum verkefnum á skóla- og frístundasviði. • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk. Hæfniskröfur • Lokapróf á blásturshljóðfæri eða önnur hljóðfæri sem kennt er á hjá skólahljómsveitum Reykjavíkurborgar. • Framhaldsmenntun æskileg. • Reynsla af stjórnun hljómsveita. • Reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum. • Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða. • Reynsla og þekking af rekstri og fjármálum æskileg. • Góð tækni- og tölvukunnátta. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur Látum draumana rætast þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska. Nánari upplýsingar: www.menntastefna.is Umsókn fylgi greinargerð í stuttu máli um hugmyndir umsækjanda um gildi og framkvæmd skólahljómsveitarstarfs og möguleika á samstarfi við grenndarsamfélagið. Auk þess fylgi umsókn yfirlit yfir nám og fyrri störf, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað sem málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2022 Umsóknarfrestur er til og með 4. júní 2022 Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurbogar og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Soffía Pálsdóttir í tölvupósti soffia.palsdottir@reykjavik.is og Jóhanna Marteinsdóttir í tölvupósti johanna.marteinsdottir@reykjavik.is Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri. Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu, getu og reynslu starfsmanna. Hver einstök ráðning er mikilvæg fjárfesting og er hagur bæði fyrirtækis og viðkomandi einstaklings að vel takist til. Hafðu samband við okkur og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. RÁÐNINGAR 12 ATVINNUBLAÐIÐ 21. maí 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.