Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 18
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hlutleysið hefur verið afhjúpað með nýju stríði í Evrópu. Og það hefur ekki reynst vera annað en með- virkni með árásaröfl- unum. Svo virð- ist sem úkraínsk mannslíf séu ekki öllum íslenskum fyrirtækj- um næg ástæða til að láta af viðskipt- um við Rússland. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Neytendasamtök um alla Evrópu hyggjast taka saman upplýsingar um þau fyrirtæki sem enn stunda viðskipti í Rússlandi. Er það gert svo að neytendur geti sjálfir ákveðið hvort þeir skipti við fyrirtækin eða sniðgangi þau. „Við fengum alveg magnaða ræðu frá fulltrúa neytendasamtaka Úkraínu og í kjöl- farið var samþykkt að búa til þennan lista,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytenda- samtakanna, í samtali við Fréttablaðið í vikunni þar sem hann var staddur í Brussel á fundi Evrópusamtaka neytenda. Við upphaf innrásar Rússa í Úkraínu hvatti Volodímír Selenskíj, forseti landsins, fyrir- tæki til að hætta viðskiptum í Rússlandi því að þau væru „drifin blóði“ Úkraínumanna. Fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja varð við þeirri bón. En ekki öll. Yale-háskóli í Bandaríkj- unum heldur úti lista yfir fyrirtæki sem enn stunda viðskipti í Rússlandi. Á honum má finna nokkur íslensk fyrirtæki, svo sem Hampiðjuna og Knarr Maritime, sem gera sér blóðpeninga að góðu. Væntanlegur listi Neytendasamtakanna er upp á líf og dauða. Ekki er þó víst að starfsemi allra íslenskra fyrirtækja sem á honum lenda sé þess eðlis að neytendur geti tjáð þeim hug sinn með veskinu. Það er hins vegar hægt að fanga athygli eigenda þeirra eftir fleiri leiðum en í gegnum rekstrarreikninginn. Eins dauði, annars brauð Hinn 20. apríl árið 1879 var haldinn fjölda- fundur í þorpinu Irishtown á Írlandi. Óhag- stæð veðurskilyrði, uppskerubrestur og lágt búvöruverð ollu því að leiguliðar í nær- liggjandi sveitum bjuggu við sára fátækt og gátu ekki lengur staðið skil á leiguafgjaldi til jarðeigenda. Fimmtán þúsund manns mættu til fundarins sem markaði upphaf „írska landstríðsins“, áralangrar baráttu um lækkun jarðleigu, breytingar á eignarhaldi lands og bann við útburði fjölskyldna af heimilum sínum. Charles Cunningham Boycott var enskur bústjóri landeiganda eins á Vestur-Írlandi. Í september 1880 óskuðu leiguliðar á landi í umsjá hans 25 prósenta leigulækkunar vegna bágrar afkomu. Boycott neitaði. Í mótmæla- skyni hættu leiguliðarnir alfarið að greiða leiguna. Boycott gerði sig líklegan til, eins og venjan var, að bera leiguliðana og fjölskyldur þeirra út. Honum varð þó ekki kápan úr því klæðinu. Í samhentu átaki samfélagsins alls var Boycott sniðgenginn. Hvert sem hann fór var hann hunsaður. Hann fékk ekki afgreiðslu í verslunum. Þjónustufólk hans hætti. Vinnu- menn neituðu að starfa fyrir hann. Meira að segja póstburðarmaðurinn hætti að færa honum póst. Aðferðafræðin vakti gífurlega athygli. Hún breiddist um Írland og varð þáttur í því að leiguliðar hlutu að endingu aukin réttindi. Boycott, orðinn alræmdur fyrir miskunn- arleysi sitt, hrökklaðist burt frá Írlandi. Hann varð þó frægur fyrir fleira. Bústjórinn komst á spjöld sögunnar sem maðurinn sem breytt- ist í sagnorð. Nafn hans lifir enn í enskri tungu, þökk sé samtímamönnum hans sem tóku að nota orðið „boycott“ í merkingunni að sniðganga einhvern eða eitthvað. „Eins dauði er annars brauð“ öðlast bókstaflega merkingu nú um stundir. Svo virðist sem úkraínsk mannslíf séu ekki öllum íslenskum fyrirtækjum næg ástæða til að láta af viðskiptum við Rússland. Kannski að óttinn við sniðgöngu – efnahagslega eða sam- félagslega – leiði til sinnaskipta stjórnenda þeirra. Dugi hann þó ekki til mætti grípa til óhefðbundinna aðferða. Samhliða birtingu lista Neytendasamtakanna væri hægt að efna til nýyrðasamkeppni. Landsmönnum yrði falið að mynda sögn úr nafni fyrirtækis á listanum sem, eins og Boycott bústjóri, ætti á hættu að komast á spjöld sögunnar í gegnum tungumálið. Sögninni væri ætlað að fanga merkinguna: Að fara með blóðpeninga í bankann. ■ Blóðpeningar Umsókn Finna og Svía um aðild að Atlantshafsbandalaginu er afstaða með lýðræðinu, gegn einræði og yfirgangi. Hún er yfirlýsing um að slátrun saklausrar alþýðu manna er ekki liðin. Hún er heitstrenging um að standa með fólki og rétt- indum þess, framar öllu öðru. Og hún er alger stefnubreyting, einhver sú sögulegasta frá því um miðja síðustu öld þegar eldarnir slokknuðu í Evrópu. Það er vegna þess að merking þess að geta talað við alla hefur tæmst að innihaldi. Hlut- verki hins saklausa sáttasemjara, sem Finnar og Svíar töldu sig svo lengi vera, er lokið, einmitt vegna þess að innistæðan hefur ekki reynst vera nokkur þegar í nauðirnar rekur. Hlutleysið hefur verið afhjúpað með nýju stríði í Evrópu. Og það hefur ekki reynst vera annað en meðvirkni með árásaröflunum. Og raunar hrein og klár afstaða með þeim illu skröttum sem láta sér ekki segjast með sam- talinu einu. Þess vegna hafa Finnar og Svíar komist að sinni niðurstöðu. Og af sömu sökum kjósa Danir um það í næsta mánuði hvort þeir eigi að láta af einni af helstu undanþágu sinni að Evrópusambandsaðild sem varðar sameigin- legt hernaðarbandalag í álfunni. Viðhorfið er einmitt það sama í Danmörku og í Finnlandi og Svíþjóð: getum við lengur verið værukærir áhorfendur að framvindu mála í álfunni okkar, getum við sem lýðræðis- þjóðir látið hjá líða að taka afstöðu? Þetta eru stærstu spurningar Evrópu í dag. Og allar þjóðir hennar verða að svara þeim, enda er annað ábyrgðarleysi á tímum alvarlegustu stríðsglæpa sem sögur fara af í álfunni um langa hríð. Innrás Rússa í Úkraínu er stærsta áminning Evrópuþjóða í mannsaldur. Hún er þeim stærri lexía í lýðræði en flestir núlifendur hafa kynnst. Þess vegna blasir sú breytta heimsmynd við sem knýr æ fleiri þjóðir álfunnar til bandalags- þátttöku. Það á við um Atlantshafsbandalagið og það á við um Evrópusambandið. Ekki færri en tólf ríki Evrópu eru misjafnlega langt komin með að bætast í hóp 27 ESB-ríkja, en þau eru Albanía, Svartfjallaland, Norður- Makedónía, Serbía, Tyrkland, Bosnía, Kósovó, Moldóva, Georgía, Armenía og Aserbaísjan, auk auðvitað Úkraínu. Jafnvel á Íslandi gætir þessarar sömu við- horfsbreytingar, en nýlegar kannanir sýna að tveir af hverjum þremur landsmönnum sem gefa upp afstöðu sína vilja nú fulla aðild. Og til þess þurfti stríð. ■ Gegn yfirgangi Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 21. maí 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.