Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2022, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 21.05.2022, Qupperneq 36
Næturljósmyndun af þessu tagi krefst lítillar ljósmengunar og helst engrar tunglbirtu auk heiðskírs himins. Hallgrímur Tómas Ragnars- son heldur áfram að sýna lesendum sérstakar myndir sem hann hefur tekið, auk þess sem hann lýsir því hvernig hann fer að því að ná þessum áhrifum í myndinni. Myndin til hliðar sýnir gang stjarnanna í um klukkustund. Myndavélinni var stillt á þrífót með víðasta ljósopi með miklu ljós- næmi (F1.4, ISO 500, 8 sek., 24 mm). Alls eru teknar um 300 myndir og er linsunni beint að Pólstjörnunni sem er í skerpu. Þegar myndunum er skeytt saman birtast ljósrákir stjarnanna og virðast þær hring- snúast um Pólstjörnuna. Stjörnuprýddur himinninn einn og sér getur verið ágætt myndefni en yfirleitt eru myndir áhrifaríkari með sterkum forgrunni. Í þessu tilfelli er það golfbíll við glompu. Aftur eru teknar myndir og nú er forgrunnurinn lýstur og hafður í skerpu en ljósnæmi minnkað um eitt stopp. Myndin öðlast meiri dýpt ef lýst er frá hliðum eða jafnvel að ofan með dróna í stað þess að lýsa frá sjónarhorni myndavélarinnar. Nota má ljós frá farsíma eða sérstök vasaljós þar sem stilla má hita og lit ljóssins eftir smekk. Gæta þarf vandlega að því yfirlýsa ekki og að myndavélin hreyfist ekki milli skota og er því ráðlegt að nota fjarstýringu eða seinkun á myndavélinni. Einnig þarf að gæta þess að taka yfir allar sjálfvirkar stillingar, t.d. sjálfvirka skerpu á linsunni (autofocus) og beina stjórn (manual) fyrir opnun, ljósnæmi og tíma. Einnig er mælt með því að slökkva á sjálfvirkri síu (noise reduction) en hreinsa má myndirnar síðar í myndvinnslu. Móða getur myndast framan á linsunni en koma má í veg fyrir það með því að nota hitaræmu sem er vafið um linsuna. Ekki er nauðsynlegt að stilla hvítuna (white balance) því hana má laga í myndvinnslu. Næturljósmyndun af þessu tagi krefst lítillar ljósmengunar og helst engrar tunglbirtu auk heiðskírs himins. Auðvelt er afla upplýsinga um gang tunglsins og víða má lesa spár um skýjafar og ljósmengun. Ljóstýra sem vart er sjáanleg með berum augum getur framkallað ljósmengun í lengri skotum sem þá birtist sem gul slæða. Festa má síu framan á linsuna sem dregur úr gula litnum, t.d. Neutral Night Filter frá Kase. Hætt er við að stjörnuhiminninn verði flatur og ekki sjáist munur á ljósstyrk skær- ustu og veikustu stjarnanna. Mælt er með Dream Star síunni frá Kase en með notkun hennar er hægt að greina helstu stjörnumerkin. Ský á næturhimni geta birst snögglega líkt og sjá má til hægri við golf- bílinn á smærri myndinni en þau geta gert myndina áhugaverðari ellegar síðri. Næturljósmyndun krefst nokkurrar æfingar þar sem ekki sést á takkana en auðvelda má ferlið með því að forrita mynda- vélina fyrir myndefnið. Að lokum er öllum myndunum blandað saman í myndvinnslu eftir smekk. Á myndinni sjást rákir eftir flug- vélar og gervitungl en afmá þær í myndvinnslu ef vill. n Myndirnar má sjá í fullri upplausn á frettabladid.is og ragnars- son. com Næturljósmyndun krefst æfingar Hér fangar Hallgrímur augnablikið á sinn einstaka hátt. mynd/ Hallgrímur Tómas ragnarsson Hallgrímur Tómas Ragnarsson ljós- myndari. Snyrti- og förðunarfræð- ingurinn Maríanna Páls- dóttir byrjaði að nota Húð, hár og neglur frá ICEHERBS fyrir ári og hefur tekið eftir miklum jákvæðum áhrifum. Hún segir þetta frábæra viðbót við að sjá vel um heilsuna og finnst gott að geta stutt íslenska fram- leiðslu. „Ég tek Húð, hár og neglur frá ICEHERBS því ég hugsa mikið um heilsuna og mér finnst mikil- vægt að halda húðinni, hárinu og nöglunum heilbrigðum og í besta mögulega ástandi,“ segir Maríanna Pálsdóttir snyrti- og förðunarfræðingur. „Ég hef notað þetta markvisst í heilt ár og finn mikinn mun. Mér finnst þetta frábær við- bót við annað sem ég geri fyrir heilsuna, en hjá mér snýst þetta um heildræna nálgun,“ segir Maríanna. „Það þarf að drekka mikið vatn, hreyfa sig og hugsa um andlega heilsu til að halda heilbrigði og líta sem best út og mér finnst vítamín og fæðubótar- efni of boðslega góð viðbót við allt annað sem ég geri.“ Gott að styðja íslenska framleiðslu „Ég hef mikinn áhuga á vítamín- um og fæðubótarefnum og stoppa alltaf við vítamínrekkann úti í búð til að skoða það sem er í boði. Það var þannig sem ég fann Húð, hár og neglur,“ segir Maríanna. „Það vakti athygli mína að þetta er 100% íslensk vara og mér finnst mjög gott og mikilvægt að styðja við allt sem er framleitt hérna á Íslandi. Ég tek öllu svona með fyrirvara og er aldrei með sérstakar vænt- ingar þegar ég prófa eitthvað nýtt, en ef ég finn að hlutirnir virka er ekki aftur snúið,“ segir Maríanna. „Þá held ég bara áfram, til hvers að hætta eða breyta því sem er gott og virkar?“ Hefur fundið mikinn mun „Eftir að ég byrjaði að nota þessa vöru hef ég tekið eftir því að neglurnar eru sterkari og mér finnst húðin hafa aukinn stinn- leika og vera meira glóandi. Ég myndi því 100% mæla með Húð, hár og neglur frá ICEHERBS,“ segir Maríanna. „Ég mæli almennt með því að fólk taki vítamín og fæðubótarefni og mér finnst mjög fallegt þegar fólk ákveður að kaupa íslenska framleiðslu, því þá þekkirðu framleiðsluferlið og veist hvað þú ert að taka. Ég hef líka notað Túrmerik frá ICEHERBS, en ég hef átt það til að bólgna í liðum og finn hvernig það hjálpar við að losa bólgur, enda er það öflugt andoxunarefni,“ segir Maríanna. „Ég finn mikinn mun ef ég er dugleg að taka það.“ Náttúruleg blanda úr íslenskum þörungum Húð, hár og neglur er öflug og náttúruleg þarablanda úr tveimur íslenskum sæþörungum, Asco- phyllum nodosum og Laminaria digitata. Hylkin eru stútfull af steinefnum og vítamínum sem hafa góð og nærandi áhrif á húð, hár og neglur. Sæþörungar eru þekktir sem ofurfæða hafsins og þeir eru sérstaklega þekktir fyrir virk áhrif sín á húð, hár og neglur. Þeir hafa einnig gríðarlega hreinsandi áhrif á líkamann og blandan inniheldur ríkulegt magn steinefna og trefja, ásamt joði. Hrein náttúruafurð ICEHERBS er íslenskt fyrirtæki sem leggur mikla áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni. Lögð er gríðarleg áhersla á að vörur ICEHERBS nýtist viðskiptavinum vel, að virknin skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu. Gríðarleg áhersla er lögð á að vörurnar innihaldi engin óþarfa fylliefni og vörurnar eru framleiddar hér á landi. n Húð, hár & neglur frá ICEHERBS fæst í öllum apótekum og heilsu- vöruverslunum, Hagkaup, Nettó og Fjarðarkaupum og einnig í vefverslun ICEHERBS, sem sendir heim að dyrum. Sjá nánar á ice- herbs.is. Glóandi og stinnari húð með sterkari neglur Maríanna Pálsdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur, er mjög ánægð með Húð, hár og neglur frá ICEHERBS. FrÉTTaBlaÐIÐ/sIgTryggur arI Húð, hár og neglur er öflug og náttúruleg þarablanda úr tveimur íslenskum sæþörungum. 4 kynningarblað A L LT 21. maí 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.