Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 119

Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 119
Mörg lögin eru algjör nostalgía og gaman að tralla með en ég viður- kenni að það gerði ekki mikið fyrir stuðið í mér að fá lögin Mán- inn hátt á himni skín eða Nú er árið liðið, í þúsundasta skiptið í ferðinni en það er samt svolítið fyndið. Vilborg Arna Eins og sjá má bjóst Vilborg alls ekki við því að maðurinn hennar, Ales Cesen, tæki á móti henni á Reykjavíkur- flugvelli. Parið býr í Slóveníu og vissi Vilborg ekki betur en að þau ætluðu að hittast þar. Fréttablaðið/ Valli þvera jökulinn. Þetta var frábær stund og Íslendingar eru svo sann- arlega að sækja í sig veðrið þegar kemur að ferðum af þessari stærð. Ég á von á því að í framtíðinni muni sífellt f leiri leggja leið sína yfir jökulinn. Nágrannar okkar í Nor- egi hafa verið duglegir á þessum vettvangi en það kæmi mér ekkert á óvart þótt við færum að sækja á þá, svona miðað við höfðatölu alla- vega,“ segir Vilborg í léttum tón. Þíddu matinn innanklæða Segja má að hópurinn hafi sannar- lega verið minntur á að hann væri á jökli en kuldinn mældist nokkrum sinnum 42 gráðu frost með vind- kælingu. Kuldavarnir eru gríðarlega mikilvægar, svo sem andlitsgrímur, góður fatnaður og var hópurinn til að mynda með sérstakar skóhlífar til þess að einangra skóna sína enn betur á köldustu dögunum. „Maður þarf að vera meðvitaður um að snerta ekki málmhluti með berum höndum og stundum skíð- uðum við í sérstökum hlífðarpilsum til þess að verja rass og læri. Ég fékk sjálf til dæmis útbrot af kuldanum sem ég þurfti að passa vel upp á. Vatn þarf að geyma í hitabrúsa eða einangruðum hulstrum og matur frýs auðveldlega svo það þarf stund- um að þíða hann innanklæða áður en maður gæðir sér á veigunum.“ Vilborg segir þó best í heimi að hita upp svefnpokann sinn með sjóðandi heitum vatnsf löskum sem halda á manni hita fram eftir nóttu. „Flöskurnar fá ýmis nöfn, svo sem kærastar og knúsarar. Það má líka nota þær til þess að rúlla auma vöðva í lok dags. Eins þarf líka að notast við bensínprímusa því þeir virka best í slíkum kulda á meðan gasið frýs og þá er ekki hægt að bræða snjó til þess að fá vatn í mat og drykk.“ Á köldustu dögunum frestaði hópurinn brottför og skíðaði færri klukkustundir til þess að forðast að fá kal. „Það dugði þá að bíða eftir minni vindi til þess að fá hag- stæðari aðstæður. Kaldasta nóttin okkar var mínus 35 gráður í lofthita og margar nætur voru í kringum 30 gráðu frost. Þá þurftum við að dúða okkur vel og huga að kuldavörnum.“ Ísbjarnarvaktir í tvo sólarhringa Leiðangurinn sjálfur tók 30 daga – aðeins lengri tíma en leiðsögumenn höfðu vonast til en veður og færð töfðu fyrir. Það var þó óhagstæð veðurspá sem flýtti för undir lokin en afráðið var að skíða 65 kílómetra í einni lotu undir lokin til að ná af jökli áður en veðrið myndi skella á og hópurinn yrði tilneyddur til að bíða það af sér. „Í staðinn biðum við niðri við jökulræturnar í þoku og úrkomu en sluppum við hvassviðri. Þar sem ekki var neitt skyggni var heldur ekki hægt að sækja okkur og við biðum róleg en á ísbjarnarvöktum,“ segir Vilborg en hópurinn var sóttur af þyrlu. „Við sáum ísbjarnarspor 25 kíló- metra inni á jökli og þann sama dag og við komum niður var veiddur björn í nágrenninu við okkur,“ segir Vilborg, sem sönnun þess að full ástæða hafi verið til að gæta varúðar og vera á vaktinni. „Við vorum með blys til þess að fæla ísbirni og vopn til þess að verja okkur ef til þess kæmi. Á hverri vakt voru tveir leiðangursmenn í tvær klukkustundir í senn. Við náðum líka kærkominni hvíld á meðan við biðum eftir því að þokunni létti.“ Sumir elska bras og áskoranir En loks voru þau sótt, þreytt, sæl og óétin og f lugu á endanum heim frá Kulusuk með Icelandair. En hvers vegna ætli leiðangur á við þennan kitli ævintýraþrána? Hvers vegna vill fólk taka alla sumarfrísdagana sína snemmsumars í fimbulkulda og illri færð fjarri mannabyggðum? „Fólk fer af stað af ýmsum ástæð- um, svo sem langþráður draumur hjá sumum, aðrir elska bras og áskoranir á meðan sumir vilja brjóta upp til- veruna,“ segir Vilborg létt í bragði. „Ég hef sjálf verið heilluð af leið- öngrum í yfir tuttugu ár og verið á ferðinni síðustu tíu ár. Hjá mér er þetta sambland af því að takast á við stórar áskoranir og krefjandi verkefni. Mér finnst gaman að vera úti og upplifa náttúruna í svona miklu návígi og að takast á við sjálfa sig í þessum aðstæðum, auk þess er fjalla- og leiðangursmennska ástríð- an mín. Það þýðir þó ekki að ég þurfi ekki hvíld inni á milli og geri aldrei neitt annað, en þetta er kjarninn minn og sál. Ég kann líka vel að meta bæði undirbúningstímann og dag- ana á eftir þegar maður er að melta reynsluna.“ Næsti tindur átta þúsund metrar Við náðum tali af Vilborgu daginn eftir heimkomuna og sagði hún vel hafa verið tekið á móti þeim með veislu þar sem vinir og vandamenn buðu upp á góða stund og veitingar. „Í dag eru svo f lestir að slappa af, þurrka og ganga frá búnaði og sumir að skella sér í smá dekur eins og nudd. Það má heldur ekki gleyma því að matarlyst er í meira lagi eftir svona ferðir.“ En dekrið varir ekki lengi hjá Vil- borgu sem er á leið í næsta stóra verkefni í byrjun júlí. „Þá held ég til Pakistan ásamt Ales Cesen, manninum mínum, Sigga Bjarna og breska klifraranum Tom. Þar stefnum við á einn af 8.000 metra tindunum í Karakorum-fjall- garðinum. Svo ég tek stutta hvíld og nokkra sukkdaga áður en ég helli mér aftur í æfingar og undirbún- ing. Tímabilið einkennist af því að byggja upp styrk og hæfni, auk þess að hafa gott jafnvægi á milli hvíldar, næringar og æfinga. Svo má ekki gleyma að ég fer fyrir árlegri ferð Ferðafélagsins á Hvannadalshnúk um hvítasunnuna, sem er alltaf jafn skemmtileg upplifun,“ segir Vilborg Arna að lokum. n Kuldinn fór mest niður í 42 stiga frost með vindkælingu. Myndir aF jökli/HólMFríður Vala SVaVarSdóttir Þær Vilborg og Brynhildur eru flestu vanar og segir Vilborg þær vinna vel saman. Hópurinn gekk yfir 540 kílómetra á jökli og segir Vilborg þau hafa fengið svokallað sandpappírsfæri sem stafar af miklum kulda en þá er ekkert rennsli á skíðum og sleðum og færið verður þannig mjög þungt. Við komuna á Reykjavíkurflugvöll eftir mánuð á jökli og 540 kílómetra göngu í erfiðu færi. Fréttablaðið/Valli Helgin 39LAUGARDAGUR 21. maí 2022 Fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.