Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 8
með blóðmerahaldi nægilega vel,“ segir Dúi. Sigríður hefur komið að leyfis­ veitingu Ísteka og unnið nokkrar vísindagreinar með Eggerti Gunn­ arssyni dýralækni, starfsmanni Ísteka og sömuleiðis upphafsmanni blóðmerahalds. Eggert sinnir dýra­ velferðareftirliti fyrir Ísteka og skrifaði rannsókn sem bæði Ísteka og MAST vísa í sér til stuðnings, um að blóðtaka hafi ekki neikvæð áhrif á heilsu blóðmera. Rannsóknin er óritrýnd grein frá árinu 1982 sem birtist í tímaritinu Frey. Engin óháð rannsókn hefur verið gefin út sem staðfestir upp­ haflegu athugunina og sömuleiðis hefur engin rannsókn verið gerð á blóðmagni íslenska hestsins. Sigríður talaði máli Ísteka á fundi hjá MAST þegar umsókn um endurnýjun leyfis til blóðtöku var til umræðu. Í fundargerð MAST frá 25. apríl 2016 má sjá að Sigríður, eða Systa, vísaði í nokkurra ára gömul gögn frá Ísteka sér til stuðnings varðandi ákvarðanatöku um aukið eftirlit og aukna blóðtöku úr fyl­ fullum hryssum. „Umræður um að gera kröfu um innra eftirlit Ísteka með fram­ kvæmd blóðtökunnar og einn­ ig mikilvægi opinbers eftirlits. Umræður um fáar sýnatökur til að fylgjast með blóðstatus, u.þ.b. 10 sýni á viku, en um 1.700 blóðtökur eru framkvæmdar á ári. Systa upp­ lýsti að fyrirtækið hefði lagt fram gögn fyrir nokkrum árum sem sýndu að lítill sem enginn munur væri á hryssum sem væri tekið úr 7 sinnum og þeim sem tekið var úr 8 sinnum,“ segir í fundargerðinni. Lyfjatækni- fyrirtækið Ísteka rekur þrjár starfsstöðv- ar fyrir blóðtöku á fylfullum hryssum og 283 blóðmerar eru í eigu fyrirtækis- ins. Parket Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14. Komdu við og ræddu við sérfræðinga Parka og fáðu faglega ráðgjöf Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570 Matvælastofnun byggir ákvarðanatöku sína um framtíð blóðmerahalds á upp­ lýsingum frá fyrirtækinu sem hagnast á starfseminni. Með­ limir í starfshópi ráðherra hafa verið gagnrýndir fyrir að tala máli hagsmunaaðila. Hálft ár er liðið frá því að þorri almennings heyrði í fyrsta sinn að blóðmerahald væri stundað á Íslandi. Umræðan um velferð hryssa komst í hámæli eftir að dýra­ verndarsamtökin AWF/TSB birtu 20 mínútna heimildarmynd um blóð­ töku á Íslandi. Þrátt fyrir að meirihluti þjóðar­ innar sé andvígur blóðmerahaldi virðast litlar breytingar í vændum í þessum umdeilda iðnaði og minnk­ andi líkur á að blóðmerahald verði bannað. Frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðtöku á fylfullum hryssum hefur ekki notið sérstak­ lega mikils stuðnings meðal þing­ manna meirihlutans. Fyrrverandi málsvari bænda Svandís Svavarsdóttir matvæla­ ráðherra skipaði starfshóp í desem­ ber í fyrra til að fjalla um blóðtöku, sem mun skila af sér skýrslu fyrir 1. júní næstkomandi. Í hópnum eiga sæti þau Iðunn Guðjónsdóttir, Sigríður Björns­ dóttir, yfirdýralæknir í hrossasjúk­ dómum hjá Matvælastofnun, Ólafur Páll Jónsson og Sigurður Eyþórsson, sérfræðingur á skrifstofu landbún­ aðar í matvælaráðuneytinu, sem bættist í starfshópinn í febrúar. Áður en Sigurður var ráðinn til ráðuneytisins var hann mál­ svari bænda, þar á meðal hrossa­ bænda sem halda blóðmerar, sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Ekki var tilkynnt um að Sigurður hefði bæst í hópinn á vef Stjórnar­ ráðsins en Dúi Jóhannsson, upplýs­ ingafulltrúi matvælaráðuneytisins, staðfestir þetta við Fréttablaðið. „Ekki var um sérstaka ráðningu að ræða þar sem Sigurður er starfs­ maður ráðuneytisins og sinnir störfum innan þess. Sem slíkur var hann fenginn til að vinna fyrir hóp­ inn líkt og venja er með starfsmenn ráðuneyta,“ sagði Dúi. Aðspurður hvers vegna hann hafi bæst í hópinn segir Dúi að það hafi verið að ósk starfshópsins. Reiðir sig á gögn frá Ísteka Viðvera Sigríðar, yfirlæknis hjá MAST, í starfshópi ráðherra, hefur verið gagnrýnd. „Það var á þeim grundvelli að þau telja að Matvæla­ stofnun hafi ekki sinnt eftirliti sínu Líkur minnka á að blóðmerahald verði bannað Sigríður er höfundur skýrslu MAST um eftirlit með blóðmera­ haldi sem kom út í apríl. Þar kemst hún að þeirri niðurstöðu að áfram megi taka 40 lítra af blóði úr hverri hryssu. Í skýrslunni vísar MAST í tölur sem Ísteka og dýralæknar á launa­ skrá Ísteka hafa tekið saman. Upp­ lýsingarnar eru því frá aðilum sem hagnast á áframhaldandi blóðtöku á fylfullum hryssum. Björn M. Sigurjónsson, lektor við Dania­háskólann á Jótlandi, segir í samtali við Fréttablaðið að í skýrslu MAST sé erindi eins eftirlitsþega rekið af miklu offorsi. „Ekki sér maður þetta í laxeldinu. Það er ákveðin ákefð í MAST að ganga erinda eins fyrirtækis, í raun stórfurðulegt. Ekki myndi þessi stjórnsýslustofnun biðja sjávar­ útvegsfélög um upplýsingar um hversu margir fiskar séu í sjónum.“ Skýrslan var birt stuttu áður en starfshópur átti að skila af sér vinnu. Funduðu saman um eftirlit Árið 2020 komst MAST að þeirri niðurstöðu að blóðtaka úr hryssum til lyfjaframleiðslu væri ekki leyfis­ skyld starfsemi, samkvæmt túlkun þeirra á lögum og reglugerðum. Fulltrúar MAST og Ísteka fund­ uðu í einn og hálfan tíma um þessa túlkun 25. maí árið 2020. Meðal þeirra sem sátu fundinn voru Sig­ ríður og Arnþór Guðlaugsson, fram­ kvæmdastjóri Ísteka. Í fundargerðinni kemur fram að allir aðilar hafi verið sammála um túlkun MAST, um að ekki væri um leyfisskylda starfsemi að ræða. Þetta væri í samræmi við almenna tilhneigingu að fækka leyfum og að óvíst væri að málið yrði „nokkurn tímann tekið upp af löggjafanum.“ Þá vekur athygli að MAST ræddi við sjálfan eftirlitsþegann, Ísteka, um hvernig eftirliti yrði háttað og komust þau sameiginlega að niður­ stöðu. Í athugasemd um eina eftirlits­ aðferð kemur fram: „Þessi leið er frekar veik gagnvart utanaðkom­ andi gagnrýni um að fyrirtækið setji sjálfu sér reglurnar.“ „Skilningur Ísteka og MAST fellur því vel saman,“ stendur neðst í fund­ argerðinni. n Sentímetra þykkri nál er stungið í bláæð í hálsi blóð- mera svo hægt sé að safna blóði úr þeim sem er notað til framleiðslu frjósemislyfja sem auka afköst í svína- og kúa- búum. Viðvera Sigríðar Björnsdóttur í starfshópi ráðherra hefur verið gagnrýnd. Ingunn Lára Kristjánsdóttir ingunnlara @frettabladid.is Björn M. Sigur- jónsson segir mikla ákefð í MAST að ganga erinda eins fyrirtækis. Inga Sæland hefur lagt fram frumvarp um bann á blóð- merahaldi FRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 21. maí 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.